Niðurgreidd ferðaþjónusta Steinar Berg skrifar 12. apríl 2012 06:00 Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 17. janúar sl. var samþykkt að ráðstafa 4.895.000 kr. til reksturs tjaldsvæðis bæjarins árið 2012. Á tjaldsvæðinu er boðið upp á frítt aðgengi að rafmagni og frítt aðgengi að þvottavél og þurrkara. Í stað eðlilegrar verðlagningar fyrir þessa aðstöðu og þjónustu hefur bæjarstjórnarfólk á Akranesi og fjölmörgum öðrum sveitafélögum ákveðið að niðurgreiða þjónustu tjaldsvæðis bæjarins. Tillagan var samþykkt 9:0. Á heimasíðu Útilegukortsins eru talin upp á fimmta tug stéttarfélaga og spurt: Er þitt félag að niðurgreiða Útilegukortið? Á heimasíðunni eru líka talin upp 44 tjaldsvæði þar sem Útilegukortið gildir. Langflest þessara tjaldsvæða eru á vegum sveitafélaga sem niðurgreiða reksturinn. Þarna er ekki að finna nokkur helstu tjaldsvæði landsins sem af metnaði hafa byggt upp aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn undanfarin ár og þurfa að fá fyrir það eðlilegt endurgjald. Útilegukortið er selt til Íslendinga og þá helst í gegnum stéttarfélög sem niðurgreiða kaupin fyrir félagsmenn. Útilegukortið er einnig selt til útlendinga. Kaupendur eru m.a. erlendir ferðaskipuleggjendur sem koma með marga hópa húsbílafólks hvert sumar og fara hringinn í kringum landið. Þessir aðilar kaupa t.d. 20 kort og nota fyrir hópinn. Að afloknum hring um landið er hópnum skilað í Norrænu og næsti hópur kemur og tekur yfir notkun kortanna; og svo hring eftir hring, næsti og næsti. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og tiltölulega ung og enn eru margir þættir hennar að mótast. Það er t.d. ekki langt síðan sveitarfélög komu að rekstri gistiheimila og hótela með niðurgreiðslum á sömu forsendum og vafalaust eru notaðar til þess að réttlæta niðurgreiðslur á rekstri tjaldsvæðanna. Áframhaldandi vöxtur og uppbygging ferðaþjónustunnar hlýtur að byggjast á samvinnu margra aðila sem allir þurfa að hafa skýrt hlutverk og framtíðarsýn. Þannig þurfa sveitarfélög að einblína á grunnþætti s.s. aðlaðandi umgjörð og aðstæður sem dregur að ferðafólk og skapa þannig grundvöll fyrir heilbrigðan rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Í þeim tilfellum þar sem tjaldsvæði eru fyrir hlýtur að vera eðlilegra að bjóða reksturinn út heldur en að niðurgreiða hann úr sameiginlegum sjóðum. Það hlýtur að vera uppbyggilegra að þessi rekstur lúti þeim almennu samkeppnis- og rekstrarforsendum sem gilda en niðurgreiðslum bæjarfélagsins. Forystumenn stéttarfélaga hafa það að atvinnu að vera talsmenn sanngirni og varða veginn til framtíðar. Báðir aðilar, sveitarfélagsfólk og forystufólk stéttarfélaga, fara með vald til þess að ráðstafa úr sameiginlegum sjóðum og vilja vafalaust gera það af ábyrgð og fagmennsku. Langtímasjónarmið hljóta að vega þyngra en skammtímasjónarmið. Með því að stéttarfélög greiði hluta kaupverðs Útilegukortsins, eru þau í raun að millifæra úr sjóðum sínum til milliliðar sem hagnast af sölu niðurgreiddrar vöru. Áhrif niðurgeiðslnanna virka sem inngrip inn í viðkvæman rekstur þeirra ferðaþjónustuaðila sem eru að þróa og byggja upp rekstur sinn. Getur það verið að þessir aðilar deili með sér þeirri hugsjón að allur rekstur tjaldsvæða á Íslandi eigi að vera niðurgreiddur? Ég beini því til forystufólks stéttarfélaga og sveitastjórnarfólks að það hugsi sinn gang upp á nýtt og geri inngrip af þessu tagi ekki að sjálfvirkum þætti starfs síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 17. janúar sl. var samþykkt að ráðstafa 4.895.000 kr. til reksturs tjaldsvæðis bæjarins árið 2012. Á tjaldsvæðinu er boðið upp á frítt aðgengi að rafmagni og frítt aðgengi að þvottavél og þurrkara. Í stað eðlilegrar verðlagningar fyrir þessa aðstöðu og þjónustu hefur bæjarstjórnarfólk á Akranesi og fjölmörgum öðrum sveitafélögum ákveðið að niðurgreiða þjónustu tjaldsvæðis bæjarins. Tillagan var samþykkt 9:0. Á heimasíðu Útilegukortsins eru talin upp á fimmta tug stéttarfélaga og spurt: Er þitt félag að niðurgreiða Útilegukortið? Á heimasíðunni eru líka talin upp 44 tjaldsvæði þar sem Útilegukortið gildir. Langflest þessara tjaldsvæða eru á vegum sveitafélaga sem niðurgreiða reksturinn. Þarna er ekki að finna nokkur helstu tjaldsvæði landsins sem af metnaði hafa byggt upp aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn undanfarin ár og þurfa að fá fyrir það eðlilegt endurgjald. Útilegukortið er selt til Íslendinga og þá helst í gegnum stéttarfélög sem niðurgreiða kaupin fyrir félagsmenn. Útilegukortið er einnig selt til útlendinga. Kaupendur eru m.a. erlendir ferðaskipuleggjendur sem koma með marga hópa húsbílafólks hvert sumar og fara hringinn í kringum landið. Þessir aðilar kaupa t.d. 20 kort og nota fyrir hópinn. Að afloknum hring um landið er hópnum skilað í Norrænu og næsti hópur kemur og tekur yfir notkun kortanna; og svo hring eftir hring, næsti og næsti. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og tiltölulega ung og enn eru margir þættir hennar að mótast. Það er t.d. ekki langt síðan sveitarfélög komu að rekstri gistiheimila og hótela með niðurgreiðslum á sömu forsendum og vafalaust eru notaðar til þess að réttlæta niðurgreiðslur á rekstri tjaldsvæðanna. Áframhaldandi vöxtur og uppbygging ferðaþjónustunnar hlýtur að byggjast á samvinnu margra aðila sem allir þurfa að hafa skýrt hlutverk og framtíðarsýn. Þannig þurfa sveitarfélög að einblína á grunnþætti s.s. aðlaðandi umgjörð og aðstæður sem dregur að ferðafólk og skapa þannig grundvöll fyrir heilbrigðan rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Í þeim tilfellum þar sem tjaldsvæði eru fyrir hlýtur að vera eðlilegra að bjóða reksturinn út heldur en að niðurgreiða hann úr sameiginlegum sjóðum. Það hlýtur að vera uppbyggilegra að þessi rekstur lúti þeim almennu samkeppnis- og rekstrarforsendum sem gilda en niðurgreiðslum bæjarfélagsins. Forystumenn stéttarfélaga hafa það að atvinnu að vera talsmenn sanngirni og varða veginn til framtíðar. Báðir aðilar, sveitarfélagsfólk og forystufólk stéttarfélaga, fara með vald til þess að ráðstafa úr sameiginlegum sjóðum og vilja vafalaust gera það af ábyrgð og fagmennsku. Langtímasjónarmið hljóta að vega þyngra en skammtímasjónarmið. Með því að stéttarfélög greiði hluta kaupverðs Útilegukortsins, eru þau í raun að millifæra úr sjóðum sínum til milliliðar sem hagnast af sölu niðurgreiddrar vöru. Áhrif niðurgeiðslnanna virka sem inngrip inn í viðkvæman rekstur þeirra ferðaþjónustuaðila sem eru að þróa og byggja upp rekstur sinn. Getur það verið að þessir aðilar deili með sér þeirri hugsjón að allur rekstur tjaldsvæða á Íslandi eigi að vera niðurgreiddur? Ég beini því til forystufólks stéttarfélaga og sveitastjórnarfólks að það hugsi sinn gang upp á nýtt og geri inngrip af þessu tagi ekki að sjálfvirkum þætti starfs síns.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun