Fatasala Rauða krossins fjórfaldaðist frá hruni BBI skrifar 19. júní 2012 16:09 Hér má sjá vöxt í fatasölu Rauða krossins frá árinu 2005. Um brúttótekjur er að ræða.Mynd/fréttastofa Stöðvar 2 Fatasala í verslunum Rauða krossins hefur margfaldast á síðustu árum. Frá hruni hefur salan nær fjórfaldast. Árið 2005 opnaði Rauði krossinn aðra fataverslun sína á landinu. Það ár seldust föt fyrir um 9 milljónir króna. Síðan þá hefur verslunum fjölgað í fimm og salan hefur margfaldast. Árið 2011 seldust föt fyrir 97,4 milljónir króna. Komið hefur fram að fataverslun á Íslandi hefur almennt dregist mikið saman frá hruni og ekkert lát er á samdrættinum. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti í síðustu viku tölur um að fataverslun hefði dregist saman um 5% í maí miðað við sama tíma í fyrra og 13% í apríl meðan önnur smásala var hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Rauði krossinn hefur ekkert fundið fyrir þessum mótbyr í fatasölu. „Ég sé ekkert sem bendir til þess að vöxturinn muni minnka á næstu árum," segir Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins. Hann tekur þó fram að um brúttótölur er að ræða, þ.e. ekki er tekið mið af kostnaði við rekstur verslana. Þó um fyrirtaks tekjulind fyrir Rauða krossinn sé að ræða fái hann þennan pening ekki beint í vasann. Verslunum hefur til að mynda fjölgað og með þeim fylgir aukinn kostnaður. Tengdar fréttir Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 18. júní 2012 12:54 Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava. 19. júní 2012 10:59 Búið að skattleggja fataverslun úr landi Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%. 18. júní 2012 16:26 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hér má sjá vöxt í fatasölu Rauða krossins frá árinu 2005. Um brúttótekjur er að ræða.Mynd/fréttastofa Stöðvar 2 Fatasala í verslunum Rauða krossins hefur margfaldast á síðustu árum. Frá hruni hefur salan nær fjórfaldast. Árið 2005 opnaði Rauði krossinn aðra fataverslun sína á landinu. Það ár seldust föt fyrir um 9 milljónir króna. Síðan þá hefur verslunum fjölgað í fimm og salan hefur margfaldast. Árið 2011 seldust föt fyrir 97,4 milljónir króna. Komið hefur fram að fataverslun á Íslandi hefur almennt dregist mikið saman frá hruni og ekkert lát er á samdrættinum. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti í síðustu viku tölur um að fataverslun hefði dregist saman um 5% í maí miðað við sama tíma í fyrra og 13% í apríl meðan önnur smásala var hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Rauði krossinn hefur ekkert fundið fyrir þessum mótbyr í fatasölu. „Ég sé ekkert sem bendir til þess að vöxturinn muni minnka á næstu árum," segir Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins. Hann tekur þó fram að um brúttótölur er að ræða, þ.e. ekki er tekið mið af kostnaði við rekstur verslana. Þó um fyrirtaks tekjulind fyrir Rauða krossinn sé að ræða fái hann þennan pening ekki beint í vasann. Verslunum hefur til að mynda fjölgað og með þeim fylgir aukinn kostnaður.
Tengdar fréttir Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 18. júní 2012 12:54 Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava. 19. júní 2012 10:59 Búið að skattleggja fataverslun úr landi Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%. 18. júní 2012 16:26 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 18. júní 2012 12:54
Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava. 19. júní 2012 10:59
Búið að skattleggja fataverslun úr landi Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%. 18. júní 2012 16:26