Fatasala Rauða krossins fjórfaldaðist frá hruni BBI skrifar 19. júní 2012 16:09 Hér má sjá vöxt í fatasölu Rauða krossins frá árinu 2005. Um brúttótekjur er að ræða.Mynd/fréttastofa Stöðvar 2 Fatasala í verslunum Rauða krossins hefur margfaldast á síðustu árum. Frá hruni hefur salan nær fjórfaldast. Árið 2005 opnaði Rauði krossinn aðra fataverslun sína á landinu. Það ár seldust föt fyrir um 9 milljónir króna. Síðan þá hefur verslunum fjölgað í fimm og salan hefur margfaldast. Árið 2011 seldust föt fyrir 97,4 milljónir króna. Komið hefur fram að fataverslun á Íslandi hefur almennt dregist mikið saman frá hruni og ekkert lát er á samdrættinum. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti í síðustu viku tölur um að fataverslun hefði dregist saman um 5% í maí miðað við sama tíma í fyrra og 13% í apríl meðan önnur smásala var hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Rauði krossinn hefur ekkert fundið fyrir þessum mótbyr í fatasölu. „Ég sé ekkert sem bendir til þess að vöxturinn muni minnka á næstu árum," segir Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins. Hann tekur þó fram að um brúttótölur er að ræða, þ.e. ekki er tekið mið af kostnaði við rekstur verslana. Þó um fyrirtaks tekjulind fyrir Rauða krossinn sé að ræða fái hann þennan pening ekki beint í vasann. Verslunum hefur til að mynda fjölgað og með þeim fylgir aukinn kostnaður. Tengdar fréttir Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 18. júní 2012 12:54 Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava. 19. júní 2012 10:59 Búið að skattleggja fataverslun úr landi Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%. 18. júní 2012 16:26 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Hér má sjá vöxt í fatasölu Rauða krossins frá árinu 2005. Um brúttótekjur er að ræða.Mynd/fréttastofa Stöðvar 2 Fatasala í verslunum Rauða krossins hefur margfaldast á síðustu árum. Frá hruni hefur salan nær fjórfaldast. Árið 2005 opnaði Rauði krossinn aðra fataverslun sína á landinu. Það ár seldust föt fyrir um 9 milljónir króna. Síðan þá hefur verslunum fjölgað í fimm og salan hefur margfaldast. Árið 2011 seldust föt fyrir 97,4 milljónir króna. Komið hefur fram að fataverslun á Íslandi hefur almennt dregist mikið saman frá hruni og ekkert lát er á samdrættinum. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti í síðustu viku tölur um að fataverslun hefði dregist saman um 5% í maí miðað við sama tíma í fyrra og 13% í apríl meðan önnur smásala var hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Rauði krossinn hefur ekkert fundið fyrir þessum mótbyr í fatasölu. „Ég sé ekkert sem bendir til þess að vöxturinn muni minnka á næstu árum," segir Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins. Hann tekur þó fram að um brúttótölur er að ræða, þ.e. ekki er tekið mið af kostnaði við rekstur verslana. Þó um fyrirtaks tekjulind fyrir Rauða krossinn sé að ræða fái hann þennan pening ekki beint í vasann. Verslunum hefur til að mynda fjölgað og með þeim fylgir aukinn kostnaður.
Tengdar fréttir Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 18. júní 2012 12:54 Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava. 19. júní 2012 10:59 Búið að skattleggja fataverslun úr landi Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%. 18. júní 2012 16:26 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 18. júní 2012 12:54
Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava. 19. júní 2012 10:59
Búið að skattleggja fataverslun úr landi Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%. 18. júní 2012 16:26