Rangfærslum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs svarað Helgi Teitur Helgason skrifar 7. júní 2012 06:00 Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur bæði í viðtali við vefritið Smuguna 1. júní og Fréttablaðið 4. júní rangtúlkað stöðu á íbúðalánamarkaði með þeim hætti að ekki er hægt að láta því ósvarað. Á Smugunni er eftir honum haft að bankar „lokki fólk í gildru" með lágum breytilegum vöxtum og að lánveitingar með óverðtryggðum vöxtum og stuttri bindingu séu óábyrgar og til þess fallnar að koma viðskiptavinum í vandræði. Bestu viðskiptavinirnir séu „pikkaðir" í viðskipti með skuldbindingu til langs tíma og að því er virðist á þeim forsendum að viðskiptavinirnir viti sjálfir ekki hvað þeir séu að gera, um leið og hann gengur út frá hækkun vaxta til framtíðar. Hann er, með öðrum orðum, að saka aðra á íbúðalánamarkaði um að beita blekkingum. Í Fréttablaðinu kveður við svipaðan tón, lántakendur eru varaðir við óverðtryggðum lánum og þeir sagðir grandalausir um áhrif þeirra. Þar er gagnrýnin klædd í umbúðir sem sýna eiga sérstaka umhyggju Íbúðalánasjóðs í garð neytenda. Við þetta er margt að athuga. 1. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána hjá bönkum eru bundnir til þriggja eða fimm ára og liggur það þ.a.l. fyrir hvernig greiðslubyrði lánanna verður í þann tíma. Að binditíma vaxtanna loknum, getur viðskiptavinurinn sjálfur ákveðið framhaldið. Hann getur valið að binda lánið áfram til sama tíma á föstum óverðtryggðum vöxtum, breytt tíma bindingarinnar telji hann það betra, eða þá ákveðið að skipta í verðtryggt lán. Slíkar breytingar kosta hann ekkert. Áhætta viðskiptavina er þannig fyrirsjáanleg að því marki sem hún hreinlega getur verið það. 2. Óverðtryggðir vextir endurspegla verðbólgu í landinu. Meginreglan er því sú að þeir hækka þegar verðbólga hækkar og öfugt. Þetta er öllum ljóst og enginn heldur öðru fram. Neytendur eiga þess nú kost með þessum nýju íbúðalánum að bregðast við því þegar bindingunni lýkur, öfugt við það sem forsvarsmaður Íbúðalánasjóðs virðist telja. 3. Það vekur einnig undrun hvernig framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs getur talað fyrir hag neytenda þegar hann býður sjálfur eingöngu verðtryggð lán með mun hærri vöxtum en bankar gera. Landsbankinn býður nú verðtryggð lán til íbúðakaupa með 3,75% vöxtum. Íbúðalánasjóður býður lægst 4,20%. Þetta þýðir með öðrum orðum að jafnvel þó svo að viðskiptavinir Landsbankans myndu ekki sætta sig við óverðtryggða vexti eftir að bindingu þeirra lyki eftir þrjú eða fimm ár, þá gætu þeir fengið mun betri verðtryggð kjör í bankanum sínum en hjá Íbúðalánasjóði – og það er ekkert uppgreiðslugjald hjá Landsbankanum ólíkt því sem er hjá Íbúðalánasjóði. 4. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs ætlar sjálfur að bjóða óverðtryggð lán sem tæplega verða á betri kjörum en þegar bjóðast. Þau verða fjármögnuð með sértryggðum skuldabréfum, nákvæmlega eins og bankar gera eða hyggjast gera. Þessi skoðun framkvæmdastjórans á óverðtryggðum íbúðalánum vekur því undrun, því varla býður maður það með annarri hendinni sem maður ráðleggur fólki frá með hinni. Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir. Að auki hefur hann enga burði til að takast á við skuldavanda lántakenda sinna og þvælist fyrir í hvert sinn sem reynt er að hrinda í framkvæmd aðgerðum á því sviðinu. Í stað þess að bretta upp ermar kýs svo framkvæmdastjóri hans að koma fram með órökstuddar dylgjur um skaðsemi tiltekinna lánategunda fyrir viðskiptavini, sem allar miða að því sem viðskiptavinir kalla eftir – að eiga val. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur bæði í viðtali við vefritið Smuguna 1. júní og Fréttablaðið 4. júní rangtúlkað stöðu á íbúðalánamarkaði með þeim hætti að ekki er hægt að láta því ósvarað. Á Smugunni er eftir honum haft að bankar „lokki fólk í gildru" með lágum breytilegum vöxtum og að lánveitingar með óverðtryggðum vöxtum og stuttri bindingu séu óábyrgar og til þess fallnar að koma viðskiptavinum í vandræði. Bestu viðskiptavinirnir séu „pikkaðir" í viðskipti með skuldbindingu til langs tíma og að því er virðist á þeim forsendum að viðskiptavinirnir viti sjálfir ekki hvað þeir séu að gera, um leið og hann gengur út frá hækkun vaxta til framtíðar. Hann er, með öðrum orðum, að saka aðra á íbúðalánamarkaði um að beita blekkingum. Í Fréttablaðinu kveður við svipaðan tón, lántakendur eru varaðir við óverðtryggðum lánum og þeir sagðir grandalausir um áhrif þeirra. Þar er gagnrýnin klædd í umbúðir sem sýna eiga sérstaka umhyggju Íbúðalánasjóðs í garð neytenda. Við þetta er margt að athuga. 1. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána hjá bönkum eru bundnir til þriggja eða fimm ára og liggur það þ.a.l. fyrir hvernig greiðslubyrði lánanna verður í þann tíma. Að binditíma vaxtanna loknum, getur viðskiptavinurinn sjálfur ákveðið framhaldið. Hann getur valið að binda lánið áfram til sama tíma á föstum óverðtryggðum vöxtum, breytt tíma bindingarinnar telji hann það betra, eða þá ákveðið að skipta í verðtryggt lán. Slíkar breytingar kosta hann ekkert. Áhætta viðskiptavina er þannig fyrirsjáanleg að því marki sem hún hreinlega getur verið það. 2. Óverðtryggðir vextir endurspegla verðbólgu í landinu. Meginreglan er því sú að þeir hækka þegar verðbólga hækkar og öfugt. Þetta er öllum ljóst og enginn heldur öðru fram. Neytendur eiga þess nú kost með þessum nýju íbúðalánum að bregðast við því þegar bindingunni lýkur, öfugt við það sem forsvarsmaður Íbúðalánasjóðs virðist telja. 3. Það vekur einnig undrun hvernig framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs getur talað fyrir hag neytenda þegar hann býður sjálfur eingöngu verðtryggð lán með mun hærri vöxtum en bankar gera. Landsbankinn býður nú verðtryggð lán til íbúðakaupa með 3,75% vöxtum. Íbúðalánasjóður býður lægst 4,20%. Þetta þýðir með öðrum orðum að jafnvel þó svo að viðskiptavinir Landsbankans myndu ekki sætta sig við óverðtryggða vexti eftir að bindingu þeirra lyki eftir þrjú eða fimm ár, þá gætu þeir fengið mun betri verðtryggð kjör í bankanum sínum en hjá Íbúðalánasjóði – og það er ekkert uppgreiðslugjald hjá Landsbankanum ólíkt því sem er hjá Íbúðalánasjóði. 4. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs ætlar sjálfur að bjóða óverðtryggð lán sem tæplega verða á betri kjörum en þegar bjóðast. Þau verða fjármögnuð með sértryggðum skuldabréfum, nákvæmlega eins og bankar gera eða hyggjast gera. Þessi skoðun framkvæmdastjórans á óverðtryggðum íbúðalánum vekur því undrun, því varla býður maður það með annarri hendinni sem maður ráðleggur fólki frá með hinni. Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir. Að auki hefur hann enga burði til að takast á við skuldavanda lántakenda sinna og þvælist fyrir í hvert sinn sem reynt er að hrinda í framkvæmd aðgerðum á því sviðinu. Í stað þess að bretta upp ermar kýs svo framkvæmdastjóri hans að koma fram með órökstuddar dylgjur um skaðsemi tiltekinna lánategunda fyrir viðskiptavini, sem allar miða að því sem viðskiptavinir kalla eftir – að eiga val.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar