Innlent

Strætó á ekkert erindi út á land

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Heiða
Þórir Garðarsson, kynningarstjóri samgöngufyrirtækisins Allra handa, telur Strætó ekkert erindi eiga í fólksflutninga á landsbyggðinni.

„Við erum alveg til í samkeppni. Málið er að það er ekki hugað nægilega vel að öryggi farþega hjá Strætó og við teljum að strætisvagn henti engan veginn til aksturs á þjóðvegum landsins," sagði Þórir í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

Strætó byrjaði að keyra frá höfuðborgarsvæðinu um Vestur- og Norðurland nú nýverið með áætlanaferðum til Akureyrar. Einnig hefur að undanförnu verið ekið um Suðurland til Selfoss og fleiri staða.

„Þetta er grafalvarlegt mál," sagði Þórir. Hann telur að farþegar í Strætó muni að einhverju leyti standa í vögnunum á leið sinni um landsbyggðina á 90 km/klst og bendir á að strætisvangar séu hannaðir fyrir akstur á minni hraða. Hann hefur því miklar áhyggjur af öryggismálum og telur nauðsynlegt að menn skoði málin áður en slys verður.

Innslagið í heild sinni er á hlekknum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×