Kári Kristján: Komið sjálfum okkur á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2012 07:00 Kári Kristján í leik með þýska liðinu Wetzlar. Nordic Photos / Getty Images Wetzlar hefur komið liða mest á óvart í þýsku úrvalsdeildinni í haust og liðið sendi skýr skilaboð með frábærum útivallarsigri á Füchse Berlin í fyrrakvöld, 28-27. Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti og er Wetzlar komið upp þriðja sætið – nánast öllum að óvörum. Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson eru á mála hjá Wetzlar en sá fyrrnefndi átti stórleik gegn Füchse Berlin. Hann var markahæstur með sjö mörk og skoraði sigurmark sinna manna rúmri mínútu fyrir leikslok. „Þetta var algjör sleggja," sagði Kári Kristján í léttum dúr þegar að Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Því er ekki að neita að við erum í spútnikbransanum þessar vikurnar og höfum komið öllum á óvart – ekki síst okkur sjálfum," bætir hann við. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Wetzlar var þremur mörkum yfir en Füchse Berlin náði að jafna metin þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Kári Kristján skoraði sigurmarkið stuttu síðar en þess má geta að línumaðurinn sterki sá alfarið um markaskorun Wetzlar síðustu tíu mínútur leiksins. Þá skoraði hann öll fjögur mörk liðsins. „Ég spáði reyndar ekkert í því fyrr en ég las það eftir leikinn. Og er ég ekki að ljúga neinu um það," segir hann og hlær. „Þetta spilaðist ágætlega fyrir mig síðasta korterið en fram að því hafði ég lítið fengið boltann. Þetta er bara eitthvað sem þróast eftir því sem líður á leikinn og geta verið ýmsar ástæður fyrir því." Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og hefur náð frábærum árangri með liðið. Tvö ár í röð hefur liðið komist í Meistaradeild Evrópu og fóru Berlínarrefirnir alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á sínu fyrsta tímabili í keppni þeirra bestu. Það telst því til mikilla tíðinda þegar að lið eins og Wetzlar blandar sér skyndilega í toppbaráttu deildarinnar eins og liðið gerði á miðvikudagskvöldið. Kári segir erfitt að finna eina algilda skýringu fyrir þessu góða gengi. Það sé margt sem komi til. „Við fengum nokkra góða leikmenn fyrir tímabilið en svo hefur okkur tekist að spila mjög vanafastan og góðan handbolta. Vörnin okkar er mjög sterk og við erum með góðan markvörð, enda höfum við fengið einna fæst mörk á okkur í deildinni. Þetta hefur bara verið heilt yfir nokkuð stöðugt hjá okkur og það skiptir máli," segir hann og neitar því ekki að gengi liðsins hafi komið sér á óvart. „Fjárhagur okkar er ekki í námunda við þessi félög sem eru yfirleitt í toppbaráttu deildarinnar. Þar af leiðandi eru margir hissa á þessu en við vitum líka að þetta getur verið fljótt að breytast. En er á meðan er og ég ætla að njóta augnabliksins. Við höfum engu að tapa og förum í leikina gegn þessum stóru liðum alveg áhyggjulausir. Nú eigum við fram undan leiki gegn liðum sem eru fyrir neðan okkur í töflunni og reynir þá á að sýna að við getum haldið dampi og unnið þau líka," segir Kári. Kári Kristján er á sínu þriðja tímabili hjá Wetzlar og segist hafa bætt sig á hverju ári. „Ég missti reyndar af öllu undirbúningstímabilinu vegna Ólympíuleikanna og því var byrjun tímabilsins hjá mér nokkuð brösótt. En svo hefur þetta gengið ágætlega og ég hef fengið mínar 45-50 mínútur í leik. Ég hef því yfir litlu að kvarta." Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Wetzlar hefur komið liða mest á óvart í þýsku úrvalsdeildinni í haust og liðið sendi skýr skilaboð með frábærum útivallarsigri á Füchse Berlin í fyrrakvöld, 28-27. Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti og er Wetzlar komið upp þriðja sætið – nánast öllum að óvörum. Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson eru á mála hjá Wetzlar en sá fyrrnefndi átti stórleik gegn Füchse Berlin. Hann var markahæstur með sjö mörk og skoraði sigurmark sinna manna rúmri mínútu fyrir leikslok. „Þetta var algjör sleggja," sagði Kári Kristján í léttum dúr þegar að Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Því er ekki að neita að við erum í spútnikbransanum þessar vikurnar og höfum komið öllum á óvart – ekki síst okkur sjálfum," bætir hann við. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Wetzlar var þremur mörkum yfir en Füchse Berlin náði að jafna metin þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Kári Kristján skoraði sigurmarkið stuttu síðar en þess má geta að línumaðurinn sterki sá alfarið um markaskorun Wetzlar síðustu tíu mínútur leiksins. Þá skoraði hann öll fjögur mörk liðsins. „Ég spáði reyndar ekkert í því fyrr en ég las það eftir leikinn. Og er ég ekki að ljúga neinu um það," segir hann og hlær. „Þetta spilaðist ágætlega fyrir mig síðasta korterið en fram að því hafði ég lítið fengið boltann. Þetta er bara eitthvað sem þróast eftir því sem líður á leikinn og geta verið ýmsar ástæður fyrir því." Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og hefur náð frábærum árangri með liðið. Tvö ár í röð hefur liðið komist í Meistaradeild Evrópu og fóru Berlínarrefirnir alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á sínu fyrsta tímabili í keppni þeirra bestu. Það telst því til mikilla tíðinda þegar að lið eins og Wetzlar blandar sér skyndilega í toppbaráttu deildarinnar eins og liðið gerði á miðvikudagskvöldið. Kári segir erfitt að finna eina algilda skýringu fyrir þessu góða gengi. Það sé margt sem komi til. „Við fengum nokkra góða leikmenn fyrir tímabilið en svo hefur okkur tekist að spila mjög vanafastan og góðan handbolta. Vörnin okkar er mjög sterk og við erum með góðan markvörð, enda höfum við fengið einna fæst mörk á okkur í deildinni. Þetta hefur bara verið heilt yfir nokkuð stöðugt hjá okkur og það skiptir máli," segir hann og neitar því ekki að gengi liðsins hafi komið sér á óvart. „Fjárhagur okkar er ekki í námunda við þessi félög sem eru yfirleitt í toppbaráttu deildarinnar. Þar af leiðandi eru margir hissa á þessu en við vitum líka að þetta getur verið fljótt að breytast. En er á meðan er og ég ætla að njóta augnabliksins. Við höfum engu að tapa og förum í leikina gegn þessum stóru liðum alveg áhyggjulausir. Nú eigum við fram undan leiki gegn liðum sem eru fyrir neðan okkur í töflunni og reynir þá á að sýna að við getum haldið dampi og unnið þau líka," segir Kári. Kári Kristján er á sínu þriðja tímabili hjá Wetzlar og segist hafa bætt sig á hverju ári. „Ég missti reyndar af öllu undirbúningstímabilinu vegna Ólympíuleikanna og því var byrjun tímabilsins hjá mér nokkuð brösótt. En svo hefur þetta gengið ágætlega og ég hef fengið mínar 45-50 mínútur í leik. Ég hef því yfir litlu að kvarta."
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira