Rangfærslum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs svarað Helgi Teitur Helgason skrifar 7. júní 2012 06:00 Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur bæði í viðtali við vefritið Smuguna 1. júní og Fréttablaðið 4. júní rangtúlkað stöðu á íbúðalánamarkaði með þeim hætti að ekki er hægt að láta því ósvarað. Á Smugunni er eftir honum haft að bankar „lokki fólk í gildru" með lágum breytilegum vöxtum og að lánveitingar með óverðtryggðum vöxtum og stuttri bindingu séu óábyrgar og til þess fallnar að koma viðskiptavinum í vandræði. Bestu viðskiptavinirnir séu „pikkaðir" í viðskipti með skuldbindingu til langs tíma og að því er virðist á þeim forsendum að viðskiptavinirnir viti sjálfir ekki hvað þeir séu að gera, um leið og hann gengur út frá hækkun vaxta til framtíðar. Hann er, með öðrum orðum, að saka aðra á íbúðalánamarkaði um að beita blekkingum. Í Fréttablaðinu kveður við svipaðan tón, lántakendur eru varaðir við óverðtryggðum lánum og þeir sagðir grandalausir um áhrif þeirra. Þar er gagnrýnin klædd í umbúðir sem sýna eiga sérstaka umhyggju Íbúðalánasjóðs í garð neytenda. Við þetta er margt að athuga. 1. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána hjá bönkum eru bundnir til þriggja eða fimm ára og liggur það þ.a.l. fyrir hvernig greiðslubyrði lánanna verður í þann tíma. Að binditíma vaxtanna loknum, getur viðskiptavinurinn sjálfur ákveðið framhaldið. Hann getur valið að binda lánið áfram til sama tíma á föstum óverðtryggðum vöxtum, breytt tíma bindingarinnar telji hann það betra, eða þá ákveðið að skipta í verðtryggt lán. Slíkar breytingar kosta hann ekkert. Áhætta viðskiptavina er þannig fyrirsjáanleg að því marki sem hún hreinlega getur verið það. 2. Óverðtryggðir vextir endurspegla verðbólgu í landinu. Meginreglan er því sú að þeir hækka þegar verðbólga hækkar og öfugt. Þetta er öllum ljóst og enginn heldur öðru fram. Neytendur eiga þess nú kost með þessum nýju íbúðalánum að bregðast við því þegar bindingunni lýkur, öfugt við það sem forsvarsmaður Íbúðalánasjóðs virðist telja. 3. Það vekur einnig undrun hvernig framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs getur talað fyrir hag neytenda þegar hann býður sjálfur eingöngu verðtryggð lán með mun hærri vöxtum en bankar gera. Landsbankinn býður nú verðtryggð lán til íbúðakaupa með 3,75% vöxtum. Íbúðalánasjóður býður lægst 4,20%. Þetta þýðir með öðrum orðum að jafnvel þó svo að viðskiptavinir Landsbankans myndu ekki sætta sig við óverðtryggða vexti eftir að bindingu þeirra lyki eftir þrjú eða fimm ár, þá gætu þeir fengið mun betri verðtryggð kjör í bankanum sínum en hjá Íbúðalánasjóði – og það er ekkert uppgreiðslugjald hjá Landsbankanum ólíkt því sem er hjá Íbúðalánasjóði. 4. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs ætlar sjálfur að bjóða óverðtryggð lán sem tæplega verða á betri kjörum en þegar bjóðast. Þau verða fjármögnuð með sértryggðum skuldabréfum, nákvæmlega eins og bankar gera eða hyggjast gera. Þessi skoðun framkvæmdastjórans á óverðtryggðum íbúðalánum vekur því undrun, því varla býður maður það með annarri hendinni sem maður ráðleggur fólki frá með hinni. Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir. Að auki hefur hann enga burði til að takast á við skuldavanda lántakenda sinna og þvælist fyrir í hvert sinn sem reynt er að hrinda í framkvæmd aðgerðum á því sviðinu. Í stað þess að bretta upp ermar kýs svo framkvæmdastjóri hans að koma fram með órökstuddar dylgjur um skaðsemi tiltekinna lánategunda fyrir viðskiptavini, sem allar miða að því sem viðskiptavinir kalla eftir – að eiga val. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur bæði í viðtali við vefritið Smuguna 1. júní og Fréttablaðið 4. júní rangtúlkað stöðu á íbúðalánamarkaði með þeim hætti að ekki er hægt að láta því ósvarað. Á Smugunni er eftir honum haft að bankar „lokki fólk í gildru" með lágum breytilegum vöxtum og að lánveitingar með óverðtryggðum vöxtum og stuttri bindingu séu óábyrgar og til þess fallnar að koma viðskiptavinum í vandræði. Bestu viðskiptavinirnir séu „pikkaðir" í viðskipti með skuldbindingu til langs tíma og að því er virðist á þeim forsendum að viðskiptavinirnir viti sjálfir ekki hvað þeir séu að gera, um leið og hann gengur út frá hækkun vaxta til framtíðar. Hann er, með öðrum orðum, að saka aðra á íbúðalánamarkaði um að beita blekkingum. Í Fréttablaðinu kveður við svipaðan tón, lántakendur eru varaðir við óverðtryggðum lánum og þeir sagðir grandalausir um áhrif þeirra. Þar er gagnrýnin klædd í umbúðir sem sýna eiga sérstaka umhyggju Íbúðalánasjóðs í garð neytenda. Við þetta er margt að athuga. 1. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána hjá bönkum eru bundnir til þriggja eða fimm ára og liggur það þ.a.l. fyrir hvernig greiðslubyrði lánanna verður í þann tíma. Að binditíma vaxtanna loknum, getur viðskiptavinurinn sjálfur ákveðið framhaldið. Hann getur valið að binda lánið áfram til sama tíma á föstum óverðtryggðum vöxtum, breytt tíma bindingarinnar telji hann það betra, eða þá ákveðið að skipta í verðtryggt lán. Slíkar breytingar kosta hann ekkert. Áhætta viðskiptavina er þannig fyrirsjáanleg að því marki sem hún hreinlega getur verið það. 2. Óverðtryggðir vextir endurspegla verðbólgu í landinu. Meginreglan er því sú að þeir hækka þegar verðbólga hækkar og öfugt. Þetta er öllum ljóst og enginn heldur öðru fram. Neytendur eiga þess nú kost með þessum nýju íbúðalánum að bregðast við því þegar bindingunni lýkur, öfugt við það sem forsvarsmaður Íbúðalánasjóðs virðist telja. 3. Það vekur einnig undrun hvernig framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs getur talað fyrir hag neytenda þegar hann býður sjálfur eingöngu verðtryggð lán með mun hærri vöxtum en bankar gera. Landsbankinn býður nú verðtryggð lán til íbúðakaupa með 3,75% vöxtum. Íbúðalánasjóður býður lægst 4,20%. Þetta þýðir með öðrum orðum að jafnvel þó svo að viðskiptavinir Landsbankans myndu ekki sætta sig við óverðtryggða vexti eftir að bindingu þeirra lyki eftir þrjú eða fimm ár, þá gætu þeir fengið mun betri verðtryggð kjör í bankanum sínum en hjá Íbúðalánasjóði – og það er ekkert uppgreiðslugjald hjá Landsbankanum ólíkt því sem er hjá Íbúðalánasjóði. 4. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs ætlar sjálfur að bjóða óverðtryggð lán sem tæplega verða á betri kjörum en þegar bjóðast. Þau verða fjármögnuð með sértryggðum skuldabréfum, nákvæmlega eins og bankar gera eða hyggjast gera. Þessi skoðun framkvæmdastjórans á óverðtryggðum íbúðalánum vekur því undrun, því varla býður maður það með annarri hendinni sem maður ráðleggur fólki frá með hinni. Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir. Að auki hefur hann enga burði til að takast á við skuldavanda lántakenda sinna og þvælist fyrir í hvert sinn sem reynt er að hrinda í framkvæmd aðgerðum á því sviðinu. Í stað þess að bretta upp ermar kýs svo framkvæmdastjóri hans að koma fram með órökstuddar dylgjur um skaðsemi tiltekinna lánategunda fyrir viðskiptavini, sem allar miða að því sem viðskiptavinir kalla eftir – að eiga val.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar