Upptaka evru krefst sveigjanleika launa 24. september 2012 06:00 Vilhjálmur Egilsson Aðild að myntbandalagi kallar á breytingar á ákvörðunum launa hér á landi. Þetta er mat Seðlabanka Íslands en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins telja bankann vanmeta sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Í nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum er nokkuð fjallað um sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Telur bankinn hann á heildina litið nokkurn og bendir á að raunlaun hafi í gegnum tíðina verið mun sveigjanlegri hér en víðast hvar. Bankinn telur hins vegar að sá sveigjanleiki stafi að stórum hluta af gengisbreytingum og verðbólgu. Nafnlaun sé aftur á móti erfitt að færa niður á við sem bendi til þess að erfitt geti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll, gangi Ísland í myntbandalag. Þá kemur fram í skýrslunni að launakostnaður hér á landi hafi kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuafls. Samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega hafi hins vegar haldist óbreytt þar sem gengi krónunnar hafi lækkað á móti. Sá kostur verður ekki fyrir hendi taki Ísland til að mynda upp evruna og því telur Seðlabankinn upptöku evru kalla á breytingar á ákvörðun nafnlauna. Annars sé hætta á að samkeppnisstaða þjóðarbúsins veikist smám saman sem gæti endað með alvarlegum vanda. Þessu mati Seðlabankans eru forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins ósammála. Þannig telja bæði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að Seðlabankinn vanmeti sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. "Ég held að íslenskur vinnumarkaður geti að óbreyttu mætt þeim áskorunum sem fast gengi felur í sér. Ég minni á að við fórum í gegnum mikla aðlögun á árunum 1992 til 1994 án þess að miklar breytingar hafi orðið á gengi krónunnar," segir Gylfi. Í svipaðan streng tekur Vilhjálmur sem bendir á að eftir bankahrun hafi laun beinlínis verið lækkuð í fjölmörgum fyrirtækjum. "Ég held að það hafi sýnt sig að sveigjanleiki nafnlauna og vinnutíma er mikill. Ég held því að Seðlabankinn vanmeti sveigjanleikann," segir Vilhjálmur. Loks segir Gylfi að vissulega sé geta fyrirtækja til að fara undir umsamin lágmarkslaun takmörkuð. "Þrátt fyrir það hafa fyrirtæki og starfsmenn í flestum geirum alltaf getað náð samkomulagi um aðlögun launa gegn því að halda störfum. Þannig hefur afkoma fyrirtækjanna verið tryggð sem hefur svo skilað sér aftur til starfsmannanna þegar betur árar," segir Gylfi. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Aðild að myntbandalagi kallar á breytingar á ákvörðunum launa hér á landi. Þetta er mat Seðlabanka Íslands en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins telja bankann vanmeta sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Í nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum er nokkuð fjallað um sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Telur bankinn hann á heildina litið nokkurn og bendir á að raunlaun hafi í gegnum tíðina verið mun sveigjanlegri hér en víðast hvar. Bankinn telur hins vegar að sá sveigjanleiki stafi að stórum hluta af gengisbreytingum og verðbólgu. Nafnlaun sé aftur á móti erfitt að færa niður á við sem bendi til þess að erfitt geti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll, gangi Ísland í myntbandalag. Þá kemur fram í skýrslunni að launakostnaður hér á landi hafi kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuafls. Samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega hafi hins vegar haldist óbreytt þar sem gengi krónunnar hafi lækkað á móti. Sá kostur verður ekki fyrir hendi taki Ísland til að mynda upp evruna og því telur Seðlabankinn upptöku evru kalla á breytingar á ákvörðun nafnlauna. Annars sé hætta á að samkeppnisstaða þjóðarbúsins veikist smám saman sem gæti endað með alvarlegum vanda. Þessu mati Seðlabankans eru forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins ósammála. Þannig telja bæði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að Seðlabankinn vanmeti sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. "Ég held að íslenskur vinnumarkaður geti að óbreyttu mætt þeim áskorunum sem fast gengi felur í sér. Ég minni á að við fórum í gegnum mikla aðlögun á árunum 1992 til 1994 án þess að miklar breytingar hafi orðið á gengi krónunnar," segir Gylfi. Í svipaðan streng tekur Vilhjálmur sem bendir á að eftir bankahrun hafi laun beinlínis verið lækkuð í fjölmörgum fyrirtækjum. "Ég held að það hafi sýnt sig að sveigjanleiki nafnlauna og vinnutíma er mikill. Ég held því að Seðlabankinn vanmeti sveigjanleikann," segir Vilhjálmur. Loks segir Gylfi að vissulega sé geta fyrirtækja til að fara undir umsamin lágmarkslaun takmörkuð. "Þrátt fyrir það hafa fyrirtæki og starfsmenn í flestum geirum alltaf getað náð samkomulagi um aðlögun launa gegn því að halda störfum. Þannig hefur afkoma fyrirtækjanna verið tryggð sem hefur svo skilað sér aftur til starfsmannanna þegar betur árar," segir Gylfi. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent