Lítil athugasemd Pétur Gunnarsson skrifar 5. september 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 3. sept. sl. vakti athygli mína lítil klausa. Tilefnið var undirskrift gegn því að öræfi Íslands væru seld útlendingum, en greinarhöfundur setur síðan atburðinn í óvænt samhengi við undirskriftasöfnun sextíumenninganna frá 1964 þar sem hvatt var til takmörkunar á útsendingum hersjónvarpsins sem þá var við lýði. Við þetta er ýmislegt að athuga og þá helst þetta: Um áratugaskeið var bandarísk herstöð á Íslandi sem klauf þjóðina í fylkingar með og móti, sennilega jafn stórar um það bil sem téð undirskriftasöfnun átti sér stað. Þegar hér var komið sögu hafði herstöðin, auk þess að verja landið fyrir utanaðkomandi árás, tekið að sér að sjónvarpa afþreyingarefni eins langt og stöðin dró, þ.e. um suðvestanvert landið. Á þeim tíma var ekkert sjónvarp á Íslandi þannig að áhrifamesti fjölmiðill samtímans var í höndum erlendrar herstöðvar, umdeildrar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Af því leiddi að jafnvel stuðningsmönnum hersetunnar ofbauð, sumum hverjum, og lögðu því nafn sitt við listann. Að gefa í skyn að sú undirskriftasöfnun hafi á einhvern hátt misst marks af því nú geti landsmenn náð fjölda erlendra stöðva í tækin sín er varla samboðið Kolbeini Óttarssyni Proppé. Eða hvað? Pétur Gunnarssonrithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 3. sept. sl. vakti athygli mína lítil klausa. Tilefnið var undirskrift gegn því að öræfi Íslands væru seld útlendingum, en greinarhöfundur setur síðan atburðinn í óvænt samhengi við undirskriftasöfnun sextíumenninganna frá 1964 þar sem hvatt var til takmörkunar á útsendingum hersjónvarpsins sem þá var við lýði. Við þetta er ýmislegt að athuga og þá helst þetta: Um áratugaskeið var bandarísk herstöð á Íslandi sem klauf þjóðina í fylkingar með og móti, sennilega jafn stórar um það bil sem téð undirskriftasöfnun átti sér stað. Þegar hér var komið sögu hafði herstöðin, auk þess að verja landið fyrir utanaðkomandi árás, tekið að sér að sjónvarpa afþreyingarefni eins langt og stöðin dró, þ.e. um suðvestanvert landið. Á þeim tíma var ekkert sjónvarp á Íslandi þannig að áhrifamesti fjölmiðill samtímans var í höndum erlendrar herstöðvar, umdeildrar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Af því leiddi að jafnvel stuðningsmönnum hersetunnar ofbauð, sumum hverjum, og lögðu því nafn sitt við listann. Að gefa í skyn að sú undirskriftasöfnun hafi á einhvern hátt misst marks af því nú geti landsmenn náð fjölda erlendra stöðva í tækin sín er varla samboðið Kolbeini Óttarssyni Proppé. Eða hvað? Pétur Gunnarssonrithöfundur
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar