Notendamiðað velferðarkerfi Tryggvi Gíslason skrifar 23. júlí 2012 09:30 Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar er einn af grunnsteinum samfélagsins. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við breyttar aðstæður: breytingar á búsetu, breytta atvinnuhætti, breytt mataræði – og andspænis þeirri dýru en dýrmætu staðreynd að fólk lifir lengur. Nýir sjúkdómar hafa komið fram vegna breyttra samskipta og breyttra viðhorfa og breyttra lifnaðarhátta. Mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum er því knýjandi nauðsyn þar sem tillit er tekið til breyttra þarfa og breyttra viðhorfa undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Hollvinasamtök líkardeilda undirbúa því ráðstefnu í Reykjavík 24. september um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Með því er átt við kerfi mótað í samráði við sjúka og aldraðra og aðstandendur þeirra á ábyrgð alþingismanna en ekki mótað af forstöðumönnum spítala og starfsfólki Heilbrigðis- og velferðarráðuneytisins. Gerð er krafa um að Alþingi móti heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar með tilliti til þarfa notenda á grundvelli samráðs við sjúka og aldraða og aðstandendur þeirra. Fyrirmynd notendamiðaðrar heilbrigðisþjónustu er áætlun Norðmanna sem nefnd er Samhandlingsreformen og byggð er á lögum frá 2011. Er áætlunin í samræmi við nýja stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Samhandlingsreformen tók gildi í upphafi þessa árs og er ætlað að taka tillit til þarfa sjúklinga á öllum stigum. Lögð er áhersla á forvarnir fremur en „lagfæringar“, hjálp strax en ekki þegar allt er komið í eindaga, aukið samstarf stofnana innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu nær fólkinu, samstarf sérhæfðrar þjónustu, fleiri verkefni til sveitarfélaga. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á bætta þjónustu við sjúklinga með því að auka áhrif sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra: „bedre for pasientene - sterkere brukermedvirkning“, eins og þetta heitir á norsku. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum um heilbrigðis- og velferðarmál, stéttarfélögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana, heilsugæslustöðva og sveitarfélaga svo og alþingismönnum og ráðherrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar er einn af grunnsteinum samfélagsins. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við breyttar aðstæður: breytingar á búsetu, breytta atvinnuhætti, breytt mataræði – og andspænis þeirri dýru en dýrmætu staðreynd að fólk lifir lengur. Nýir sjúkdómar hafa komið fram vegna breyttra samskipta og breyttra viðhorfa og breyttra lifnaðarhátta. Mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum er því knýjandi nauðsyn þar sem tillit er tekið til breyttra þarfa og breyttra viðhorfa undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Hollvinasamtök líkardeilda undirbúa því ráðstefnu í Reykjavík 24. september um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Með því er átt við kerfi mótað í samráði við sjúka og aldraðra og aðstandendur þeirra á ábyrgð alþingismanna en ekki mótað af forstöðumönnum spítala og starfsfólki Heilbrigðis- og velferðarráðuneytisins. Gerð er krafa um að Alþingi móti heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar með tilliti til þarfa notenda á grundvelli samráðs við sjúka og aldraða og aðstandendur þeirra. Fyrirmynd notendamiðaðrar heilbrigðisþjónustu er áætlun Norðmanna sem nefnd er Samhandlingsreformen og byggð er á lögum frá 2011. Er áætlunin í samræmi við nýja stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Samhandlingsreformen tók gildi í upphafi þessa árs og er ætlað að taka tillit til þarfa sjúklinga á öllum stigum. Lögð er áhersla á forvarnir fremur en „lagfæringar“, hjálp strax en ekki þegar allt er komið í eindaga, aukið samstarf stofnana innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu nær fólkinu, samstarf sérhæfðrar þjónustu, fleiri verkefni til sveitarfélaga. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á bætta þjónustu við sjúklinga með því að auka áhrif sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra: „bedre for pasientene - sterkere brukermedvirkning“, eins og þetta heitir á norsku. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum um heilbrigðis- og velferðarmál, stéttarfélögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana, heilsugæslustöðva og sveitarfélaga svo og alþingismönnum og ráðherrum.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun