Handbolti

Allir miðar farnir á Finnaleikinn

Björgvin Páll og Sverre Andreas gefa miða á leikinn.
Björgvin Páll og Sverre Andreas gefa miða á leikinn.
Það verður full Laugardalshöll á föstudag þegar íslenska þjóðin kveður strákana okkar áður en þeir halda á EM í Serbíu. Strákarnir verða því kvaddir með stæl.

Arion banki ákvað að bjóða á völlinn og þjóðin tók vel í það því allir miðar ruku út í gær.

Landsliðið heldur til Serbíu á laugardag en fyrsti leikur liðsins í mótinu er gegn Króötum á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×