Tólfta lífið Guðrún Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2012 06:00 Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. Hann hafði hringt í hana vorið 2006 til að afla atkvæða fyrir Reykjavíkurlistann í borgarstjórnarkosningum. Mamma sagði mér að eftir að hún hafði útskýrt stjórnmálaskoðanir sínar fyrir þessum manni hefðu þau átt langt spjall saman. Hann hefði verið mjög áhugasamur um hennar hagi. Hún spurði mig síðan hver hann væri, hann hefði sagst heita Hallgrímur Helgason og vera rithöfundur. Þótt móðir mín læsi manna mest af bókmenntum hafði hún ekki lesið bók eftir Hallgrím og þekkti hann því ekki sem höfund. Þegar ég las áður nefnt viðtal í DV rifjaðist þetta símtal upp fyrir mér. Mér fannst samt með ólíkindum að Hallgrímur væri í raun byrjaður á bók þar sem ævi móður minnar væri kveikjan án þess að fjölskylda hennar hefði af því vitað. Ég hafði í framhaldinu samband við hann og fékk þetta staðfest. Ég sagðist þá myndu vilja aðstoða hann ef hann vildi, til að dýpka sýn hans og í þeim tilgangi kom hann á heimili mitt í Borgarnesi í eitt skipti. Okkar samtal var gott og ég skynjaði að merk saga mömmu hefði vakið athygli hans. Ég sagði honum að ég gerði mér grein fyrir því að ég gæti engu ráðið um hvernig sögu hann skrifaði, en vildi hjálpa honum að varpa sem bestu ljósi á persónuleika hennar. Við áttum í framhaldi af þessu nokkur samskipti í tölvupósti en handrit fékk ég ekki í hendur – utan eins af fyrstu köflunum – fyrr en föstudaginn 2. september 2011. Á þeim tímapunkti var bókin hins vegar þegar fullskrifuð og komin í prentun í Þýskalandi þar sem hún kom fyrst út. Eftir því sem liðið hafði á sumarið höfðu áhyggjur mínar vaxið nokkuð því ég hafði ekki hugmynd um efnistökin. Ég treysti Hallgrími hins vegar og reyndi því að vera róleg. Eftir að ég hafði síðan fengið handritið í hendur settist ég strax við lestur, með allmiklum kvíða þó. Eftir nokkra tugi blaðsíðna áttaði ég mig á að þó verkið væri vel skrifað væri það engu að síður mjög grófur texti, en við þetta hlyti nú að vera hægt að lifa. Þegar á leið er hins vegar skemmst frá að segja að ég varð fyrir þungu áfalli. Textinn leiddist yfir í meiri ljótleika en ég hafði nokkurn tíma gert mér grein fyrir, uppáferðir, nauðganir og klám tóku yfir og þannig hélst sagan út bókina. Á þriðjudagskvöldi lauk ég við lesturinn. Eftir andvökunótt skrifaði ég Hallgrími strax og sagði honum að ég gæti ekki búið við þessi skrif – ég gerði mér nú grein fyrir hvernig bók hann hefði verið að semja og bað hann eins og guð mér til hjálpar að breyta því sem hann gæti. Þá var bókin hins vegar svo langt komin í Þýskalandi að ekkert var hægt að gera. Hallgrímur fann til með mér og reyndi að fást við breytingar á íslensku útgáfunni. Þetta virði ég mjög við hann þótt það hafi ekki gengið upp, við mildun textans fannst honum sem kjarninn í verkinu biði skaða af. Hann sýndi hluttekningu sína að lokum í raun með því að setja verkinu sterkan formála og fyrir það á hann þakkir skildar. En á næstu dögum varð ég því að gera mér grein fyrir að barátta mín fyrir frekari verndun minningar móður minnar var vonlaus. Við tók tími svefnlausra nátta og sálarbaráttu og ótal spurninga. Hvernig var þetta hægt? Að skrifa svona texta um látna manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér? Nota einhver æviatriði hennar, nafngreina fólkið hennar, segja sögurnar hennar, en um leið draga minningu hennar inn í grótesku og klám undir merkjum skáldsögunnar? Svör við þessum spurningum fæ ég aldrei. Það skal tekið fram að ég hef ekki reynt Hallgrím Helgason að öðru en drengskap í okkar samskiptum – en hann vissi þó allan tímann að hann var að skrifa verk á þessu plani – og sagði mér aldrei af því, kannski skiljanlega. Ég dæmi hann ekki af reiði, sá einn getur dæmt sem er gallalaus sjálfur. En í huga mínum er djúp hryggð yfir að þetta verk skyldi hafa orðið til. Eru bókmenntir yfir siðferði og réttlæti hafnar? Kannski er það svo og við fjölskylda mín vorum bara óheppin að lenda í þessu. En í mínum huga er ekki siðlega rétt að skrifa svona texta og tengja hann við minningu fólks. Jafnvel þó það sé löglegt. Mín eina huggun síðustu vikur er sú að margir lesenda bókarinnar hafa borið sig eftir raunverulegri ævisögu móður minnar sem var gefin út árið 1983 og heitir Ellefu líf. Fyrir þetta er ég þakklát. Ég veit að Þjóðleikhúsið hefur keypt réttinn að leikgerð Hallgríms á verkinu en vildi óska að önnur leið yrði farin, þ.e. að láta gera leikgerð af Ellefu lífum, þar er næg saga og engin þörf á að bæta neinu við. Af ýmsum ástæðum átti móðir mín erfitt með að sinna börnunum sem hún eignaðist í lífinu. Engu að síður áttum við gott og gefandi samband. Okkur þótti vænt um hana og skynjuðum hennar mögnuðu sögu og persónuleika. Barnabörnin hennar náðu að kynnast henni og eiga hana að vini. Þó var hún rúmliggjandi sjúklingur árin sem þau þekktu hana. Hún átti tryggðavini sem litu til hennar. Hjúkrunarfólkið og læknarnir voru vinir hennar, þar ríkti traust, virðing og skilningur. Þrátt fyrir erfiða ævi bar móðir mín höfuðið hátt og sýndi andlega reisn og mikilfengleika til hinstu stundar. Nú er komin út skáldsaga langt fyrir neðan það plan. Þar á hún neistann en bara brotabrot af söguþræðinum. Þó verkið sé skáldsaga hlýtur það að vera atlaga að minningu hennar sem er dýrmæt fjölskyldu og vinum. Eftir sitja spurningarnar um hið siðferðilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. Hann hafði hringt í hana vorið 2006 til að afla atkvæða fyrir Reykjavíkurlistann í borgarstjórnarkosningum. Mamma sagði mér að eftir að hún hafði útskýrt stjórnmálaskoðanir sínar fyrir þessum manni hefðu þau átt langt spjall saman. Hann hefði verið mjög áhugasamur um hennar hagi. Hún spurði mig síðan hver hann væri, hann hefði sagst heita Hallgrímur Helgason og vera rithöfundur. Þótt móðir mín læsi manna mest af bókmenntum hafði hún ekki lesið bók eftir Hallgrím og þekkti hann því ekki sem höfund. Þegar ég las áður nefnt viðtal í DV rifjaðist þetta símtal upp fyrir mér. Mér fannst samt með ólíkindum að Hallgrímur væri í raun byrjaður á bók þar sem ævi móður minnar væri kveikjan án þess að fjölskylda hennar hefði af því vitað. Ég hafði í framhaldinu samband við hann og fékk þetta staðfest. Ég sagðist þá myndu vilja aðstoða hann ef hann vildi, til að dýpka sýn hans og í þeim tilgangi kom hann á heimili mitt í Borgarnesi í eitt skipti. Okkar samtal var gott og ég skynjaði að merk saga mömmu hefði vakið athygli hans. Ég sagði honum að ég gerði mér grein fyrir því að ég gæti engu ráðið um hvernig sögu hann skrifaði, en vildi hjálpa honum að varpa sem bestu ljósi á persónuleika hennar. Við áttum í framhaldi af þessu nokkur samskipti í tölvupósti en handrit fékk ég ekki í hendur – utan eins af fyrstu köflunum – fyrr en föstudaginn 2. september 2011. Á þeim tímapunkti var bókin hins vegar þegar fullskrifuð og komin í prentun í Þýskalandi þar sem hún kom fyrst út. Eftir því sem liðið hafði á sumarið höfðu áhyggjur mínar vaxið nokkuð því ég hafði ekki hugmynd um efnistökin. Ég treysti Hallgrími hins vegar og reyndi því að vera róleg. Eftir að ég hafði síðan fengið handritið í hendur settist ég strax við lestur, með allmiklum kvíða þó. Eftir nokkra tugi blaðsíðna áttaði ég mig á að þó verkið væri vel skrifað væri það engu að síður mjög grófur texti, en við þetta hlyti nú að vera hægt að lifa. Þegar á leið er hins vegar skemmst frá að segja að ég varð fyrir þungu áfalli. Textinn leiddist yfir í meiri ljótleika en ég hafði nokkurn tíma gert mér grein fyrir, uppáferðir, nauðganir og klám tóku yfir og þannig hélst sagan út bókina. Á þriðjudagskvöldi lauk ég við lesturinn. Eftir andvökunótt skrifaði ég Hallgrími strax og sagði honum að ég gæti ekki búið við þessi skrif – ég gerði mér nú grein fyrir hvernig bók hann hefði verið að semja og bað hann eins og guð mér til hjálpar að breyta því sem hann gæti. Þá var bókin hins vegar svo langt komin í Þýskalandi að ekkert var hægt að gera. Hallgrímur fann til með mér og reyndi að fást við breytingar á íslensku útgáfunni. Þetta virði ég mjög við hann þótt það hafi ekki gengið upp, við mildun textans fannst honum sem kjarninn í verkinu biði skaða af. Hann sýndi hluttekningu sína að lokum í raun með því að setja verkinu sterkan formála og fyrir það á hann þakkir skildar. En á næstu dögum varð ég því að gera mér grein fyrir að barátta mín fyrir frekari verndun minningar móður minnar var vonlaus. Við tók tími svefnlausra nátta og sálarbaráttu og ótal spurninga. Hvernig var þetta hægt? Að skrifa svona texta um látna manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér? Nota einhver æviatriði hennar, nafngreina fólkið hennar, segja sögurnar hennar, en um leið draga minningu hennar inn í grótesku og klám undir merkjum skáldsögunnar? Svör við þessum spurningum fæ ég aldrei. Það skal tekið fram að ég hef ekki reynt Hallgrím Helgason að öðru en drengskap í okkar samskiptum – en hann vissi þó allan tímann að hann var að skrifa verk á þessu plani – og sagði mér aldrei af því, kannski skiljanlega. Ég dæmi hann ekki af reiði, sá einn getur dæmt sem er gallalaus sjálfur. En í huga mínum er djúp hryggð yfir að þetta verk skyldi hafa orðið til. Eru bókmenntir yfir siðferði og réttlæti hafnar? Kannski er það svo og við fjölskylda mín vorum bara óheppin að lenda í þessu. En í mínum huga er ekki siðlega rétt að skrifa svona texta og tengja hann við minningu fólks. Jafnvel þó það sé löglegt. Mín eina huggun síðustu vikur er sú að margir lesenda bókarinnar hafa borið sig eftir raunverulegri ævisögu móður minnar sem var gefin út árið 1983 og heitir Ellefu líf. Fyrir þetta er ég þakklát. Ég veit að Þjóðleikhúsið hefur keypt réttinn að leikgerð Hallgríms á verkinu en vildi óska að önnur leið yrði farin, þ.e. að láta gera leikgerð af Ellefu lífum, þar er næg saga og engin þörf á að bæta neinu við. Af ýmsum ástæðum átti móðir mín erfitt með að sinna börnunum sem hún eignaðist í lífinu. Engu að síður áttum við gott og gefandi samband. Okkur þótti vænt um hana og skynjuðum hennar mögnuðu sögu og persónuleika. Barnabörnin hennar náðu að kynnast henni og eiga hana að vini. Þó var hún rúmliggjandi sjúklingur árin sem þau þekktu hana. Hún átti tryggðavini sem litu til hennar. Hjúkrunarfólkið og læknarnir voru vinir hennar, þar ríkti traust, virðing og skilningur. Þrátt fyrir erfiða ævi bar móðir mín höfuðið hátt og sýndi andlega reisn og mikilfengleika til hinstu stundar. Nú er komin út skáldsaga langt fyrir neðan það plan. Þar á hún neistann en bara brotabrot af söguþræðinum. Þó verkið sé skáldsaga hlýtur það að vera atlaga að minningu hennar sem er dýrmæt fjölskyldu og vinum. Eftir sitja spurningarnar um hið siðferðilega.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun