Færeyingar hagnast á olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2012 14:15 Garðar Valberg Sveinsson er fulltrúi Íslands með eitt skip. Færeyingar eiga hins vegar tvö skip í olíuleitinni, Færeyingar leggja til tvö fylgdarskip í rannsóknarleiðangur sem nú er að hefjast vegna olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og sjá fram á að eyjarnar geti orðið áhugaverðar sem þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. Í frétt á færeyska vefnum oljan.fo kemur fram að leiðangur rannsóknarskipsins Nordic Explorer nýtir Færeyjar sem þjónustuhöfn vegna hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum næstu þrjá mánuði. Birt er mynd sem tekin var af Nordic Explorer í Þórshöfn í gær. Í frétt á Stöð 2 í síðustu viku kom fram að eitt íslenskt skip, Valberg VE, verður í hópi þriggja fylgdarskipa Nordic Explorer og sagði útgerðarmaðurinn, Garðar Valberg Sveinsson, að Akureyri yrði nýtt sem þjónustumiðstöð leiðangursins. Sagði Garðar að milljarðatækifæri biðu Íslendinga á þessu sviði. Íslendingar komast hins vegar ekki með tærnar þar sem Færeyingar hafa hælana í þessum geira því hin tvö fylgdarskipin í leiðangrinum eru færeysk, Thor Asister og Thor Guardian. Þau eru bæði frá Thor-útgerðarfélaginu í Hósvík í Færeyjum. Það félag, sem stofnað var árið 1994, gerir út flota 22 skipa, þar af 6 til fiskveiða en 14 skip til að þjónusta olíuiðnaðinn. Olíustofnun Noregs kostar hljóðbylgjumælingarnar í sumar, sem gerðar eru í samvinnu við Orkustofnun, en þær fara fram bæði í lögsögu Noregs og Íslands á Jan Mayen-hryggnum. Talsverð umsvif í landi fylgja þjónustu við slíkan leiðangur, ekki síst vegna áhafnaskipta, en um 70 manns verða á skipunum. Tengdar fréttir Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30 Íslendingar duga ekki á Drekasvæðið - gefast upp Útgerðarmaðurinn sem er á leið í olíuleit á Drekasvæðinu segir að ekki þýði lengur að hafa Íslendinga í áhöfn, þeir hafi ekki úthald í langa túra. Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. 24. maí 2012 20:30 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Færeyingar leggja til tvö fylgdarskip í rannsóknarleiðangur sem nú er að hefjast vegna olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og sjá fram á að eyjarnar geti orðið áhugaverðar sem þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. Í frétt á færeyska vefnum oljan.fo kemur fram að leiðangur rannsóknarskipsins Nordic Explorer nýtir Færeyjar sem þjónustuhöfn vegna hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum næstu þrjá mánuði. Birt er mynd sem tekin var af Nordic Explorer í Þórshöfn í gær. Í frétt á Stöð 2 í síðustu viku kom fram að eitt íslenskt skip, Valberg VE, verður í hópi þriggja fylgdarskipa Nordic Explorer og sagði útgerðarmaðurinn, Garðar Valberg Sveinsson, að Akureyri yrði nýtt sem þjónustumiðstöð leiðangursins. Sagði Garðar að milljarðatækifæri biðu Íslendinga á þessu sviði. Íslendingar komast hins vegar ekki með tærnar þar sem Færeyingar hafa hælana í þessum geira því hin tvö fylgdarskipin í leiðangrinum eru færeysk, Thor Asister og Thor Guardian. Þau eru bæði frá Thor-útgerðarfélaginu í Hósvík í Færeyjum. Það félag, sem stofnað var árið 1994, gerir út flota 22 skipa, þar af 6 til fiskveiða en 14 skip til að þjónusta olíuiðnaðinn. Olíustofnun Noregs kostar hljóðbylgjumælingarnar í sumar, sem gerðar eru í samvinnu við Orkustofnun, en þær fara fram bæði í lögsögu Noregs og Íslands á Jan Mayen-hryggnum. Talsverð umsvif í landi fylgja þjónustu við slíkan leiðangur, ekki síst vegna áhafnaskipta, en um 70 manns verða á skipunum.
Tengdar fréttir Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30 Íslendingar duga ekki á Drekasvæðið - gefast upp Útgerðarmaðurinn sem er á leið í olíuleit á Drekasvæðinu segir að ekki þýði lengur að hafa Íslendinga í áhöfn, þeir hafi ekki úthald í langa túra. Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. 24. maí 2012 20:30 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. 23. maí 2012 20:30
Íslendingar duga ekki á Drekasvæðið - gefast upp Útgerðarmaðurinn sem er á leið í olíuleit á Drekasvæðinu segir að ekki þýði lengur að hafa Íslendinga í áhöfn, þeir hafi ekki úthald í langa túra. Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. 24. maí 2012 20:30