Opið bréf til borgarfulltrúa Sigrún Edda Lövdal skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan að markvisst var unnið að því hjá borginni að fjölga dagforeldrum og var kappkostað að fá fólk til að koma til starfa sem dagforeldrar. Um 40 Reykvíkingar sinntu kalli borgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrir hverja þá sem hefja starf sem dagforeldrar má reikna með að stofnkostnaður sé ekki undir 300 þúsund krónum þegar allt er samantekið. Ekki kemur Reykjavíkurborg neitt til móts við þá sem eru að hefja starfsemi eins og langflest sveitarfélög gera með aðstöðustyrkjum o.fl. Nú koma borgarfulltrúar fram á völlinn enn á ný og nú rúmlega ári frá því að allt kapp var lagt í það að fjölga dagforeldrum. Er nú stefnan tekin á að fækka dagforeldrum um 80-100. Nú á sem sagt að stefna því góða starfi í hættu, sem dagforeldrar inna af hendi við mikla ánægju foreldra. Hvernig í veröldinni geta borgarfulltrúar leyft sér að koma með þessum hætti fram við fólk og sér í lagi þá sem sinntu kalli þeirra fyrir rúmlega ári síðan? Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi talar um í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 5. nóvember sl. að brúa þurfi bilið á milli fæðingarorlofs foreldra og leikskóla. Um áratugaskeið hafa dagforeldrar fyllt það bil með fórnfúsu starfi sínu þar sem yngstu þegnar okkar hafa stigið sín fyrstu skref í lífinu og hafa búið að mikilli umhyggju og alúð dagforeldra sem hafa með sínu góða starfi uppskorið ánægju foreldra eins og allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra bera gott vitni um. Þess vegna er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvert Sóley borgarfulltrúi er að fara með þessum orðum sínum og þess þá heldur er hægt að skilja þann viðsnúning sem hún vill halda fram að verði í þjóðfélaginu við það eitt að brúa þetta bil. Við krefjumst þess að Sóley færi rök fyrir þessari orðræðu sinni opinberlega. Þá svari hún þeirri spurningu okkar, ef henni er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hún hefur aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju hún hafi horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Frá stofnun Barnsins í febrúar 2011 hafa fulltrúar úr stjórn Barnsins fundað með Oddnýju Sturludóttur og Óttari Proppé þar sem fulltrúar Barnsins hafa eytt miklum tíma í að fá meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar til að hækka niðurgreiðslur til foreldra yngstu barna Reykjavíkurborgar sem hafa nýtt sér þjónustu dagforeldra. Höfum við lagt mikla vinnu í að reyna að fá borgarfulltrúana til að láta af þeim mikla mismun sem foreldrar þessara barna búa við þegar kemur að niðurgreiðslum. Sá mismunur liggur í niðurgreiðslum til foreldra þeirra barna sem dvelja á borgarreknum leikskólum og eða einkareknum, sem eru töluvert hærri og getur þar munað yfir 100 þúsundum á barn. Við höfum lagt áherslu á að borgarfulltrúar komi til móts við foreldra þeirra 800 barna sem dvelja að meðaltali hjá dagforeldrum með verulegum hækkunum á niðurgreiðslum svo jafna mætti þennan mikla mun sem er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Skilnings- og aðgerðarleysi borgarfulltrúanna gagnvart þessum hóp foreldra hefur sýnt sig og sannað þar sem niðurgreiðslur til þeirra hafa verið nánast í frystingu í 5 ár. Það skýtur því skökku við þegar Oddný, sem fundað hefur verið með og hefur ekkert viljað gera fyrir þennan hóp foreldra í tæp 2 ár, kemur nú fram í fjölmiðlum og stefnir nú á að setja 1.250 milljónir á ári í að koma eins árs börnum inn á leikskóla, þó svo það komi skýrt fram í skoðanakönnun að rúmlega 50% foreldra vilja ekki leikskóladvöl fyrir þetta ung börn. Stefna núverandi borgarfulltrúa virðist vera að gefa þeim foreldrum ekkert val þar sem niðurgreiðslum er, eins og fyrr sagði, haldið í frystingu á daggæslu barna hjá dagforeldrum. Foreldrar verða, fjárhagslega séð, að setja þetta ung börn á leikskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við gerum þá kröfu að Oddný Sturludóttir gefi stjórn Barnsins og foreldrum þessara ungu barna útskýringu opinberlega á því hvað veldur því að niðurgreiðslur til foreldra um 800 barna hafa ekki hækkað að neinu ráði síðan árið 2007, þegar hún kemur nú fram á sviðið með 1.250 milljónir upp á vasann til þess að setja þetta ung börn inn á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan að markvisst var unnið að því hjá borginni að fjölga dagforeldrum og var kappkostað að fá fólk til að koma til starfa sem dagforeldrar. Um 40 Reykvíkingar sinntu kalli borgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrir hverja þá sem hefja starf sem dagforeldrar má reikna með að stofnkostnaður sé ekki undir 300 þúsund krónum þegar allt er samantekið. Ekki kemur Reykjavíkurborg neitt til móts við þá sem eru að hefja starfsemi eins og langflest sveitarfélög gera með aðstöðustyrkjum o.fl. Nú koma borgarfulltrúar fram á völlinn enn á ný og nú rúmlega ári frá því að allt kapp var lagt í það að fjölga dagforeldrum. Er nú stefnan tekin á að fækka dagforeldrum um 80-100. Nú á sem sagt að stefna því góða starfi í hættu, sem dagforeldrar inna af hendi við mikla ánægju foreldra. Hvernig í veröldinni geta borgarfulltrúar leyft sér að koma með þessum hætti fram við fólk og sér í lagi þá sem sinntu kalli þeirra fyrir rúmlega ári síðan? Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi talar um í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 5. nóvember sl. að brúa þurfi bilið á milli fæðingarorlofs foreldra og leikskóla. Um áratugaskeið hafa dagforeldrar fyllt það bil með fórnfúsu starfi sínu þar sem yngstu þegnar okkar hafa stigið sín fyrstu skref í lífinu og hafa búið að mikilli umhyggju og alúð dagforeldra sem hafa með sínu góða starfi uppskorið ánægju foreldra eins og allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra bera gott vitni um. Þess vegna er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvert Sóley borgarfulltrúi er að fara með þessum orðum sínum og þess þá heldur er hægt að skilja þann viðsnúning sem hún vill halda fram að verði í þjóðfélaginu við það eitt að brúa þetta bil. Við krefjumst þess að Sóley færi rök fyrir þessari orðræðu sinni opinberlega. Þá svari hún þeirri spurningu okkar, ef henni er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hún hefur aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju hún hafi horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Frá stofnun Barnsins í febrúar 2011 hafa fulltrúar úr stjórn Barnsins fundað með Oddnýju Sturludóttur og Óttari Proppé þar sem fulltrúar Barnsins hafa eytt miklum tíma í að fá meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar til að hækka niðurgreiðslur til foreldra yngstu barna Reykjavíkurborgar sem hafa nýtt sér þjónustu dagforeldra. Höfum við lagt mikla vinnu í að reyna að fá borgarfulltrúana til að láta af þeim mikla mismun sem foreldrar þessara barna búa við þegar kemur að niðurgreiðslum. Sá mismunur liggur í niðurgreiðslum til foreldra þeirra barna sem dvelja á borgarreknum leikskólum og eða einkareknum, sem eru töluvert hærri og getur þar munað yfir 100 þúsundum á barn. Við höfum lagt áherslu á að borgarfulltrúar komi til móts við foreldra þeirra 800 barna sem dvelja að meðaltali hjá dagforeldrum með verulegum hækkunum á niðurgreiðslum svo jafna mætti þennan mikla mun sem er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Skilnings- og aðgerðarleysi borgarfulltrúanna gagnvart þessum hóp foreldra hefur sýnt sig og sannað þar sem niðurgreiðslur til þeirra hafa verið nánast í frystingu í 5 ár. Það skýtur því skökku við þegar Oddný, sem fundað hefur verið með og hefur ekkert viljað gera fyrir þennan hóp foreldra í tæp 2 ár, kemur nú fram í fjölmiðlum og stefnir nú á að setja 1.250 milljónir á ári í að koma eins árs börnum inn á leikskóla, þó svo það komi skýrt fram í skoðanakönnun að rúmlega 50% foreldra vilja ekki leikskóladvöl fyrir þetta ung börn. Stefna núverandi borgarfulltrúa virðist vera að gefa þeim foreldrum ekkert val þar sem niðurgreiðslum er, eins og fyrr sagði, haldið í frystingu á daggæslu barna hjá dagforeldrum. Foreldrar verða, fjárhagslega séð, að setja þetta ung börn á leikskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við gerum þá kröfu að Oddný Sturludóttir gefi stjórn Barnsins og foreldrum þessara ungu barna útskýringu opinberlega á því hvað veldur því að niðurgreiðslur til foreldra um 800 barna hafa ekki hækkað að neinu ráði síðan árið 2007, þegar hún kemur nú fram á sviðið með 1.250 milljónir upp á vasann til þess að setja þetta ung börn inn á leikskóla.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun