Réttur maður í verkið Trausti Júlíusson skrifar 10. mars 2012 13:00 Wrecking Ball. Bruce Springsteen. Wrecking Ball. Bruce Springsteen. Wrecking Ball er sautjánda plata Bruce Springsteen. Hún er ekki gerð með hljómsveitinni hans E-Street Band, heldur koma fjölmargir hljóðfæraleikarar við sögu, bæði meðlimir í E-Street bandinu og aðrir, þ.ám. fyrrum Rage Against the Machine-gítarleikarinn Tom Morello sem spilar í tveimur lögum. Upptökum stjórnaði Ron Aniello. Wrecking Ball er þemaplata. Hún fjallar um hrunið árið 2008 og efnahagskreppuna sem fylgdi í kjölfarið. Lögin hafa hvert sitt sjónarhorn á viðfangsefnið; í Shackled and Drawn fá verðbréfabraskarar kaldar kveðjur, í This Depression bendir Bruce á nauðsyn þess að standa saman í þrengingum, í Jack of All Trades, sem er ósvikin ballaða í anda lagsins The River, er söguhetjan búin að missa vinnuna og í Death to My Hometown er vakin athygli á því að þeir sem lögðu bæinn í rúst hafi ekki farið um með sprengjur og riffla, og að þeir séu enn frjálsir ferða sinna… Bruce er reiður og segir hlutina beint út á plötunni, en í titillaginu Wrecking Ball setur hann þessa efnahagskreppu í samhengi við þær fyrri, sem er auðvitað jákvæð afstaða, „Hard Times Go and Hard Times Come“. Tónlistarlega er platan eins og óður til bandarískrar tónlistarsögu. Wrecking Ball hefur kraftmikið og rokkað yfirbragð, en hún er full af tilvísunum í aðrar tónlistarstefnur. Það er írsk þjóðlagatónlist hér, gospel, mexíkósk stemning á einum stað og meira að segja lítill rappkafli. Engar áhyggjur samt, það er ekki Bruce sjálfur sem rappar heldur gospelsöngkonan Michelle Moore. Þrátt fyrir þetta virkar tónlistin aldrei eins og einhver samsuða. Lögin eru öll góð og heildarmyndin er mjög sterk. Tónlistarmenn hafa lítið látið í sér heyra um kreppuna. Einhverjir lýstu yfir stuðningi við Occupy-hreyfinguna, en fáir hafa gert efnahagsástandið að viðfangsefni á plötum sínum. Það er kannski allt í lagi, fæstir þeirra gætu gert það af einhverju viti. Bruce Springsteen er hinsvegar rétti maðurinn í verkið. Wrecking Ball er búin til utan um stóra hugmynd sem gengur fullkomlega upp. Tónlist og textar vinna saman. Að mínu mati besta plata Springsteens allavega síðan Born in the U.S.A. kom út árið 1984. Niðurstaða: Mikilvægasta plata Bruce Springsteen í langan tíma. Mest lesið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið „No Hingris Honly Mandarin“ Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Wrecking Ball. Bruce Springsteen. Wrecking Ball er sautjánda plata Bruce Springsteen. Hún er ekki gerð með hljómsveitinni hans E-Street Band, heldur koma fjölmargir hljóðfæraleikarar við sögu, bæði meðlimir í E-Street bandinu og aðrir, þ.ám. fyrrum Rage Against the Machine-gítarleikarinn Tom Morello sem spilar í tveimur lögum. Upptökum stjórnaði Ron Aniello. Wrecking Ball er þemaplata. Hún fjallar um hrunið árið 2008 og efnahagskreppuna sem fylgdi í kjölfarið. Lögin hafa hvert sitt sjónarhorn á viðfangsefnið; í Shackled and Drawn fá verðbréfabraskarar kaldar kveðjur, í This Depression bendir Bruce á nauðsyn þess að standa saman í þrengingum, í Jack of All Trades, sem er ósvikin ballaða í anda lagsins The River, er söguhetjan búin að missa vinnuna og í Death to My Hometown er vakin athygli á því að þeir sem lögðu bæinn í rúst hafi ekki farið um með sprengjur og riffla, og að þeir séu enn frjálsir ferða sinna… Bruce er reiður og segir hlutina beint út á plötunni, en í titillaginu Wrecking Ball setur hann þessa efnahagskreppu í samhengi við þær fyrri, sem er auðvitað jákvæð afstaða, „Hard Times Go and Hard Times Come“. Tónlistarlega er platan eins og óður til bandarískrar tónlistarsögu. Wrecking Ball hefur kraftmikið og rokkað yfirbragð, en hún er full af tilvísunum í aðrar tónlistarstefnur. Það er írsk þjóðlagatónlist hér, gospel, mexíkósk stemning á einum stað og meira að segja lítill rappkafli. Engar áhyggjur samt, það er ekki Bruce sjálfur sem rappar heldur gospelsöngkonan Michelle Moore. Þrátt fyrir þetta virkar tónlistin aldrei eins og einhver samsuða. Lögin eru öll góð og heildarmyndin er mjög sterk. Tónlistarmenn hafa lítið látið í sér heyra um kreppuna. Einhverjir lýstu yfir stuðningi við Occupy-hreyfinguna, en fáir hafa gert efnahagsástandið að viðfangsefni á plötum sínum. Það er kannski allt í lagi, fæstir þeirra gætu gert það af einhverju viti. Bruce Springsteen er hinsvegar rétti maðurinn í verkið. Wrecking Ball er búin til utan um stóra hugmynd sem gengur fullkomlega upp. Tónlist og textar vinna saman. Að mínu mati besta plata Springsteens allavega síðan Born in the U.S.A. kom út árið 1984. Niðurstaða: Mikilvægasta plata Bruce Springsteen í langan tíma.
Mest lesið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið „No Hingris Honly Mandarin“ Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira