Ingólfstorg – Kvosin Páll Hjaltason skrifar 2. júlí 2012 10:15 Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun