Nestislausir á leið til Novi Sad Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 21. janúar 2012 06:00 Íslensku strákarnir gáfu þakkað Slóvenum fyrir að komast áfram í milliriðla á EM í Serbíu og leyndu ekki vonbrigðum sínum í leikslok. Hér þakka þeir Slóvenum fyrir leikinn. Mynd/Vilhelm Það er ljóst að strákarnir okkar gera ekki neinar rósir á EM í Serbíu. Þar sem liðið heldur stigalaust í gríðarlega erfiðan milliriðil er ekki við miklu að búast. Miðað við spilamennsku liðsins í gær hefur íslenska liðið ekkert að gera í Frakka og Spánverja. Fyrri hálfleikur var sorgarsaga varnar og markvörslu. Jafnræði var með liðunum framan af en eftir 13 mínútur náðu Slóvenar þriggja marka forskoti, 6-9, sem þeir héldu nánast til enda. Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög góður nánast allan hálfleikinn en vörnin var slök og markvarslan ekkert minna en hörmuleg. Markverðir íslenska liðsins vörðu ekki bolta í rúmar 20 mínútur og á meðan markvarslan var engin skoruðu Slóvenar að vild. Munurinn í hálfleik var fjögur mörk, 13-17, og strákarnir gríðarlega pirraðir þegar þeir fóru inn í klefa. Nákvæmlega ekki neitt breyttist í síðari hálfleiknum. Varnarleikurinn sem fyrr hreinasta hörmung og Björgvin Páll var ekki nálægt því að verja skot. Slóvenar hreinlega völtuðu yfir strákana okkar og náðu mest sjö marka forskoti. Þeir hefðu hæglega getað sent íslenska liðið heim en vildu frekar fara í milliriðil með tvö stig eins og eðlilegt er. Þeir „leyfðu" því íslenska liðinu augljóslega að skora tvö ódýr mörk í lokin. Fyrir vikið fara þeir í milliriðilinn með tvö stig, Ísland ekkert og Norðmenn halda heim á leið. Hefðu Slóvenar unnið Ísland með meira en þremur mörkum hefðu Slóvenar farið áfram með núll stig, Norðmenn tvö og Ísland farið heim. Norðmenn voru því eðlilega súrir en þetta snýst um árangur. Íslenska liðið þekkir þessa stöðu sjálft eftir að hafa „leyft" Frökkum að skora nokkur mörk á HM árið 2007. Fyrir vikið fór Ísland í milliriðil með tvö stig þar. Það er alveg ljóst að ef íslenska liðið ætlar að gera eitthvað af viti í næstu leikjum þarf margt að breytast. Allt sjálfstraust og öryggi er farið úr varnarmönnum liðsins. Sverre virkar hægur og Alexander er ekki nema skugginn af sjálfum sér. Hann hefur ekkert getað á þessu móti því miður. Sömu sögu er að segja af Björgvini Páli Gústavssyni. Hann var síðasta púslið í okkar frábæra liði og með hann í formi unnum við til verðlauna. Björgvin virðist rúinn öllu sjálfstrausti og markverðirnir hafa ekkert getað. Þeir hafa þess utan varið eitt skot úr horni allt mótið. Svo vantar miklu meiri stemningu og geðveiki í strákana. Þetta er ekkert fjandans kaffiboð og ef þeir rífa ekki upp geðveikina hjá sér verða þeir flengdir í Novi Sad. Það á engum eftir að finnast gott. Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Það er ljóst að strákarnir okkar gera ekki neinar rósir á EM í Serbíu. Þar sem liðið heldur stigalaust í gríðarlega erfiðan milliriðil er ekki við miklu að búast. Miðað við spilamennsku liðsins í gær hefur íslenska liðið ekkert að gera í Frakka og Spánverja. Fyrri hálfleikur var sorgarsaga varnar og markvörslu. Jafnræði var með liðunum framan af en eftir 13 mínútur náðu Slóvenar þriggja marka forskoti, 6-9, sem þeir héldu nánast til enda. Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög góður nánast allan hálfleikinn en vörnin var slök og markvarslan ekkert minna en hörmuleg. Markverðir íslenska liðsins vörðu ekki bolta í rúmar 20 mínútur og á meðan markvarslan var engin skoruðu Slóvenar að vild. Munurinn í hálfleik var fjögur mörk, 13-17, og strákarnir gríðarlega pirraðir þegar þeir fóru inn í klefa. Nákvæmlega ekki neitt breyttist í síðari hálfleiknum. Varnarleikurinn sem fyrr hreinasta hörmung og Björgvin Páll var ekki nálægt því að verja skot. Slóvenar hreinlega völtuðu yfir strákana okkar og náðu mest sjö marka forskoti. Þeir hefðu hæglega getað sent íslenska liðið heim en vildu frekar fara í milliriðil með tvö stig eins og eðlilegt er. Þeir „leyfðu" því íslenska liðinu augljóslega að skora tvö ódýr mörk í lokin. Fyrir vikið fara þeir í milliriðilinn með tvö stig, Ísland ekkert og Norðmenn halda heim á leið. Hefðu Slóvenar unnið Ísland með meira en þremur mörkum hefðu Slóvenar farið áfram með núll stig, Norðmenn tvö og Ísland farið heim. Norðmenn voru því eðlilega súrir en þetta snýst um árangur. Íslenska liðið þekkir þessa stöðu sjálft eftir að hafa „leyft" Frökkum að skora nokkur mörk á HM árið 2007. Fyrir vikið fór Ísland í milliriðil með tvö stig þar. Það er alveg ljóst að ef íslenska liðið ætlar að gera eitthvað af viti í næstu leikjum þarf margt að breytast. Allt sjálfstraust og öryggi er farið úr varnarmönnum liðsins. Sverre virkar hægur og Alexander er ekki nema skugginn af sjálfum sér. Hann hefur ekkert getað á þessu móti því miður. Sömu sögu er að segja af Björgvini Páli Gústavssyni. Hann var síðasta púslið í okkar frábæra liði og með hann í formi unnum við til verðlauna. Björgvin virðist rúinn öllu sjálfstrausti og markverðirnir hafa ekkert getað. Þeir hafa þess utan varið eitt skot úr horni allt mótið. Svo vantar miklu meiri stemningu og geðveiki í strákana. Þetta er ekkert fjandans kaffiboð og ef þeir rífa ekki upp geðveikina hjá sér verða þeir flengdir í Novi Sad. Það á engum eftir að finnast gott.
Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira