Warren Buffet með krabbamein í blöðruhálsi 17. apríl 2012 23:37 Warren Buffett mynd/AFP Fjármálajöfurinn Warren Buffett tilkynnti í dag að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálsi. Í tilkynningu sem Buffett sendi hluthöfum í Berkshire Hathaway fjárfestingafyrirtækinu kemur fram að krabbameinið sé á frumstigi. Buffett, sem er 81 árs gamall, sagði að sjúkdómur væri ekki lífshættulegur og að hann væri í raun við hestaheilsu. Þá sýndu frekari rannsóknir að meinvörp hefðu ekki myndast annars staðar í líkama hans. Þá mun Buffett gangast undir tveggja mánaða geislameðferð vegna krabbameinsins. „Mér líður mjög vel," skrifaði Buffett. „Ég hef fulla orku - það er í raun eins og að ekkert sé að mér. Hluthafar í fyrirtækjum mínum verða þeir fyrstu til vita ef heilsu minni hrakar." „Auðvitað mun það gerast á endanum," bætti Buffett við. „En ég er nokkuð viss um að það eigi ekki eftir að gerast á næstunni." Buffett, sem er þriðji ríkasti maður veraldar, er heimsfrægur fjárfestir. Þrátt fyrir gífurlegan auð sinn lifir hann einföldu lífi. Fyrirtæki hans, Berkshire Hathaway, var stofnað árið 1944 og hefur síðan þá stækkað gríðarlega. Fyrir nokkrum árum gaf Buffet 85% eigna sinn til góðgerðamála og hefur hann hvatt aðra auðkýfinga til að gera hið sama. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálajöfurinn Warren Buffett tilkynnti í dag að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálsi. Í tilkynningu sem Buffett sendi hluthöfum í Berkshire Hathaway fjárfestingafyrirtækinu kemur fram að krabbameinið sé á frumstigi. Buffett, sem er 81 árs gamall, sagði að sjúkdómur væri ekki lífshættulegur og að hann væri í raun við hestaheilsu. Þá sýndu frekari rannsóknir að meinvörp hefðu ekki myndast annars staðar í líkama hans. Þá mun Buffett gangast undir tveggja mánaða geislameðferð vegna krabbameinsins. „Mér líður mjög vel," skrifaði Buffett. „Ég hef fulla orku - það er í raun eins og að ekkert sé að mér. Hluthafar í fyrirtækjum mínum verða þeir fyrstu til vita ef heilsu minni hrakar." „Auðvitað mun það gerast á endanum," bætti Buffett við. „En ég er nokkuð viss um að það eigi ekki eftir að gerast á næstunni." Buffett, sem er þriðji ríkasti maður veraldar, er heimsfrægur fjárfestir. Þrátt fyrir gífurlegan auð sinn lifir hann einföldu lífi. Fyrirtæki hans, Berkshire Hathaway, var stofnað árið 1944 og hefur síðan þá stækkað gríðarlega. Fyrir nokkrum árum gaf Buffet 85% eigna sinn til góðgerðamála og hefur hann hvatt aðra auðkýfinga til að gera hið sama.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira