Innlent

Bálhvasst víða á landinu í nótt

Bálhvasst hefur verið víða í nótt, einkum suðaustanlands. Á sjötta tímanum í morgun voru til dæmis 24 metrar á sekúndu á Vatnsskarði Eystra og 27 metrar á sekúndu í Hraunsfirði, sunnan við Djúpavog, og hvassara í hviðum.

Veðurstofan varar við stormi, eða meiru en 20 metrum á sekúndu um suðaustanvert landið fram eftir morgni.

Annars er spáð norðan- og norðvestan 13 til 20, en 15 til 23 metrum á sekúndu suðausanlands fram eftir morgni, en mun hvassara í vindstrengjum við fjöll. Það á svo að fara að lægja í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×