Handbolti

Hamburg lagði Flensburg

Igor Vori var sterkur í liði Hamburg í dag.
Igor Vori var sterkur í liði Hamburg í dag.
Hamburg komst á topp A-riðils Meistaradeildar Evrópu í dag með sigri á Flensburg, 31-28, í hörkuleik.

Flensburg byrjaði leikinn mun betur og náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik. Arnór Atlason meiddist illa á þeim tíma og eftir það fór broddurinn svolítið úr leik Flensburg.

Hamburg kom þó til baka og gott betur því liðið vann leikinn.

Domagoj Duvnjak var markahæstur hjá Hamburg með níu mörk og Igor Vori sex. Hjá Flensburg var Holger Glandorf markahæstur með sjö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×