Innlent

Töluverð skjálftavirkni á Bláfjallasvæðinu

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Bláfjallasvæðinu í gærkvöldi og í nótt, en skjálftarnir hafa allir verið innan við tvö stig, en skjálfti upp á 4,6 stig varð þar í hádeginu 30. ágúst.

Margir eftirskjálftar urðu, en hrinan hjaðnaði þegar leið á kvöldið. Í fyrrakvöld fór svo óróa að verða vart á ný og stendur hann enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×