Opið bréf til karla Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun