Alexander: Ólafur er enn fyrirmyndin mín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2012 08:00 Alexander er hér í nuddi hjá Elís Þór Rafnssyni sjúkraþjálfara. Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari og Brynjólfur Jónsson læknir ræða málin við þá. Fréttablaðið/Stefán Alexander Petersson hefur farið á kostum með liði sínu, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeild Evrópu. Þar spilar hann sem hægri skytta og nú mun hann spila meira í því hlutverki fyrir íslenska landsliðið þar sem að Ólafur Stefánsson mun ekki vera með á EM í Serbíu. „Þetta verður auðvitað erfitt án Óla en það hlaut að koma að þessu. Hann getur ekki verið alltaf með okkur," sagði hann og brosti. „En við erum með góða leikmenn og þetta þarf ekki að vera slæmt. Einhvern tímann verðum við að venjast því að spila án hans." Alexander hefur lengi verið lykilmaður í íslenska landsliðinu, ekki síst í vörn þar sem hann hefur haft gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna. En hann segist vera reiðubúinn fyrir aukna ábyrgð í sóknarleiknum. „Ég er alveg tilbúinn í þetta - að draga vagninn eins og Óli hefur gert í öll þessi ár," segir Alexander sem hefur lengi sagt að Ólafur væri sín fyrirmynd. „Ég hef lært mikið af honum í gegnum tíðina og er enn að læra af honum. Hann er enn leikmaður í hæsta gæðaflokki þrátt fyrir að vera 38 ára gamall og hefur sýnt að með því að leggja nógu mikið á sig er hægt að lengja ferilinn. Maður þarf að hafa meira fyrir því að halda líkamanum góðum eftir þrítugsaldurinn en Ólafur hefur sýnt að það er allt hægt. Hann er enn fyrirmyndin mín." Öxlin er slæmAlexander hefur verið að glíma við meiðsli í öxl síðan á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann spilar mikið með liði sínu, Füchse Berlin, en álagið verður þó enn meira með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. Þar er spilað annan hvern dag. „Öxlin hefur ekki verið nógu góð og ég er enn að drepast eftir HM í fyrra. Ég vona að þetta muni ekki há mér á mótinu en það er ómögulegt að segja eins og er. Þetta verður bara að koma í ljós," segir hann. „Ég hef þurft að passa sérstaklega upp á öxlina með sérstökum æfingum og gætt mín á því að skjóta ekki of mikið á æfingum. Þetta hefur gengið þokkalega hingað til og ég hef ekki fundið mikið fyrir þessu í leikjum, svo lengi sem ég hef fengið góða hvíld eftir þá. Það var svo æft nokkuð stíft í síðustu viku með landsliðinu og ég var ekki nógu góður eftir það." Þjálfarinn hefur áhyggjurAlexander spilaði með landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina og er staðan á öxlinni í raun óbreytt, að sögn þjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. „Hann verður ekkert betri úr þessu fyrir mótið og það er ákveðin þreyta í honum," sagði Guðmundur við Fréttablaðið. Alexander skoraði samtals sex mörk í fyrstu leikjunum tveimur en hvíldi svo í lokaleiknum gegn Danmörku. Guðmundur neitar því ekki að hann hafi áhyggjur af öxlinni fyrir EM. „Auðvitað geri ég það – en ég held að þetta verði bara í lagi og að hann verði klár þegar út í keppnina er komið. Það verða hvíldardagar á milli leikja og vonandi ná sjúkraþjálfarar okkar að hugsa nógu vel um hann að þetta verði ekki til vandræða." Það er ekki annað að heyra á Alexander sjálfum en að hann ætli að hella sér af fullum krafti út keppnina í Serbíu – það komi ekki til greina sér frí til að freista þess að ná sér góðum á ný. „Nei, það kom ekki til greina. Ég get tekið mér frí bara seinna." Hægri vængurinn sterkurÞeir Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson hafa náð afar vel saman á hægri væng landsliðsins síðustu stórmótin en sá síðarnefndi spilaði sitt fyrsta stórmót árið 2005. Gegndu þeir lykilhlutverkum á bæði Ólympíuleikunum í Peking og EM í Austurríki, þar sem Ísland vann til verðlauna. Útttekt á skoruðum mörkum má sjá hér fyrir neðan en þess má geta að þeir hafa einnig haft mikilvæg hlutverk í varnarleik Íslands á síðustu árum. Alexander mun nú verða aðalskytta Íslands hægra megin í fjarveru Ólafs og njóta stuðnings Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Rúnars Kárasonar. Þórir Ólafsson fær aukna ábyrgð í horninu en þeir Alexander og Ásgeir Örn þekkja þá stöðu einnig vel.Síðustu fimm stórmót Samanlagður árangur Alexanders og Ólafs á síðustu fimm stórmótum Íslands:HM 2011: Samtals 75 mörk – 8,3 í leik Alexander 5,9 mörk í leik (53 mörk/9 leikir) Ólafur 3,1 mark í leik (22/7)EM 2010: Samtals 61 mark – 7,6 í leik Alexander 3,6 mörk í leik (29/8) Ólafur 4,0 mark í leik (32/8)ÓL 2008: Samtals 60 mörk - 7,5 í leik Alexander 3,9 mörk í leik (31/8) Ólafur 3,6 mörk í leik (29/8)EM 2008: Samtals 39 mörk - 6,5 í leik Alexander 3,3 mörk í leik (20/6) Ólafur 4,8 mörk í leik (19/4)HM 2007: Samtals 101 mark - 10,1 í leik Alexander 4,8 mörk í leik (48/10) Ólafur 5,3 mörk í leik (53/10) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Alexander Petersson hefur farið á kostum með liði sínu, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeild Evrópu. Þar spilar hann sem hægri skytta og nú mun hann spila meira í því hlutverki fyrir íslenska landsliðið þar sem að Ólafur Stefánsson mun ekki vera með á EM í Serbíu. „Þetta verður auðvitað erfitt án Óla en það hlaut að koma að þessu. Hann getur ekki verið alltaf með okkur," sagði hann og brosti. „En við erum með góða leikmenn og þetta þarf ekki að vera slæmt. Einhvern tímann verðum við að venjast því að spila án hans." Alexander hefur lengi verið lykilmaður í íslenska landsliðinu, ekki síst í vörn þar sem hann hefur haft gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna. En hann segist vera reiðubúinn fyrir aukna ábyrgð í sóknarleiknum. „Ég er alveg tilbúinn í þetta - að draga vagninn eins og Óli hefur gert í öll þessi ár," segir Alexander sem hefur lengi sagt að Ólafur væri sín fyrirmynd. „Ég hef lært mikið af honum í gegnum tíðina og er enn að læra af honum. Hann er enn leikmaður í hæsta gæðaflokki þrátt fyrir að vera 38 ára gamall og hefur sýnt að með því að leggja nógu mikið á sig er hægt að lengja ferilinn. Maður þarf að hafa meira fyrir því að halda líkamanum góðum eftir þrítugsaldurinn en Ólafur hefur sýnt að það er allt hægt. Hann er enn fyrirmyndin mín." Öxlin er slæmAlexander hefur verið að glíma við meiðsli í öxl síðan á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann spilar mikið með liði sínu, Füchse Berlin, en álagið verður þó enn meira með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. Þar er spilað annan hvern dag. „Öxlin hefur ekki verið nógu góð og ég er enn að drepast eftir HM í fyrra. Ég vona að þetta muni ekki há mér á mótinu en það er ómögulegt að segja eins og er. Þetta verður bara að koma í ljós," segir hann. „Ég hef þurft að passa sérstaklega upp á öxlina með sérstökum æfingum og gætt mín á því að skjóta ekki of mikið á æfingum. Þetta hefur gengið þokkalega hingað til og ég hef ekki fundið mikið fyrir þessu í leikjum, svo lengi sem ég hef fengið góða hvíld eftir þá. Það var svo æft nokkuð stíft í síðustu viku með landsliðinu og ég var ekki nógu góður eftir það." Þjálfarinn hefur áhyggjurAlexander spilaði með landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina og er staðan á öxlinni í raun óbreytt, að sögn þjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. „Hann verður ekkert betri úr þessu fyrir mótið og það er ákveðin þreyta í honum," sagði Guðmundur við Fréttablaðið. Alexander skoraði samtals sex mörk í fyrstu leikjunum tveimur en hvíldi svo í lokaleiknum gegn Danmörku. Guðmundur neitar því ekki að hann hafi áhyggjur af öxlinni fyrir EM. „Auðvitað geri ég það – en ég held að þetta verði bara í lagi og að hann verði klár þegar út í keppnina er komið. Það verða hvíldardagar á milli leikja og vonandi ná sjúkraþjálfarar okkar að hugsa nógu vel um hann að þetta verði ekki til vandræða." Það er ekki annað að heyra á Alexander sjálfum en að hann ætli að hella sér af fullum krafti út keppnina í Serbíu – það komi ekki til greina sér frí til að freista þess að ná sér góðum á ný. „Nei, það kom ekki til greina. Ég get tekið mér frí bara seinna." Hægri vængurinn sterkurÞeir Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson hafa náð afar vel saman á hægri væng landsliðsins síðustu stórmótin en sá síðarnefndi spilaði sitt fyrsta stórmót árið 2005. Gegndu þeir lykilhlutverkum á bæði Ólympíuleikunum í Peking og EM í Austurríki, þar sem Ísland vann til verðlauna. Útttekt á skoruðum mörkum má sjá hér fyrir neðan en þess má geta að þeir hafa einnig haft mikilvæg hlutverk í varnarleik Íslands á síðustu árum. Alexander mun nú verða aðalskytta Íslands hægra megin í fjarveru Ólafs og njóta stuðnings Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Rúnars Kárasonar. Þórir Ólafsson fær aukna ábyrgð í horninu en þeir Alexander og Ásgeir Örn þekkja þá stöðu einnig vel.Síðustu fimm stórmót Samanlagður árangur Alexanders og Ólafs á síðustu fimm stórmótum Íslands:HM 2011: Samtals 75 mörk – 8,3 í leik Alexander 5,9 mörk í leik (53 mörk/9 leikir) Ólafur 3,1 mark í leik (22/7)EM 2010: Samtals 61 mark – 7,6 í leik Alexander 3,6 mörk í leik (29/8) Ólafur 4,0 mark í leik (32/8)ÓL 2008: Samtals 60 mörk - 7,5 í leik Alexander 3,9 mörk í leik (31/8) Ólafur 3,6 mörk í leik (29/8)EM 2008: Samtals 39 mörk - 6,5 í leik Alexander 3,3 mörk í leik (20/6) Ólafur 4,8 mörk í leik (19/4)HM 2007: Samtals 101 mark - 10,1 í leik Alexander 4,8 mörk í leik (48/10) Ólafur 5,3 mörk í leik (53/10)
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira