Þórsarar eru engir venjulegir nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Darrin Govens hefur skorað 27,7 stig í leik og hitt úr 60 prósentum af þriggja stiga skotum sínum (12 af 20) í þremur fyrstu leikjum einvígisins á móti KR. Mynd/Valli Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann fyrsta leikinn en Þórsliðið hefur unnið tvo síðustu leikina örugglega. Með því urðu lærisveinarnir hans Benedikts Guðmundssonar fyrstu nýliðarnir í sögu úrslitakeppni karla til þess að vinna tvo leiki í röð í úrslitakeppni. Þeir voru einnig fyrstir til þess að vinna leik í undanúrslitum síðan úrslitakeppnin varð að átta liða keppni árið 1994 en auk þess að vera nýliðar þá er þetta einnig í fyrsta sinn frá upphafi sem Þórsarar eiga lið í úrslitakeppninni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsliðsins, var reyndar nálægt því að afreka þetta með Fjölni fyrir sjö árum. Fjölnir vann þá oddaleik á móti Skallagrími í átta liða úrslitunum en tapaði síðan í framlengingu á móti Snæfelli í fyrsta leik í undanúrslitum. Nú er Benedikt á góðri leið með að slá út sína gömlu lærisveina í KR. Tapi KR-ingar í kvöld eru þeir komnir í sumarfrí en þeir yrðu þá fjórðu Íslandsmeistararnir í röð sem detta út úr undanúrslitunum árið eftir. Íslandsmeistarar hafa ekki komist í lokaúrslitin árið eftir síðan Njarðvíkingar gerðu það 2007 en síðastir til að verja Íslandsmeisaratitilinn voru Keflvíkingar þegar þeir unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. Sigurleikir nýliða og næsti leikur á eftir:Mynd/ValliÍA Undanúrslit 1994 91-80 sigur á Grindavík í framlenginu í leik tvö Næsti: 77-94 tap fyrir Grindavík í oddaleikBreiðablik 8 liða úrslit 2002 73-70 sigur á Njarðvík í leik tvö Næsti: 92-99 tap fyrir Njarðvík í oddaleikFjölnir 8 liða úrslit 2005 76-74 sigur á Skallagrími í leik eitt Næsti: 81-93 tap fyrir Skallagrími í leik tvöSkallagrímur 8 liða úrslit 2005 93-81 sigur á Fjölni í leik tvö Næsti: 70-72 tap fyrir Fjölni í oddaleikFjölnir 8 liða úrslit 2005 72-70 sigur á Skallagrími í oddaleik Næsti: 101-103 tap fyrir Snæfelli í framlengdum leik eitt í undanúrslitumHaukar 8 liða úrslit 2011 77-67 sigur á Snæfelli í leik tvö Næsti: 73-87 tap fyrir Snæfelli í oddaleikÞór Þorlákshöfn 8 liða úrslit 2012 82-77 sigur á Snæfelli í leik eitt Næsti: 84-94 tap fyrir Snæfelli í leik tvöÞór Þorlákshöfn 8 liða úrslit 2012 72-65 sigur á Snæfelli í oddaleik Næsti: 79-82 tap fyrir KR í leik eitt í undanúrslitumÞór Þorlákshöfn Undanúrslit 2012 94-76 sigur á KR í leik tvö Næsti: 100-86 sigur á KR í leik þrjú Dominos-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann fyrsta leikinn en Þórsliðið hefur unnið tvo síðustu leikina örugglega. Með því urðu lærisveinarnir hans Benedikts Guðmundssonar fyrstu nýliðarnir í sögu úrslitakeppni karla til þess að vinna tvo leiki í röð í úrslitakeppni. Þeir voru einnig fyrstir til þess að vinna leik í undanúrslitum síðan úrslitakeppnin varð að átta liða keppni árið 1994 en auk þess að vera nýliðar þá er þetta einnig í fyrsta sinn frá upphafi sem Þórsarar eiga lið í úrslitakeppninni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsliðsins, var reyndar nálægt því að afreka þetta með Fjölni fyrir sjö árum. Fjölnir vann þá oddaleik á móti Skallagrími í átta liða úrslitunum en tapaði síðan í framlengingu á móti Snæfelli í fyrsta leik í undanúrslitum. Nú er Benedikt á góðri leið með að slá út sína gömlu lærisveina í KR. Tapi KR-ingar í kvöld eru þeir komnir í sumarfrí en þeir yrðu þá fjórðu Íslandsmeistararnir í röð sem detta út úr undanúrslitunum árið eftir. Íslandsmeistarar hafa ekki komist í lokaúrslitin árið eftir síðan Njarðvíkingar gerðu það 2007 en síðastir til að verja Íslandsmeisaratitilinn voru Keflvíkingar þegar þeir unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. Sigurleikir nýliða og næsti leikur á eftir:Mynd/ValliÍA Undanúrslit 1994 91-80 sigur á Grindavík í framlenginu í leik tvö Næsti: 77-94 tap fyrir Grindavík í oddaleikBreiðablik 8 liða úrslit 2002 73-70 sigur á Njarðvík í leik tvö Næsti: 92-99 tap fyrir Njarðvík í oddaleikFjölnir 8 liða úrslit 2005 76-74 sigur á Skallagrími í leik eitt Næsti: 81-93 tap fyrir Skallagrími í leik tvöSkallagrímur 8 liða úrslit 2005 93-81 sigur á Fjölni í leik tvö Næsti: 70-72 tap fyrir Fjölni í oddaleikFjölnir 8 liða úrslit 2005 72-70 sigur á Skallagrími í oddaleik Næsti: 101-103 tap fyrir Snæfelli í framlengdum leik eitt í undanúrslitumHaukar 8 liða úrslit 2011 77-67 sigur á Snæfelli í leik tvö Næsti: 73-87 tap fyrir Snæfelli í oddaleikÞór Þorlákshöfn 8 liða úrslit 2012 82-77 sigur á Snæfelli í leik eitt Næsti: 84-94 tap fyrir Snæfelli í leik tvöÞór Þorlákshöfn 8 liða úrslit 2012 72-65 sigur á Snæfelli í oddaleik Næsti: 79-82 tap fyrir KR í leik eitt í undanúrslitumÞór Þorlákshöfn Undanúrslit 2012 94-76 sigur á KR í leik tvö Næsti: 100-86 sigur á KR í leik þrjú
Dominos-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira