Húrra fyrir Retro Stefson Kristján Hjálmarsson skrifar 8. október 2012 00:01 Hljómsveitinni var vel fagnað að tónleikum loknum. Mynd/Hörður Ágústsson Það var skemmtilega samansettur hópur sem var saman kominn til að hlýða á og fagna nýrri plötu Retro Stefson, sem ber nafn hljómsveitarinnar, í Iðnó á föstudagskvöld. Hljómsveitin á greinilega aðdáendur á öllum aldri. Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, sá um að hita mannskapinn upp en því miður missti ég af honum – heyrði örfáa tóna sem hljómuðu annars vel. Hermigervill átti þó eftir að setja sinn svip á kvöldið. Sigtryggur Baldursson var fenginn til að fylla ásláttarskarðið, sem Haraldur Ari Stefánsson skildi eftir, sem hann gerði að sjálfsögðu óaðfinnanlega. Meðlimir Retro Stefson hafa sagt að nýja platan sé í meiri diskóstíl en eldra efni sveitarinnar og þar leikur hljóðheimur Hermigervils stórt hlutverk. Það sem einkennir einna helst tónleika Retro Stefson er það líf og fjör sem hljómsveitin nær að skapa. Ekki bara með frábærum lögum heldur skemmtilegum dönsum og óvæntum uppákomum. Og að sjálfsögðu var boðið upp á slíkt á föstudaginn. Hljómsveitin fór að vísu hægt af stað. Fyrst kom (O)Kami og svo upphafslag plötunnar Solaris, fallegt lag í rólegri kantinum eftir Þórð gítarleikara. Hvert lagið öðru betra kom á eftir; Fall, Time og rómantíska lagið Julia, svo fáein séu nefnd. Áhorfendur voru vel með á nótunum, dilluðu sér rólega með í upphafi en eftir því sem leið á og fjörið færðist yfir fóru allir að dansa, ungir sem aldnir. Eins og við var að búast vöktu þau lög sem þegar hafa fengið spilun á öldum ljósvakans mesta lukku. Áhorfendur voru engu að síður komnir í feiknastuð og vel með á nótunum þegar upphafstónar Glow hófust. Þegar Qween, fyrsti singull plötunnar og lokalag tónleikanna, rann seinna af stað var orkan slík að fáir gátu staðið kyrrir. Hljómsveitarmeðlimir brugðu á leik, létu áhorfendur hoppa til hægri og vinstri, skiptu þeim í tvo hópa og öttu þeim saman í einhvers konar danskeppni þar sem salsatónlist og gamaldags þýskt teknó komu við sögu. Uppklappslögin voru tvö, Velvakandasveinn af Kimbabwe og Senseni af Montana. Gömul og góð. Þegar ég sá krakkana í Retro Stefson spila í fyrsta sinn, á einhverri uppákomu efst á Skólavörðustíg fyrir fimm árum eða svo, þótti mér þau ótrúlega einlæg í tónlistarsköpun sinni. Þrátt fyrir afar metnaðarfullar lagasmíðar á þeim tíma fannst mér þau stundum eiga í erfiðleikum með að láta allt smella, einstaka fölsk nóta eða bít sem kom aðeins of snemma inn. Þá fannst mér það litlu skipta því gleðin og einlægnin sem einkenndi hljómsveitina, í bland við metnaðinn, smitaði allt og alla í kringum hana. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Hljómsveitin er orðin svo ótrúlega þétt og vel spilandi að hrein unun er á að hlusta. Söngur Unnsteins er kapítuli út af fyrir sig. Og sem betur fer býr hljómsveitin enn yfir öllum sömu eiginleikum og á Skólavörðustígnum forðum daga. Með Hermigervil og Sigtrygg sér við hlið small allt eins og flís við rass – tónleikarnir á föstudaginn voru einfaldlega frábærir. Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það var skemmtilega samansettur hópur sem var saman kominn til að hlýða á og fagna nýrri plötu Retro Stefson, sem ber nafn hljómsveitarinnar, í Iðnó á föstudagskvöld. Hljómsveitin á greinilega aðdáendur á öllum aldri. Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, sá um að hita mannskapinn upp en því miður missti ég af honum – heyrði örfáa tóna sem hljómuðu annars vel. Hermigervill átti þó eftir að setja sinn svip á kvöldið. Sigtryggur Baldursson var fenginn til að fylla ásláttarskarðið, sem Haraldur Ari Stefánsson skildi eftir, sem hann gerði að sjálfsögðu óaðfinnanlega. Meðlimir Retro Stefson hafa sagt að nýja platan sé í meiri diskóstíl en eldra efni sveitarinnar og þar leikur hljóðheimur Hermigervils stórt hlutverk. Það sem einkennir einna helst tónleika Retro Stefson er það líf og fjör sem hljómsveitin nær að skapa. Ekki bara með frábærum lögum heldur skemmtilegum dönsum og óvæntum uppákomum. Og að sjálfsögðu var boðið upp á slíkt á föstudaginn. Hljómsveitin fór að vísu hægt af stað. Fyrst kom (O)Kami og svo upphafslag plötunnar Solaris, fallegt lag í rólegri kantinum eftir Þórð gítarleikara. Hvert lagið öðru betra kom á eftir; Fall, Time og rómantíska lagið Julia, svo fáein séu nefnd. Áhorfendur voru vel með á nótunum, dilluðu sér rólega með í upphafi en eftir því sem leið á og fjörið færðist yfir fóru allir að dansa, ungir sem aldnir. Eins og við var að búast vöktu þau lög sem þegar hafa fengið spilun á öldum ljósvakans mesta lukku. Áhorfendur voru engu að síður komnir í feiknastuð og vel með á nótunum þegar upphafstónar Glow hófust. Þegar Qween, fyrsti singull plötunnar og lokalag tónleikanna, rann seinna af stað var orkan slík að fáir gátu staðið kyrrir. Hljómsveitarmeðlimir brugðu á leik, létu áhorfendur hoppa til hægri og vinstri, skiptu þeim í tvo hópa og öttu þeim saman í einhvers konar danskeppni þar sem salsatónlist og gamaldags þýskt teknó komu við sögu. Uppklappslögin voru tvö, Velvakandasveinn af Kimbabwe og Senseni af Montana. Gömul og góð. Þegar ég sá krakkana í Retro Stefson spila í fyrsta sinn, á einhverri uppákomu efst á Skólavörðustíg fyrir fimm árum eða svo, þótti mér þau ótrúlega einlæg í tónlistarsköpun sinni. Þrátt fyrir afar metnaðarfullar lagasmíðar á þeim tíma fannst mér þau stundum eiga í erfiðleikum með að láta allt smella, einstaka fölsk nóta eða bít sem kom aðeins of snemma inn. Þá fannst mér það litlu skipta því gleðin og einlægnin sem einkenndi hljómsveitina, í bland við metnaðinn, smitaði allt og alla í kringum hana. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Hljómsveitin er orðin svo ótrúlega þétt og vel spilandi að hrein unun er á að hlusta. Söngur Unnsteins er kapítuli út af fyrir sig. Og sem betur fer býr hljómsveitin enn yfir öllum sömu eiginleikum og á Skólavörðustígnum forðum daga. Með Hermigervil og Sigtrygg sér við hlið small allt eins og flís við rass – tónleikarnir á föstudaginn voru einfaldlega frábærir.
Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið