Aðildarviðræður – endatafl Björgvin G. Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2012 06:00 Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða. Vissulega bundu margir vonir við að viðræðum yrði að fullu lokið fyrir þingkosningar vorið 2013. Ljóst er að svo verður ekki en allar útlínur stóru kaflanna munu samt án efa liggja fyrir. Það er afstaðan í sjávarútvegsmálum, landbúnaði og peningamálum. Auðvitað skiptir það ekki meginmáli nákvæmlega hve marga mánuði aðildarviðræður taka heldur hver niðurstaða þeirra er. Óhemjumiklir hagsmunir eru undir. Þeir mestu í seinni tíma sögu lýðveldisins. Enda samið um að því er virðist eina raunhæfa möguleikann á því að koma upp traustri og stöðugri umgjörð gjaldeyrismála þjóðarinnar frá því afleita fyrirkomulagi sem við búum við nú og hefur kostað þjóðina gríðarlega mikið. Um leið skiptir það meginmáli að ná góðum samningum hvað varðar auðlindanýtingu, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Án þess að takist að verja stöðu landbúnaðarins og finna leiðir til að sækja fram á nýjum sviðum í skjóli landnýtingarstyrkja í stað framleiðslutengds stuðnings er ólíklegt að þjóðin samþykki aðildina. Nú er endatafl aðildarviðræðnanna hafið. Sest er að samningum á mikilvægustu og þyngstu köflunum. Því er einkar mikilvægt að samninganefndin fái frið til þess að ljúka þeim störfum, enda hagsmunirnir af því að ná góðum samningi fyrir íslenska almannahagsmuni ómældir. Því eru upphlaup og efasemdir um bakland viðræðnanna einkar skaðlegar nú þegar mest á reynir á lokasprettinum. Gefum fólkinu frið til þess að ljúka störfum sínum. Umsókn Alþingis um aðild landsins að ESB stendur enda óhögguð. Þá er þess skemmst að minnast að Alþingi hafnaði tillögu á þinginu fyrr á þessu ári að slíta viðræðum. Þar var umboð samninganefndarinnar endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Í júlí árið 2009 var samþykkt að sækja um aðild með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Stjórnarflokkarnir höfðu einir og sér ekki atkvæðaafl til þess að samþykkja aðildarumsókn. Til þess voru of margir þingmenn VG á móti því. Málið hafði hins vegar breiðari stuðning sem betur fer enda á ekki að troða þetta mikilvæga mál niður í skotgröfum flokkastjórnmálanna. Til þess er það allt of mikilvægt. Stærstu álitaefnin í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta afnámi tollverndarinnar og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Hvort við berum gæfu til að yfirgefa það meingallaða fyrirkomulag sem EES er með því að gerast aðilar að ESB kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þá ræður þjóðin því sjálf hvort við köstum af okkur krónuhlekkjunum með því að taka upp umgjörð peningamála sem skýtur traustum stoðum undir íslenskt samfélag og varnar þar með komandi kynslóðum frá kollsteypum og gengisfellingum fortíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða. Vissulega bundu margir vonir við að viðræðum yrði að fullu lokið fyrir þingkosningar vorið 2013. Ljóst er að svo verður ekki en allar útlínur stóru kaflanna munu samt án efa liggja fyrir. Það er afstaðan í sjávarútvegsmálum, landbúnaði og peningamálum. Auðvitað skiptir það ekki meginmáli nákvæmlega hve marga mánuði aðildarviðræður taka heldur hver niðurstaða þeirra er. Óhemjumiklir hagsmunir eru undir. Þeir mestu í seinni tíma sögu lýðveldisins. Enda samið um að því er virðist eina raunhæfa möguleikann á því að koma upp traustri og stöðugri umgjörð gjaldeyrismála þjóðarinnar frá því afleita fyrirkomulagi sem við búum við nú og hefur kostað þjóðina gríðarlega mikið. Um leið skiptir það meginmáli að ná góðum samningum hvað varðar auðlindanýtingu, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Án þess að takist að verja stöðu landbúnaðarins og finna leiðir til að sækja fram á nýjum sviðum í skjóli landnýtingarstyrkja í stað framleiðslutengds stuðnings er ólíklegt að þjóðin samþykki aðildina. Nú er endatafl aðildarviðræðnanna hafið. Sest er að samningum á mikilvægustu og þyngstu köflunum. Því er einkar mikilvægt að samninganefndin fái frið til þess að ljúka þeim störfum, enda hagsmunirnir af því að ná góðum samningi fyrir íslenska almannahagsmuni ómældir. Því eru upphlaup og efasemdir um bakland viðræðnanna einkar skaðlegar nú þegar mest á reynir á lokasprettinum. Gefum fólkinu frið til þess að ljúka störfum sínum. Umsókn Alþingis um aðild landsins að ESB stendur enda óhögguð. Þá er þess skemmst að minnast að Alþingi hafnaði tillögu á þinginu fyrr á þessu ári að slíta viðræðum. Þar var umboð samninganefndarinnar endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Í júlí árið 2009 var samþykkt að sækja um aðild með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Stjórnarflokkarnir höfðu einir og sér ekki atkvæðaafl til þess að samþykkja aðildarumsókn. Til þess voru of margir þingmenn VG á móti því. Málið hafði hins vegar breiðari stuðning sem betur fer enda á ekki að troða þetta mikilvæga mál niður í skotgröfum flokkastjórnmálanna. Til þess er það allt of mikilvægt. Stærstu álitaefnin í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta afnámi tollverndarinnar og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Hvort við berum gæfu til að yfirgefa það meingallaða fyrirkomulag sem EES er með því að gerast aðilar að ESB kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þá ræður þjóðin því sjálf hvort við köstum af okkur krónuhlekkjunum með því að taka upp umgjörð peningamála sem skýtur traustum stoðum undir íslenskt samfélag og varnar þar með komandi kynslóðum frá kollsteypum og gengisfellingum fortíðar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar