Hvað getur þú gert í þágu umhverfisins? Úrsúla Jünemann skrifar 4. júní 2012 09:30 Nú er að byrja fallegur árstími. Vorið er á næsta leiti, farfuglar koma í hópum til landsins og söngur garðfugla fyllir loftið. Fyrstu grænu stráin stinga sér í gegnum jarðveginn og trén eru að springa út. Krókusar eru búnir að blómstra og páskaliljurnar og túlípanar sýna sitt fegursta. Því miður er ekki alltaf fallegt að líta í kringum sig þegar farið er í gönguferð. Rusl og drasl er víða að sjá og sýnir að við á þessu skeri sem auglýsum landið okkar sem hreint og óspillt erum frekar á byrjunarreit hvað umhverfisvitund snertir. Mjög jákvætt er að það séu átök í gangi að virkja íbúa til að hugsa um nánasta umhverfi sitt. Ekki gera ekki neitt! Ég man ekki í hvaða auglýsingu þetta slagorð var notað. En við getum haft þetta í huga þegar það kemur að umhverfisvernd. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum og samantalið mun það hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar sem jarðarbúar. Hér eru nokkur atriði sem hver og einn gæti bætt sig í: Fylgjumst með því sem er gerast á okkar landi. Verum gagnrýnin á það sem okkar ráðamenn vilja gera. Athugum í hvað skattpeningarnir fara: Eru það auknar gatnaframkvæmdir eða eru það ráðstafanir sem munu efla vistvænar samgöngur? Viljum við að náttúruperlunum okkar verði fórnað í brjálæðislegar virkjunarframkvæmdir sem munu skapa atvinnu í stuttan tíma? En hvað svo? Við ættum að vita betur eftir að við lentum í Kárahnjúkaævintýrinu sem varð okkur dýrt og er það enn. Hver og einn getur látið í sér heyra og haft áhrif þannig. Verum gagnrýnin á áróður hagsmunahópa sem vilja græða mikið á stuttum tíma. Góðir hlutir gerast yfirleitt hægt. Viljum við til dæmis að okkar lífeyrissparnaður fari í áhættusamar framkvæmdir eins og Hverahlíðarvirkjun eða sæstreng? Kaupum umhverfisvænt: Veljum frekar vörur sem eru merktar alþjóðlegum umhverfismerkjum, t. d. svaninum. Forðumst að kaupa vörur í miklum og óþörfum umbúðum. Notum margnota innkaupapoka í staðinn fyrir plastpoka, Íslendingar eiga örugglega met í notkun einnota plasts í Evrópu. Minnkum notkun á vörum sem eru búnar að ferðast um hálfan hnöttinn og kaupum frekar árstíðarbundið, t.d. jarðarber þegar þau eru til úr innlendri ræktun. Verum góð fyrirmynd fyrir börnin okkar: Kennum þeim að henda ekki rusli frá sér hvar sem er. En pössum okkur sjálf á því að: Ganga vel frá ruslatunnunum svo að ekki fjúki upp úr þeim. „Gleyma“ ekki hundaskítspokunum á leiðinni. Taka til eftir áramótaflugeldana okkar. Ganga tryggilega frá byggingarefninu og festa það niður, það vita jú allir að það getur komið hvassviðri. Stinga smárusli frekar í vasann, við vitum jú að sumum líður illa þannig að þeim finnst gaman að sparka botninn úr ruslílátunum. Minnkum bílanotkun: Gott er að plana daginn og hvaða ferðir eru nauðsynlegar. Oft er hægt að tengja erindin saman. Forðumst óþarft skutl og kennum börnunum frekar að nota strætó, reiðhjól eða bara fæturna, kennum þeim einnig að klæða sig eftir veðri. Tökum nagladekk tímanlega af bílunum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Íhugum hvort yfir höfuð sé nauðsynlegt að nota nagladekk og hvaða aðrir kostir eru í boði. Byrjum að flokka ruslið: Margt endurnýtanlegt efni fer í urðun og þetta er bæði sóun á verðmætum og kostnaðarsamt. Jarðvegurinn tekur ekki endalaust við, alveg eins og sjórinn og andrúmsloftið. Það mætti til dæmis byrja að safna dagblöðum / fernunum í sérílát og flöskum / dósum í annað. Það er ekki mikill aukakrókur að keyra þetta reglulega í endurvinnslustöðvarnar. Þegar maður er kominn á lag með þetta er hægt að bæta við söfnun á gleri, plastumbúðum og jafnvel fleiru. Og athugum hvort alltaf sé nauðsynlegt að kaupa nýtt. Oft má nota hlutina lengur heldur en margir gera í dag. Þetta kemur sér líka vel fyrir budduna. Berum virðingu fyrir því að við eigum nóg af góðu vatni og að okkur skortir ekki mat né orku. Við eigum frábært land og þurfum ekki á rányrkju að halda. Öll getum við lagt eitthvað af mörkum. Margt smátt gerir eitt stórt. Í staðinn fyrir einhver stór átök einu sinni á ári getur maður reynt að breyta lífsstílnum smávegis í þágu umhverfis og betri framtíð fyrir börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú er að byrja fallegur árstími. Vorið er á næsta leiti, farfuglar koma í hópum til landsins og söngur garðfugla fyllir loftið. Fyrstu grænu stráin stinga sér í gegnum jarðveginn og trén eru að springa út. Krókusar eru búnir að blómstra og páskaliljurnar og túlípanar sýna sitt fegursta. Því miður er ekki alltaf fallegt að líta í kringum sig þegar farið er í gönguferð. Rusl og drasl er víða að sjá og sýnir að við á þessu skeri sem auglýsum landið okkar sem hreint og óspillt erum frekar á byrjunarreit hvað umhverfisvitund snertir. Mjög jákvætt er að það séu átök í gangi að virkja íbúa til að hugsa um nánasta umhverfi sitt. Ekki gera ekki neitt! Ég man ekki í hvaða auglýsingu þetta slagorð var notað. En við getum haft þetta í huga þegar það kemur að umhverfisvernd. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum og samantalið mun það hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar sem jarðarbúar. Hér eru nokkur atriði sem hver og einn gæti bætt sig í: Fylgjumst með því sem er gerast á okkar landi. Verum gagnrýnin á það sem okkar ráðamenn vilja gera. Athugum í hvað skattpeningarnir fara: Eru það auknar gatnaframkvæmdir eða eru það ráðstafanir sem munu efla vistvænar samgöngur? Viljum við að náttúruperlunum okkar verði fórnað í brjálæðislegar virkjunarframkvæmdir sem munu skapa atvinnu í stuttan tíma? En hvað svo? Við ættum að vita betur eftir að við lentum í Kárahnjúkaævintýrinu sem varð okkur dýrt og er það enn. Hver og einn getur látið í sér heyra og haft áhrif þannig. Verum gagnrýnin á áróður hagsmunahópa sem vilja græða mikið á stuttum tíma. Góðir hlutir gerast yfirleitt hægt. Viljum við til dæmis að okkar lífeyrissparnaður fari í áhættusamar framkvæmdir eins og Hverahlíðarvirkjun eða sæstreng? Kaupum umhverfisvænt: Veljum frekar vörur sem eru merktar alþjóðlegum umhverfismerkjum, t. d. svaninum. Forðumst að kaupa vörur í miklum og óþörfum umbúðum. Notum margnota innkaupapoka í staðinn fyrir plastpoka, Íslendingar eiga örugglega met í notkun einnota plasts í Evrópu. Minnkum notkun á vörum sem eru búnar að ferðast um hálfan hnöttinn og kaupum frekar árstíðarbundið, t.d. jarðarber þegar þau eru til úr innlendri ræktun. Verum góð fyrirmynd fyrir börnin okkar: Kennum þeim að henda ekki rusli frá sér hvar sem er. En pössum okkur sjálf á því að: Ganga vel frá ruslatunnunum svo að ekki fjúki upp úr þeim. „Gleyma“ ekki hundaskítspokunum á leiðinni. Taka til eftir áramótaflugeldana okkar. Ganga tryggilega frá byggingarefninu og festa það niður, það vita jú allir að það getur komið hvassviðri. Stinga smárusli frekar í vasann, við vitum jú að sumum líður illa þannig að þeim finnst gaman að sparka botninn úr ruslílátunum. Minnkum bílanotkun: Gott er að plana daginn og hvaða ferðir eru nauðsynlegar. Oft er hægt að tengja erindin saman. Forðumst óþarft skutl og kennum börnunum frekar að nota strætó, reiðhjól eða bara fæturna, kennum þeim einnig að klæða sig eftir veðri. Tökum nagladekk tímanlega af bílunum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Íhugum hvort yfir höfuð sé nauðsynlegt að nota nagladekk og hvaða aðrir kostir eru í boði. Byrjum að flokka ruslið: Margt endurnýtanlegt efni fer í urðun og þetta er bæði sóun á verðmætum og kostnaðarsamt. Jarðvegurinn tekur ekki endalaust við, alveg eins og sjórinn og andrúmsloftið. Það mætti til dæmis byrja að safna dagblöðum / fernunum í sérílát og flöskum / dósum í annað. Það er ekki mikill aukakrókur að keyra þetta reglulega í endurvinnslustöðvarnar. Þegar maður er kominn á lag með þetta er hægt að bæta við söfnun á gleri, plastumbúðum og jafnvel fleiru. Og athugum hvort alltaf sé nauðsynlegt að kaupa nýtt. Oft má nota hlutina lengur heldur en margir gera í dag. Þetta kemur sér líka vel fyrir budduna. Berum virðingu fyrir því að við eigum nóg af góðu vatni og að okkur skortir ekki mat né orku. Við eigum frábært land og þurfum ekki á rányrkju að halda. Öll getum við lagt eitthvað af mörkum. Margt smátt gerir eitt stórt. Í staðinn fyrir einhver stór átök einu sinni á ári getur maður reynt að breyta lífsstílnum smávegis í þágu umhverfis og betri framtíð fyrir börnin okkar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar