Niðurstaða undir áramót 15. september 2012 07:00 Málið gegn Íslandi verður ekki flutt í húsakynnum EFTA-dómstólsins í Lúxemborg, heldur hér, í þessum sal Viðskiptaráðs Lúxemborgar. Mynd/efta-dómstóllinn Eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum á morgun. Átta manna málflutningsteymi Íslands hélt til Lúxemborgar um helgina. Ekki er búist við dómi fyrr en undir lok árs. Átta manna teymi íslenskra lögspekinga heldur á morgun til Lúxemborgar, þar sem á þriðjudag fer fram málflutningur í Icesave-málinu gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Gert er ráð fyrir að málflutningurinn taki fjóra til fimm tíma – þótt sumum þyki sú áætlun heldur bjartsýn – en að málflutningi loknum er dómurinn hins vegar ekki bundinn neinum tímatakmörkunum og því er ekki gert ráð fyrir að niðurstöðu sé að vænta fyrr en undir áramót. Búist er við að málið veki mikla athygli og eftirtekt, og vegna þess var ákveðið að málflutningurinn færi ekki fram í húsakynnum EFTA-dómstólsins, heldur í rýmri sal sem var tiltækur hjá viðskiptaráði Lúxemborgar. Um hvað er deilt?Í málinu krefst Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið gegn EES-samningnum með því að tryggja ekki að þeir sem áttu fé á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi gætu gengið að 20.000 króna lágmarkstryggingu sinni eftir hrun bankans. Krafan er annars vegar reist á því sjónarmiði að aðildarríkjum EES-samningsins beri, samkvæmt tilskipun þar um, skylda til að vera með innistæðutryggingarkerfi sem virkar þegar á reynir – og ræður þar með við að dekka lágmarksinnistæður á öllum reikningum sem undir kerfið heyra. Einnig kemur til skoðunar sjónarmið um mismunum innistæðueigenda eftir ríkisfangi – enda hafi þeir sem áttu peninga í íslenskum bönkum fengið allt greitt en þeir í Bretlandi og Hollandi ekkert. Hvað ef við töpum?Rétt er að árétta að dómurinn mun enga afstöðu taka til fjárhagslegra krafna, heldur einungis hvort um brot er að ræða. Tapi Ísland málinu mun það þannig ekki leiða til beinnar greiðsluskyldu fyrir íslenska ríkið, en hins vegar er hugsanlegt að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni höfði í kjölfarið skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu. Ef Ísland vinnur málið er því lokið. Ef Ísland tapar því verður því hins vegar sennilega beint til ríkisins að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að nokkuð af þessu tagi endurtaki sig. Hverjir eru aðilar málsins?ESA er stefnandinn í málinu en auk þess hefur Evrópusambandið (ESB) stefnt sér til svokallaðrar meðalgöngu og tekið undir kröfur og röksemdir ESA. Þar sem ESB er orðið aðili að málinu gefst öllum aðildarríkjum EFTA og jafnframt ESB tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri fyrir dómnum. Fjögur ríki hafa nýtt sér þennan möguleika: Noregur og Liechtenstein, hin ríkin sem aðild eiga að EES-samningnum, hafa tekið undir með Íslandi og mótmælt því að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfinu, en Bretland og Holland lýsa yfir stuðningi við kröfur ESA. Fulltrúar allra fjögurra ríkjanna hafa boðað komu sína í réttarhöldin á þriðjudag og munu þar fá stuttan tíma til að lýsa sjónarmiðum sínum. Athygli vekur hins vegar að ekkert ríkjanna fjögurra hefur í greinargerðum sínum vegna málsins tæpt nokkuð á mismununarþættinum – á honum virðast þau ekki hafa skoðun, eða þora ekki að viðra hana, hvorki Norðmenn og Liechtensteinar, né Bretar og Hollendingar. Tengdar fréttir Norski dómarinn vék vegna vanhæfis Fulltrúi Noregs í EFTA-dómstólnum, Per Christiansen, lýsti sig vanhæfan til að dæma í málinu og vék sæti. Ástæða var ekki gefin upp formlega en talið er næsta víst að vanhæfið helgist af grein sem hann skrifaði á sínum tíma í norska blaðið Aftenposten og fjallaði um Icesave-málið. Sæti Christansens tekur varamaður hans, Ola Melstad, sem er prófessor við Evrópuréttardeild Óslóarháskóla. 15. september 2012 07:15 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum á morgun. Átta manna málflutningsteymi Íslands hélt til Lúxemborgar um helgina. Ekki er búist við dómi fyrr en undir lok árs. Átta manna teymi íslenskra lögspekinga heldur á morgun til Lúxemborgar, þar sem á þriðjudag fer fram málflutningur í Icesave-málinu gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Gert er ráð fyrir að málflutningurinn taki fjóra til fimm tíma – þótt sumum þyki sú áætlun heldur bjartsýn – en að málflutningi loknum er dómurinn hins vegar ekki bundinn neinum tímatakmörkunum og því er ekki gert ráð fyrir að niðurstöðu sé að vænta fyrr en undir áramót. Búist er við að málið veki mikla athygli og eftirtekt, og vegna þess var ákveðið að málflutningurinn færi ekki fram í húsakynnum EFTA-dómstólsins, heldur í rýmri sal sem var tiltækur hjá viðskiptaráði Lúxemborgar. Um hvað er deilt?Í málinu krefst Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið gegn EES-samningnum með því að tryggja ekki að þeir sem áttu fé á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi gætu gengið að 20.000 króna lágmarkstryggingu sinni eftir hrun bankans. Krafan er annars vegar reist á því sjónarmiði að aðildarríkjum EES-samningsins beri, samkvæmt tilskipun þar um, skylda til að vera með innistæðutryggingarkerfi sem virkar þegar á reynir – og ræður þar með við að dekka lágmarksinnistæður á öllum reikningum sem undir kerfið heyra. Einnig kemur til skoðunar sjónarmið um mismunum innistæðueigenda eftir ríkisfangi – enda hafi þeir sem áttu peninga í íslenskum bönkum fengið allt greitt en þeir í Bretlandi og Hollandi ekkert. Hvað ef við töpum?Rétt er að árétta að dómurinn mun enga afstöðu taka til fjárhagslegra krafna, heldur einungis hvort um brot er að ræða. Tapi Ísland málinu mun það þannig ekki leiða til beinnar greiðsluskyldu fyrir íslenska ríkið, en hins vegar er hugsanlegt að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni höfði í kjölfarið skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu. Ef Ísland vinnur málið er því lokið. Ef Ísland tapar því verður því hins vegar sennilega beint til ríkisins að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að nokkuð af þessu tagi endurtaki sig. Hverjir eru aðilar málsins?ESA er stefnandinn í málinu en auk þess hefur Evrópusambandið (ESB) stefnt sér til svokallaðrar meðalgöngu og tekið undir kröfur og röksemdir ESA. Þar sem ESB er orðið aðili að málinu gefst öllum aðildarríkjum EFTA og jafnframt ESB tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri fyrir dómnum. Fjögur ríki hafa nýtt sér þennan möguleika: Noregur og Liechtenstein, hin ríkin sem aðild eiga að EES-samningnum, hafa tekið undir með Íslandi og mótmælt því að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfinu, en Bretland og Holland lýsa yfir stuðningi við kröfur ESA. Fulltrúar allra fjögurra ríkjanna hafa boðað komu sína í réttarhöldin á þriðjudag og munu þar fá stuttan tíma til að lýsa sjónarmiðum sínum. Athygli vekur hins vegar að ekkert ríkjanna fjögurra hefur í greinargerðum sínum vegna málsins tæpt nokkuð á mismununarþættinum – á honum virðast þau ekki hafa skoðun, eða þora ekki að viðra hana, hvorki Norðmenn og Liechtensteinar, né Bretar og Hollendingar.
Tengdar fréttir Norski dómarinn vék vegna vanhæfis Fulltrúi Noregs í EFTA-dómstólnum, Per Christiansen, lýsti sig vanhæfan til að dæma í málinu og vék sæti. Ástæða var ekki gefin upp formlega en talið er næsta víst að vanhæfið helgist af grein sem hann skrifaði á sínum tíma í norska blaðið Aftenposten og fjallaði um Icesave-málið. Sæti Christansens tekur varamaður hans, Ola Melstad, sem er prófessor við Evrópuréttardeild Óslóarháskóla. 15. september 2012 07:15 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Norski dómarinn vék vegna vanhæfis Fulltrúi Noregs í EFTA-dómstólnum, Per Christiansen, lýsti sig vanhæfan til að dæma í málinu og vék sæti. Ástæða var ekki gefin upp formlega en talið er næsta víst að vanhæfið helgist af grein sem hann skrifaði á sínum tíma í norska blaðið Aftenposten og fjallaði um Icesave-málið. Sæti Christansens tekur varamaður hans, Ola Melstad, sem er prófessor við Evrópuréttardeild Óslóarháskóla. 15. september 2012 07:15