Nestislausir á leið til Novi Sad Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 21. janúar 2012 06:00 Íslensku strákarnir gáfu þakkað Slóvenum fyrir að komast áfram í milliriðla á EM í Serbíu og leyndu ekki vonbrigðum sínum í leikslok. Hér þakka þeir Slóvenum fyrir leikinn. Mynd/Vilhelm Það er ljóst að strákarnir okkar gera ekki neinar rósir á EM í Serbíu. Þar sem liðið heldur stigalaust í gríðarlega erfiðan milliriðil er ekki við miklu að búast. Miðað við spilamennsku liðsins í gær hefur íslenska liðið ekkert að gera í Frakka og Spánverja. Fyrri hálfleikur var sorgarsaga varnar og markvörslu. Jafnræði var með liðunum framan af en eftir 13 mínútur náðu Slóvenar þriggja marka forskoti, 6-9, sem þeir héldu nánast til enda. Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög góður nánast allan hálfleikinn en vörnin var slök og markvarslan ekkert minna en hörmuleg. Markverðir íslenska liðsins vörðu ekki bolta í rúmar 20 mínútur og á meðan markvarslan var engin skoruðu Slóvenar að vild. Munurinn í hálfleik var fjögur mörk, 13-17, og strákarnir gríðarlega pirraðir þegar þeir fóru inn í klefa. Nákvæmlega ekki neitt breyttist í síðari hálfleiknum. Varnarleikurinn sem fyrr hreinasta hörmung og Björgvin Páll var ekki nálægt því að verja skot. Slóvenar hreinlega völtuðu yfir strákana okkar og náðu mest sjö marka forskoti. Þeir hefðu hæglega getað sent íslenska liðið heim en vildu frekar fara í milliriðil með tvö stig eins og eðlilegt er. Þeir „leyfðu" því íslenska liðinu augljóslega að skora tvö ódýr mörk í lokin. Fyrir vikið fara þeir í milliriðilinn með tvö stig, Ísland ekkert og Norðmenn halda heim á leið. Hefðu Slóvenar unnið Ísland með meira en þremur mörkum hefðu Slóvenar farið áfram með núll stig, Norðmenn tvö og Ísland farið heim. Norðmenn voru því eðlilega súrir en þetta snýst um árangur. Íslenska liðið þekkir þessa stöðu sjálft eftir að hafa „leyft" Frökkum að skora nokkur mörk á HM árið 2007. Fyrir vikið fór Ísland í milliriðil með tvö stig þar. Það er alveg ljóst að ef íslenska liðið ætlar að gera eitthvað af viti í næstu leikjum þarf margt að breytast. Allt sjálfstraust og öryggi er farið úr varnarmönnum liðsins. Sverre virkar hægur og Alexander er ekki nema skugginn af sjálfum sér. Hann hefur ekkert getað á þessu móti því miður. Sömu sögu er að segja af Björgvini Páli Gústavssyni. Hann var síðasta púslið í okkar frábæra liði og með hann í formi unnum við til verðlauna. Björgvin virðist rúinn öllu sjálfstrausti og markverðirnir hafa ekkert getað. Þeir hafa þess utan varið eitt skot úr horni allt mótið. Svo vantar miklu meiri stemningu og geðveiki í strákana. Þetta er ekkert fjandans kaffiboð og ef þeir rífa ekki upp geðveikina hjá sér verða þeir flengdir í Novi Sad. Það á engum eftir að finnast gott. Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
Það er ljóst að strákarnir okkar gera ekki neinar rósir á EM í Serbíu. Þar sem liðið heldur stigalaust í gríðarlega erfiðan milliriðil er ekki við miklu að búast. Miðað við spilamennsku liðsins í gær hefur íslenska liðið ekkert að gera í Frakka og Spánverja. Fyrri hálfleikur var sorgarsaga varnar og markvörslu. Jafnræði var með liðunum framan af en eftir 13 mínútur náðu Slóvenar þriggja marka forskoti, 6-9, sem þeir héldu nánast til enda. Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög góður nánast allan hálfleikinn en vörnin var slök og markvarslan ekkert minna en hörmuleg. Markverðir íslenska liðsins vörðu ekki bolta í rúmar 20 mínútur og á meðan markvarslan var engin skoruðu Slóvenar að vild. Munurinn í hálfleik var fjögur mörk, 13-17, og strákarnir gríðarlega pirraðir þegar þeir fóru inn í klefa. Nákvæmlega ekki neitt breyttist í síðari hálfleiknum. Varnarleikurinn sem fyrr hreinasta hörmung og Björgvin Páll var ekki nálægt því að verja skot. Slóvenar hreinlega völtuðu yfir strákana okkar og náðu mest sjö marka forskoti. Þeir hefðu hæglega getað sent íslenska liðið heim en vildu frekar fara í milliriðil með tvö stig eins og eðlilegt er. Þeir „leyfðu" því íslenska liðinu augljóslega að skora tvö ódýr mörk í lokin. Fyrir vikið fara þeir í milliriðilinn með tvö stig, Ísland ekkert og Norðmenn halda heim á leið. Hefðu Slóvenar unnið Ísland með meira en þremur mörkum hefðu Slóvenar farið áfram með núll stig, Norðmenn tvö og Ísland farið heim. Norðmenn voru því eðlilega súrir en þetta snýst um árangur. Íslenska liðið þekkir þessa stöðu sjálft eftir að hafa „leyft" Frökkum að skora nokkur mörk á HM árið 2007. Fyrir vikið fór Ísland í milliriðil með tvö stig þar. Það er alveg ljóst að ef íslenska liðið ætlar að gera eitthvað af viti í næstu leikjum þarf margt að breytast. Allt sjálfstraust og öryggi er farið úr varnarmönnum liðsins. Sverre virkar hægur og Alexander er ekki nema skugginn af sjálfum sér. Hann hefur ekkert getað á þessu móti því miður. Sömu sögu er að segja af Björgvini Páli Gústavssyni. Hann var síðasta púslið í okkar frábæra liði og með hann í formi unnum við til verðlauna. Björgvin virðist rúinn öllu sjálfstrausti og markverðirnir hafa ekkert getað. Þeir hafa þess utan varið eitt skot úr horni allt mótið. Svo vantar miklu meiri stemningu og geðveiki í strákana. Þetta er ekkert fjandans kaffiboð og ef þeir rífa ekki upp geðveikina hjá sér verða þeir flengdir í Novi Sad. Það á engum eftir að finnast gott.
Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira