Fínasta tæknópopp Trausti Júlíusson skrifar 15. nóvember 2012 00:01 Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton Gagnrýni Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton
Gagnrýni Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira