Bág kjör Þór Gunnlaugsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Lýsingar á bágum kjörum þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eiga hvorki fyrir mat né lyfjum hafa varla farið fram hjá nokkrum manni. Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið? Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar. Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi? Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum. Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð. Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu. Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu. Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur. Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna. Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Lýsingar á bágum kjörum þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eiga hvorki fyrir mat né lyfjum hafa varla farið fram hjá nokkrum manni. Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið? Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar. Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi? Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum. Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð. Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu. Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu. Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur. Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna. Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun