Meiri vinna – minni laun Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 6. desember 2012 06:00 Um mánaðamótin sögðu 254 hjúkrunarfræðingar starfi sínu lausu á Landspítala (LSH). Alls starfa þar 1.348 hjúkrunarfræðingar þannig að tæplega 20% hjúkrunarfræðinga munu hætta störfum á LSH þann 1. mars næstkomandi. Það eru grafalvarleg tíðindi sem þýða það eitt að LSH verður ekki starfræktur í núverandi mynd gangi uppsagnirnar eftir. Stjórnvöld, sem bera ábyrgð á því að landsmönnum standi fullnægjandi heilbrigðisþjónusta til boða, verða að sýna ábyrgð og grípa til aðgerða. En hvers vegna segja allir þessi hjúkrunarfræðingar upp nú? Fjárveitingar til LSH hafa verið skornar niður um 32 milljarða frá 2007, starfsmönnum hefur fækkað um 700, á sama tíma og fjöldi þeirra sem sækja þjónustu til spítalans hefur aukist um 6%. Tölurnar sýna að færri starfsmönnum er ætlað að sinna mun fleiri verkefnum fyrir mun lægri laun en áður. Hjúkrunarfræðingar eru seinþreyttir til vandræða. Þeir hafa tekið fullan þátt í að hagræða í rekstri en á sama tíma lagt mikið af mörkum til að tryggja góða og örugga þjónustu við sjúklinga.Yfirvinna nánast bönnuð Skipulagi þjónustunnar á LSH hefur verið breytt, fyrst og fremst í hagræðingarskyni. Sólarhringsdeildum hefur verið breytt í dagdeildir og þeir sem liggja inni á sjúkrahúsinu þarfnast meiri þjónustu en áður. Yfirvinna er nánast bönnuð þannig að ekki má kalla fólk til vinnu í veikindum hjúkrunarfræðinga, sem þýðir auðvitað enn meira álag á þá sem eftir eru. Laun hjúkrunarfræðinga hafa lækkað, bæði vegna skipulagsbreytinganna sem leiða til minni launa vegna vakta, og vegna þess að möguleikar til að auka tekjur sínar með yfirvinnu eru nánast horfnir. Á sama tíma sýna opinberar tölur á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins að yfirvinna og önnur laun hafa aukist hjá opinberum starfsmönnum með sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar hafa, en sem starfa utan heilbrigðiskerfisins.Engar aðgerðir Fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa nú í heilt ár verið í viðræðum við stjórnendur LSH og annarra heilbrigðisstofnana um endurnýjun stofnanasamninga. Krafa hjúkrunarfræðinga er að laun þeirra verði hækkuð til samræmis við hækkanir annarra opinberra starfsmanna og í ljósi aukins umfangs verkefna þeirra. Enginn árangur hefur orðið af þessum viðræðum og þrátt fyrir skilning stjórnvalda á kröfum hjúkrunarfræðinga sjást engar aðgerðir. Hjúkrunarfræðingar meta menntun sína og starf mikils. Þeir bera virðingu fyrir sínu starfi og umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum. Hjúkrunarfræðingar gera þá kröfu að stjórnvöld meti menntun þeirra og störf að verðleikum. Það verða stjórnvöld að gera ef þau vilja koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um mánaðamótin sögðu 254 hjúkrunarfræðingar starfi sínu lausu á Landspítala (LSH). Alls starfa þar 1.348 hjúkrunarfræðingar þannig að tæplega 20% hjúkrunarfræðinga munu hætta störfum á LSH þann 1. mars næstkomandi. Það eru grafalvarleg tíðindi sem þýða það eitt að LSH verður ekki starfræktur í núverandi mynd gangi uppsagnirnar eftir. Stjórnvöld, sem bera ábyrgð á því að landsmönnum standi fullnægjandi heilbrigðisþjónusta til boða, verða að sýna ábyrgð og grípa til aðgerða. En hvers vegna segja allir þessi hjúkrunarfræðingar upp nú? Fjárveitingar til LSH hafa verið skornar niður um 32 milljarða frá 2007, starfsmönnum hefur fækkað um 700, á sama tíma og fjöldi þeirra sem sækja þjónustu til spítalans hefur aukist um 6%. Tölurnar sýna að færri starfsmönnum er ætlað að sinna mun fleiri verkefnum fyrir mun lægri laun en áður. Hjúkrunarfræðingar eru seinþreyttir til vandræða. Þeir hafa tekið fullan þátt í að hagræða í rekstri en á sama tíma lagt mikið af mörkum til að tryggja góða og örugga þjónustu við sjúklinga.Yfirvinna nánast bönnuð Skipulagi þjónustunnar á LSH hefur verið breytt, fyrst og fremst í hagræðingarskyni. Sólarhringsdeildum hefur verið breytt í dagdeildir og þeir sem liggja inni á sjúkrahúsinu þarfnast meiri þjónustu en áður. Yfirvinna er nánast bönnuð þannig að ekki má kalla fólk til vinnu í veikindum hjúkrunarfræðinga, sem þýðir auðvitað enn meira álag á þá sem eftir eru. Laun hjúkrunarfræðinga hafa lækkað, bæði vegna skipulagsbreytinganna sem leiða til minni launa vegna vakta, og vegna þess að möguleikar til að auka tekjur sínar með yfirvinnu eru nánast horfnir. Á sama tíma sýna opinberar tölur á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins að yfirvinna og önnur laun hafa aukist hjá opinberum starfsmönnum með sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar hafa, en sem starfa utan heilbrigðiskerfisins.Engar aðgerðir Fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa nú í heilt ár verið í viðræðum við stjórnendur LSH og annarra heilbrigðisstofnana um endurnýjun stofnanasamninga. Krafa hjúkrunarfræðinga er að laun þeirra verði hækkuð til samræmis við hækkanir annarra opinberra starfsmanna og í ljósi aukins umfangs verkefna þeirra. Enginn árangur hefur orðið af þessum viðræðum og þrátt fyrir skilning stjórnvalda á kröfum hjúkrunarfræðinga sjást engar aðgerðir. Hjúkrunarfræðingar meta menntun sína og starf mikils. Þeir bera virðingu fyrir sínu starfi og umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum. Hjúkrunarfræðingar gera þá kröfu að stjórnvöld meti menntun þeirra og störf að verðleikum. Það verða stjórnvöld að gera ef þau vilja koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfisins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun