Innlent

Tafir vegna mynda Stillers

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geirabakarí hefur verið breytt í Papa Johns pizzastaðinn.
Geirabakarí hefur verið breytt í Papa Johns pizzastaðinn.
Tímabundnar tafir eru á umferð yfir Borgarfjarðarbrú vegna töku á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá íslenska kvikmynda- og þjónustufyrirtækinu True North, sem Skessuhorn greinir frá í dag. Auk þess verður aðreinin sem liggur frá Geirabakarí að þjóðveg eitt norðanmegin við brúna lokuð umferð.

Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi hefur Geirabakarí verið breytt í pizzastaðinn Papa Johns, en þar verða nokkur atriði úr myndinni tekin. „Ég er náttúrlega bara í sumarfríi af því Ben Stiller er búinn að taka bakaríið á leigu," sagði Geiri í Geirabakaríi á Borgarnesi þegar fréttastofa sló á þráðinn til hans fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×