Kári Kristján: Komið sjálfum okkur á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2012 07:00 Kári Kristján í leik með þýska liðinu Wetzlar. Nordic Photos / Getty Images Wetzlar hefur komið liða mest á óvart í þýsku úrvalsdeildinni í haust og liðið sendi skýr skilaboð með frábærum útivallarsigri á Füchse Berlin í fyrrakvöld, 28-27. Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti og er Wetzlar komið upp þriðja sætið – nánast öllum að óvörum. Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson eru á mála hjá Wetzlar en sá fyrrnefndi átti stórleik gegn Füchse Berlin. Hann var markahæstur með sjö mörk og skoraði sigurmark sinna manna rúmri mínútu fyrir leikslok. „Þetta var algjör sleggja," sagði Kári Kristján í léttum dúr þegar að Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Því er ekki að neita að við erum í spútnikbransanum þessar vikurnar og höfum komið öllum á óvart – ekki síst okkur sjálfum," bætir hann við. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Wetzlar var þremur mörkum yfir en Füchse Berlin náði að jafna metin þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Kári Kristján skoraði sigurmarkið stuttu síðar en þess má geta að línumaðurinn sterki sá alfarið um markaskorun Wetzlar síðustu tíu mínútur leiksins. Þá skoraði hann öll fjögur mörk liðsins. „Ég spáði reyndar ekkert í því fyrr en ég las það eftir leikinn. Og er ég ekki að ljúga neinu um það," segir hann og hlær. „Þetta spilaðist ágætlega fyrir mig síðasta korterið en fram að því hafði ég lítið fengið boltann. Þetta er bara eitthvað sem þróast eftir því sem líður á leikinn og geta verið ýmsar ástæður fyrir því." Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og hefur náð frábærum árangri með liðið. Tvö ár í röð hefur liðið komist í Meistaradeild Evrópu og fóru Berlínarrefirnir alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á sínu fyrsta tímabili í keppni þeirra bestu. Það telst því til mikilla tíðinda þegar að lið eins og Wetzlar blandar sér skyndilega í toppbaráttu deildarinnar eins og liðið gerði á miðvikudagskvöldið. Kári segir erfitt að finna eina algilda skýringu fyrir þessu góða gengi. Það sé margt sem komi til. „Við fengum nokkra góða leikmenn fyrir tímabilið en svo hefur okkur tekist að spila mjög vanafastan og góðan handbolta. Vörnin okkar er mjög sterk og við erum með góðan markvörð, enda höfum við fengið einna fæst mörk á okkur í deildinni. Þetta hefur bara verið heilt yfir nokkuð stöðugt hjá okkur og það skiptir máli," segir hann og neitar því ekki að gengi liðsins hafi komið sér á óvart. „Fjárhagur okkar er ekki í námunda við þessi félög sem eru yfirleitt í toppbaráttu deildarinnar. Þar af leiðandi eru margir hissa á þessu en við vitum líka að þetta getur verið fljótt að breytast. En er á meðan er og ég ætla að njóta augnabliksins. Við höfum engu að tapa og förum í leikina gegn þessum stóru liðum alveg áhyggjulausir. Nú eigum við fram undan leiki gegn liðum sem eru fyrir neðan okkur í töflunni og reynir þá á að sýna að við getum haldið dampi og unnið þau líka," segir Kári. Kári Kristján er á sínu þriðja tímabili hjá Wetzlar og segist hafa bætt sig á hverju ári. „Ég missti reyndar af öllu undirbúningstímabilinu vegna Ólympíuleikanna og því var byrjun tímabilsins hjá mér nokkuð brösótt. En svo hefur þetta gengið ágætlega og ég hef fengið mínar 45-50 mínútur í leik. Ég hef því yfir litlu að kvarta." Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
Wetzlar hefur komið liða mest á óvart í þýsku úrvalsdeildinni í haust og liðið sendi skýr skilaboð með frábærum útivallarsigri á Füchse Berlin í fyrrakvöld, 28-27. Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti og er Wetzlar komið upp þriðja sætið – nánast öllum að óvörum. Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson eru á mála hjá Wetzlar en sá fyrrnefndi átti stórleik gegn Füchse Berlin. Hann var markahæstur með sjö mörk og skoraði sigurmark sinna manna rúmri mínútu fyrir leikslok. „Þetta var algjör sleggja," sagði Kári Kristján í léttum dúr þegar að Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Því er ekki að neita að við erum í spútnikbransanum þessar vikurnar og höfum komið öllum á óvart – ekki síst okkur sjálfum," bætir hann við. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Wetzlar var þremur mörkum yfir en Füchse Berlin náði að jafna metin þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Kári Kristján skoraði sigurmarkið stuttu síðar en þess má geta að línumaðurinn sterki sá alfarið um markaskorun Wetzlar síðustu tíu mínútur leiksins. Þá skoraði hann öll fjögur mörk liðsins. „Ég spáði reyndar ekkert í því fyrr en ég las það eftir leikinn. Og er ég ekki að ljúga neinu um það," segir hann og hlær. „Þetta spilaðist ágætlega fyrir mig síðasta korterið en fram að því hafði ég lítið fengið boltann. Þetta er bara eitthvað sem þróast eftir því sem líður á leikinn og geta verið ýmsar ástæður fyrir því." Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og hefur náð frábærum árangri með liðið. Tvö ár í röð hefur liðið komist í Meistaradeild Evrópu og fóru Berlínarrefirnir alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á sínu fyrsta tímabili í keppni þeirra bestu. Það telst því til mikilla tíðinda þegar að lið eins og Wetzlar blandar sér skyndilega í toppbaráttu deildarinnar eins og liðið gerði á miðvikudagskvöldið. Kári segir erfitt að finna eina algilda skýringu fyrir þessu góða gengi. Það sé margt sem komi til. „Við fengum nokkra góða leikmenn fyrir tímabilið en svo hefur okkur tekist að spila mjög vanafastan og góðan handbolta. Vörnin okkar er mjög sterk og við erum með góðan markvörð, enda höfum við fengið einna fæst mörk á okkur í deildinni. Þetta hefur bara verið heilt yfir nokkuð stöðugt hjá okkur og það skiptir máli," segir hann og neitar því ekki að gengi liðsins hafi komið sér á óvart. „Fjárhagur okkar er ekki í námunda við þessi félög sem eru yfirleitt í toppbaráttu deildarinnar. Þar af leiðandi eru margir hissa á þessu en við vitum líka að þetta getur verið fljótt að breytast. En er á meðan er og ég ætla að njóta augnabliksins. Við höfum engu að tapa og förum í leikina gegn þessum stóru liðum alveg áhyggjulausir. Nú eigum við fram undan leiki gegn liðum sem eru fyrir neðan okkur í töflunni og reynir þá á að sýna að við getum haldið dampi og unnið þau líka," segir Kári. Kári Kristján er á sínu þriðja tímabili hjá Wetzlar og segist hafa bætt sig á hverju ári. „Ég missti reyndar af öllu undirbúningstímabilinu vegna Ólympíuleikanna og því var byrjun tímabilsins hjá mér nokkuð brösótt. En svo hefur þetta gengið ágætlega og ég hef fengið mínar 45-50 mínútur í leik. Ég hef því yfir litlu að kvarta."
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira