Mannorð mitt var hreint fram að þessu Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Hugleiðing Bjargar Magnúsdóttur, Ein nakin og annarri nauðgað, sem birtist í Fréttablaðinu 28. feb. í tilefni af frétt þess efnis að 16 ára stúlka hefði orðið fyrir hópnauðgun í miðbæ Reykjavíkur að næturþeli minnir okkur enn og aftur á mátt fordómanna og hve mikilvægt er að halda ekki lífinu í þeim heldur uppræta þá. Björg lýsir þeim hugsunum sem flugu gegnum huga hennar er hún heyrði fréttina en þær sneru fyrst og fremst að hegðun og ástandi stúlkunnar. Er lofsvert af henni að gera þær að umfjöllunarefni. Hvað er það sem gerir það að verkum að þolendur kynferðisofbeldis, sérstaklega ungar konur sem verða fyrir því að vera nauðgað „úti á lífinu“, eru oft og tíðum svo harkalega dæmdar? Af hverju skella sumir skuldinni á fórnarlambið og kenna því um að stúlkan hafi verið of drukkin, of dópuð, ein á ferð, allt of seint á ferð, í allt of stuttu pilsi, í netasokkabuxum, sokkabuxnalaus, of mikið máluð, í of flegnum bol, of daðurgjörn o.s.frv. Með öðrum orðum að hún hafi í raun boðið hættunni heim. Vissulega getur fólk fundið sig í aðstæðum sem eru hættulegri en aðrar, en það réttlætir aldrei að hópur karla ógni ungri og hjálparlausri stúlku á almannafæri og brjóti svívirðilega gegn henni. „Af hverju kallaði hún ekki á hjálp? Það hlýtur að hafa verið fullt af fólki í miðbænum?“ spurði einhver í kjölfar fréttarinnar. Sé það rétt að hún hafi ekki kallað á hjálp getur ástæðan verið að hún hafi lamast af hræðslu eða gert sér grein fyrir í þessum skelfilegu aðstæðum að hún átti við ofurefli að etja. Í þessu ljósi tók hún þá skynsamlegu ákvörðun að gera allt sem hún gæti til að takmarka tjónið og ögra ekki þessum hópi manna með hrópum vitandi ekkert um hvort þeir myndu þagga niður í henni með ofbeldi eða hreinlega ganga af henni dauðri. Árið 2011 leituðu 117 konur og einn karlmaður til Neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Þá leituðu 246 konur á móti 32 karlmönnum til Stígamóta árið 2011. Þessar tölur sýna að fjöldi kvenna verður fyrir kynferðisbroti á ári hverju og eru nauðganir þar í stórum hluta. Jafnframt er það þekkt staðreynd að þessar opinberu tölur endurspegla ekki raunveruleikann þar sem miklu fleiri konur verða fyrir kynferðisbrotum árlega en tölur yfir mál hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum gefa til kynna. En af hverju kæra konur ekki kynferðisbrot? Ástæðan er ekki síst skömmin. Meðal annars skömmin yfir að „hafa gerst sekur um það“ sem almenningur fordæmir. Að hafa verið of ölvuð, of mikið máluð, í of stuttu pilsi o.s.frv. Sú var tíðin og ekki er svo ýkja langt síðan að rannsökuð var sérstaklega „kynhegðun“ kvenna sem hafði verið nauðgað. Konur og stúlkur, sem kærðu menn fyrir nauðgun, máttu þola að reknar væru úr þeim garnirnar hjá lögreglu og fyrir dómi, eins og þær væru sjálfar sakborningar, og þær spurðar nákvæmlega út í kynlíf sitt, eins og það skipti máli um alvarleika verknaðarins hvort þolandinn hefði verið búin að missa meydóminn eða hefði sofið hjá og meira að segja sofið hjá fleiri en einum einstaklingi. Kynhegðun gerandans var aftur á móti ekki til rannsóknar, nema hann hefði áður verið kærður eða dæmdur fyrir kynferðisbrot. Sem betur fer hefur margt áunnist í þessum málaflokki síðan spurningar um kynhegðun kvennanna voru í brennidepli. Neyðarmóttöku vegna nauðgunar var komið á fót, sérstök deild innan lögreglunnar fer með rannsókn þessara mála, þau fá flýtimeðferð í kerfinu, löggjafinn hefur rýmkað nauðgunarhugtakið og dómar hafa þyngst svo eitthvað sé nefnt. Yfirskrift þessa pistils er sóttur í frásögn konu sem hafði verið nauðgað og tók þátt í rannsókn á þolendum nauðgunar. Hið dapurlega við þessi orð er að fórnarlambið sjálft, sem hafði ekkert til saka unnið, skyldi láta þessi orð falla, en ekki brotamaðurinn. Skömmin og sektarkenndin sem þolendur nauðgunar upplifa á sér ekki síst rætur í umhverfinu og þeim fordómum sem þar þrífast. Skömmin hefur mörg andlit eins og það að hafa ekki verið rétt klæddur eða hafa ekki brugðist rétt við. Kynferðismök án samþykkis er nauðgun. Nauðgun er ofbeldisverknaður sem varðar fangelsisrefsingu. Þá skulum við ekki gleyma því að hópnauðgunin sem var fréttaefni í lok febrúar er ekki hin dæmigerða nauðgun. Hún var framin af mönnum sem fórnarlambið þekkti ekki. Hin dæmigerða nauðgun er þegar einhver sem þolandinn þekkir, eins og maki, kærasti, vinur eða kunningi, þröngvar fram vilja sínum til kynferðismaka með líkamlegu ofbeldi eða hótun. Tengsl við ofbeldismanninn draga ekki úr alvöru glæpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hugleiðing Bjargar Magnúsdóttur, Ein nakin og annarri nauðgað, sem birtist í Fréttablaðinu 28. feb. í tilefni af frétt þess efnis að 16 ára stúlka hefði orðið fyrir hópnauðgun í miðbæ Reykjavíkur að næturþeli minnir okkur enn og aftur á mátt fordómanna og hve mikilvægt er að halda ekki lífinu í þeim heldur uppræta þá. Björg lýsir þeim hugsunum sem flugu gegnum huga hennar er hún heyrði fréttina en þær sneru fyrst og fremst að hegðun og ástandi stúlkunnar. Er lofsvert af henni að gera þær að umfjöllunarefni. Hvað er það sem gerir það að verkum að þolendur kynferðisofbeldis, sérstaklega ungar konur sem verða fyrir því að vera nauðgað „úti á lífinu“, eru oft og tíðum svo harkalega dæmdar? Af hverju skella sumir skuldinni á fórnarlambið og kenna því um að stúlkan hafi verið of drukkin, of dópuð, ein á ferð, allt of seint á ferð, í allt of stuttu pilsi, í netasokkabuxum, sokkabuxnalaus, of mikið máluð, í of flegnum bol, of daðurgjörn o.s.frv. Með öðrum orðum að hún hafi í raun boðið hættunni heim. Vissulega getur fólk fundið sig í aðstæðum sem eru hættulegri en aðrar, en það réttlætir aldrei að hópur karla ógni ungri og hjálparlausri stúlku á almannafæri og brjóti svívirðilega gegn henni. „Af hverju kallaði hún ekki á hjálp? Það hlýtur að hafa verið fullt af fólki í miðbænum?“ spurði einhver í kjölfar fréttarinnar. Sé það rétt að hún hafi ekki kallað á hjálp getur ástæðan verið að hún hafi lamast af hræðslu eða gert sér grein fyrir í þessum skelfilegu aðstæðum að hún átti við ofurefli að etja. Í þessu ljósi tók hún þá skynsamlegu ákvörðun að gera allt sem hún gæti til að takmarka tjónið og ögra ekki þessum hópi manna með hrópum vitandi ekkert um hvort þeir myndu þagga niður í henni með ofbeldi eða hreinlega ganga af henni dauðri. Árið 2011 leituðu 117 konur og einn karlmaður til Neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Þá leituðu 246 konur á móti 32 karlmönnum til Stígamóta árið 2011. Þessar tölur sýna að fjöldi kvenna verður fyrir kynferðisbroti á ári hverju og eru nauðganir þar í stórum hluta. Jafnframt er það þekkt staðreynd að þessar opinberu tölur endurspegla ekki raunveruleikann þar sem miklu fleiri konur verða fyrir kynferðisbrotum árlega en tölur yfir mál hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum gefa til kynna. En af hverju kæra konur ekki kynferðisbrot? Ástæðan er ekki síst skömmin. Meðal annars skömmin yfir að „hafa gerst sekur um það“ sem almenningur fordæmir. Að hafa verið of ölvuð, of mikið máluð, í of stuttu pilsi o.s.frv. Sú var tíðin og ekki er svo ýkja langt síðan að rannsökuð var sérstaklega „kynhegðun“ kvenna sem hafði verið nauðgað. Konur og stúlkur, sem kærðu menn fyrir nauðgun, máttu þola að reknar væru úr þeim garnirnar hjá lögreglu og fyrir dómi, eins og þær væru sjálfar sakborningar, og þær spurðar nákvæmlega út í kynlíf sitt, eins og það skipti máli um alvarleika verknaðarins hvort þolandinn hefði verið búin að missa meydóminn eða hefði sofið hjá og meira að segja sofið hjá fleiri en einum einstaklingi. Kynhegðun gerandans var aftur á móti ekki til rannsóknar, nema hann hefði áður verið kærður eða dæmdur fyrir kynferðisbrot. Sem betur fer hefur margt áunnist í þessum málaflokki síðan spurningar um kynhegðun kvennanna voru í brennidepli. Neyðarmóttöku vegna nauðgunar var komið á fót, sérstök deild innan lögreglunnar fer með rannsókn þessara mála, þau fá flýtimeðferð í kerfinu, löggjafinn hefur rýmkað nauðgunarhugtakið og dómar hafa þyngst svo eitthvað sé nefnt. Yfirskrift þessa pistils er sóttur í frásögn konu sem hafði verið nauðgað og tók þátt í rannsókn á þolendum nauðgunar. Hið dapurlega við þessi orð er að fórnarlambið sjálft, sem hafði ekkert til saka unnið, skyldi láta þessi orð falla, en ekki brotamaðurinn. Skömmin og sektarkenndin sem þolendur nauðgunar upplifa á sér ekki síst rætur í umhverfinu og þeim fordómum sem þar þrífast. Skömmin hefur mörg andlit eins og það að hafa ekki verið rétt klæddur eða hafa ekki brugðist rétt við. Kynferðismök án samþykkis er nauðgun. Nauðgun er ofbeldisverknaður sem varðar fangelsisrefsingu. Þá skulum við ekki gleyma því að hópnauðgunin sem var fréttaefni í lok febrúar er ekki hin dæmigerða nauðgun. Hún var framin af mönnum sem fórnarlambið þekkti ekki. Hin dæmigerða nauðgun er þegar einhver sem þolandinn þekkir, eins og maki, kærasti, vinur eða kunningi, þröngvar fram vilja sínum til kynferðismaka með líkamlegu ofbeldi eða hótun. Tengsl við ofbeldismanninn draga ekki úr alvöru glæpsins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun