Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna Kjartan Magnússon skrifar 4. september 2012 06:00 Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins.
Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar