Happdrætti? Ásbjörn Ólafsson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Það er gott að styðja verðug málefni og rekstur happdrætta er góð leið fyrir góðgerðarfélög að afla sér tekna. Þannig er t.d. happdrætti SÍBS hornsteinn framkvæmda á Reykjalundi og undirstaða þess að hægt er að sinna fjölmörgum öryrkjum og veita þeim atvinnu við hæfi. Það sama gildir um flest önnur happdrætti. Þau eru mikilvægur þáttur í rekstri félaganna. Til að fólk hafi áhuga á að kaupa happdrættismiða eru vinningar sem auka líkur á að fólk kaupi miða ef þeir eru spennandi. Ég vil halda því fram að kominn sé tími á að endurskoða vinningaskrár stærstu happdrættanna. Stærstu vinningarnir hjá Blindrafélaginu, Gigtarfélaginu, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Húsnæðisfélagi SEM, Styrktarfélagi vangefinna og Sjálfsbjörg eru allt bílar og það sama gildir um DAS þó að þann vinning megi að vísu einnig leysa út sem pening. Það er einungis í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra sem fyrsti vinningur er ekki bíll, en það er 3D sjónvarp að verðmæti 1,1 milljón. Fyrstu tveir vinningarnir í síðasta happdrætti Bandalags íslenska skáta á árinu 1995 voru einnig bílar en happdrættismiðarnir voru að vísu einungis sendir til bíleigenda og markmiðið var að stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni. Vinningarnir í stóru vöruhappdrættunum sem koma þar á eftir eru fleiri bílar, inneign á bíla, ferðavinningar, sjónvörp og tölvur. Minnstu vinningarnir eru vöruúttektir. Ekki mjög lýðheilsuvænir vinningar nema e.t.v. ferðavinningarnir (ef þeir eru ekki nýttir í óhófleg sólböð) og myndavél sem var í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra. Eitt happdrættið býður meira að segja upp á bensínúttektir. Hver vill ekki eignast nýjan bíl mætti spyrja sig. En er bíll góður happdrættisvinningur? Samkvæmt FÍB kostar rekstur 2,7 milljóna króna bíls sem ekið er 15 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 lítrum á hundraðið tæplega 1,1 milljón á ári og hafði þá hækkað um 7,87% á milli ára. Hvernig væri nú að fara að breyta vinningaskránni?! Nýtt hjól kostar tæplega 100 þúsund kall og 9 mánaða kort í strætó 42.500. Það gæti líka verið árskort í sund eða líkamsræktarstöðvar eða einhvers konar gjafabréf á þjónustu, t.d. hárgreiðslu eða nudd og fjölga frekar vinningunum! Það eru ljón í veginum. Þannig stendur í lögum um happdrætti DAS: „Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, skammstafað D.A.S., er heimilt að reka flokkahappdrætti um bifreiðir, bifhjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús og einstakar íbúðir, húsbúnað, hljóðfæri, búpening, flugvélar og farmiða til ferðalaga, svo og símahappdrætti um bifreiðir og húsbúnað“. Það er bundið í lög hvað vinningaskráin megi innihalda, jafn furðulegt og það nú er. Lög eru samt ekkert lögmál. Þeim þarf bara að breyta ef þau eru úrelt. Fyrst ég er á annað borð að fjalla um happdrætti vil ég líka fækka tölunum i lottóinu. Í dag eru dregnar 5 kúlur af 40 og að jafnaði þarf að spila í um 12 þúsund ár til fá 5 tölur réttar. Ef við fækkuðum tölunum í 31 tæki það ekki nema 3.300 ár og ef við drægjum bara 4 tölur af 31 tæki það einungis 600 ár. Hættum þessari ofuráherslu á ofurvinninga. Leyfum fleiri að vinna í happdrætti. Við græðum öll á því, líka góðgerðarfélögin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gott að styðja verðug málefni og rekstur happdrætta er góð leið fyrir góðgerðarfélög að afla sér tekna. Þannig er t.d. happdrætti SÍBS hornsteinn framkvæmda á Reykjalundi og undirstaða þess að hægt er að sinna fjölmörgum öryrkjum og veita þeim atvinnu við hæfi. Það sama gildir um flest önnur happdrætti. Þau eru mikilvægur þáttur í rekstri félaganna. Til að fólk hafi áhuga á að kaupa happdrættismiða eru vinningar sem auka líkur á að fólk kaupi miða ef þeir eru spennandi. Ég vil halda því fram að kominn sé tími á að endurskoða vinningaskrár stærstu happdrættanna. Stærstu vinningarnir hjá Blindrafélaginu, Gigtarfélaginu, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Húsnæðisfélagi SEM, Styrktarfélagi vangefinna og Sjálfsbjörg eru allt bílar og það sama gildir um DAS þó að þann vinning megi að vísu einnig leysa út sem pening. Það er einungis í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra sem fyrsti vinningur er ekki bíll, en það er 3D sjónvarp að verðmæti 1,1 milljón. Fyrstu tveir vinningarnir í síðasta happdrætti Bandalags íslenska skáta á árinu 1995 voru einnig bílar en happdrættismiðarnir voru að vísu einungis sendir til bíleigenda og markmiðið var að stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni. Vinningarnir í stóru vöruhappdrættunum sem koma þar á eftir eru fleiri bílar, inneign á bíla, ferðavinningar, sjónvörp og tölvur. Minnstu vinningarnir eru vöruúttektir. Ekki mjög lýðheilsuvænir vinningar nema e.t.v. ferðavinningarnir (ef þeir eru ekki nýttir í óhófleg sólböð) og myndavél sem var í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra. Eitt happdrættið býður meira að segja upp á bensínúttektir. Hver vill ekki eignast nýjan bíl mætti spyrja sig. En er bíll góður happdrættisvinningur? Samkvæmt FÍB kostar rekstur 2,7 milljóna króna bíls sem ekið er 15 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 lítrum á hundraðið tæplega 1,1 milljón á ári og hafði þá hækkað um 7,87% á milli ára. Hvernig væri nú að fara að breyta vinningaskránni?! Nýtt hjól kostar tæplega 100 þúsund kall og 9 mánaða kort í strætó 42.500. Það gæti líka verið árskort í sund eða líkamsræktarstöðvar eða einhvers konar gjafabréf á þjónustu, t.d. hárgreiðslu eða nudd og fjölga frekar vinningunum! Það eru ljón í veginum. Þannig stendur í lögum um happdrætti DAS: „Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, skammstafað D.A.S., er heimilt að reka flokkahappdrætti um bifreiðir, bifhjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús og einstakar íbúðir, húsbúnað, hljóðfæri, búpening, flugvélar og farmiða til ferðalaga, svo og símahappdrætti um bifreiðir og húsbúnað“. Það er bundið í lög hvað vinningaskráin megi innihalda, jafn furðulegt og það nú er. Lög eru samt ekkert lögmál. Þeim þarf bara að breyta ef þau eru úrelt. Fyrst ég er á annað borð að fjalla um happdrætti vil ég líka fækka tölunum i lottóinu. Í dag eru dregnar 5 kúlur af 40 og að jafnaði þarf að spila í um 12 þúsund ár til fá 5 tölur réttar. Ef við fækkuðum tölunum í 31 tæki það ekki nema 3.300 ár og ef við drægjum bara 4 tölur af 31 tæki það einungis 600 ár. Hættum þessari ofuráherslu á ofurvinninga. Leyfum fleiri að vinna í happdrætti. Við græðum öll á því, líka góðgerðarfélögin.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar