
Meiri vinna – minni laun
En hvers vegna segja allir þessi hjúkrunarfræðingar upp nú? Fjárveitingar til LSH hafa verið skornar niður um 32 milljarða frá 2007, starfsmönnum hefur fækkað um 700, á sama tíma og fjöldi þeirra sem sækja þjónustu til spítalans hefur aukist um 6%. Tölurnar sýna að færri starfsmönnum er ætlað að sinna mun fleiri verkefnum fyrir mun lægri laun en áður. Hjúkrunarfræðingar eru seinþreyttir til vandræða. Þeir hafa tekið fullan þátt í að hagræða í rekstri en á sama tíma lagt mikið af mörkum til að tryggja góða og örugga þjónustu við sjúklinga.
Yfirvinna nánast bönnuð
Skipulagi þjónustunnar á LSH hefur verið breytt, fyrst og fremst í hagræðingarskyni. Sólarhringsdeildum hefur verið breytt í dagdeildir og þeir sem liggja inni á sjúkrahúsinu þarfnast meiri þjónustu en áður. Yfirvinna er nánast bönnuð þannig að ekki má kalla fólk til vinnu í veikindum hjúkrunarfræðinga, sem þýðir auðvitað enn meira álag á þá sem eftir eru. Laun hjúkrunarfræðinga hafa lækkað, bæði vegna skipulagsbreytinganna sem leiða til minni launa vegna vakta, og vegna þess að möguleikar til að auka tekjur sínar með yfirvinnu eru nánast horfnir. Á sama tíma sýna opinberar tölur á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins að yfirvinna og önnur laun hafa aukist hjá opinberum starfsmönnum með sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar hafa, en sem starfa utan heilbrigðiskerfisins.
Engar aðgerðir
Fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa nú í heilt ár verið í viðræðum við stjórnendur LSH og annarra heilbrigðisstofnana um endurnýjun stofnanasamninga. Krafa hjúkrunarfræðinga er að laun þeirra verði hækkuð til samræmis við hækkanir annarra opinberra starfsmanna og í ljósi aukins umfangs verkefna þeirra. Enginn árangur hefur orðið af þessum viðræðum og þrátt fyrir skilning stjórnvalda á kröfum hjúkrunarfræðinga sjást engar aðgerðir.
Hjúkrunarfræðingar meta menntun sína og starf mikils. Þeir bera virðingu fyrir sínu starfi og umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum. Hjúkrunarfræðingar gera þá kröfu að stjórnvöld meti menntun þeirra og störf að verðleikum. Það verða stjórnvöld að gera ef þau vilja koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfisins.
Skoðun

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar