Hvenær lýkur vitleysunni? Kristþór Gunnarsson skrifar 23. júlí 2012 06:00 Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. Er Landsbankinn ekki stærsti eigandi Framtakssjóðsins á móti lífeyrissjóðunum? Ég veit að þeir sem fengu að bjóða í Plastprent þurftu að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. Hvernig gat Kvos hf. sýnt fram á slíka getu? Fyrirtæki sem var nýbúið að fá 5 milljarða niðurfellingu skulda? Þarfnast þetta ekki nánari skoðunar? Gagnsæi verður að vera til staðar, þannig að við sem skiljum ekki, sjáum hvernig töfrabrögðin eru framkvæmd. Kvos var hluthafi í Plastprenti til ársins 2009, þegar Landsbankinn leysti félagið til sín. Þá var Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, búinn að vera í stjórn Plastprents í áraraðir. Heldur Framtakssjóðurinn að eigendur Kvosar séu betur í stakk búnir til að reka Plastprent í dag en þeir voru, þegar þeir ásamt öðrum sigldu því í strand? Annað dæmi er Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og dótturfélag þess, Landsprent. Árið 2009 komu nýir eigendur inn í félagið með 300 milljónir í nýtt hlutafé og Íslandsbanki lækkaði á móti skuldir félagsins um 4,6 milljarða. Aftur árið 2011, voru skuldir félagsins lækkaðar enn meira eða um 600 milljónir til viðbótar. Ég er framkvæmdastjóri og einn af eigandum Ísafoldarprentsmiðju. Starfsmenn eiga 85% hlutafjár í fyrirtækinu. Ofangreind tvö fyrirtæki eru okkar stærstu keppinautar. Í dag er búið að afskrifa af þeim 10 milljarða. Hvernig eigum við að bregðast við? Ísafoldarprentsmiðja fékk á sig gengishögg eins og svo mörg önnur íslensk fyrirtæki. Skuldir okkar tvöfölduðust. Greiðslufrestir okkar hjá erlendum birgjum hurfu. Við brugðumst strax við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Starfsfólkið tók á sig tímabundnar launalækkanir, sem vöruðu sem betur fer ekki í langan tíma og allir settu undir sig hausinn. Við munum borga allar okkar skuldir. Núna þegar við erum að sjá fyrir endann á erfiðleikunum, komin yfir erfiðasta hjallann, hvað mætir okkur þá? Keppinautar okkar sprækir og léttir á fæti, tilbúnir í slaginn við okkur. Búnir að losna við allar byrðarnar og tilbúnir í undirboð. Ekki þurfa þeir að gera ráð fyrir afskrifuðu milljörðunum í sínum útreikningum. Þær afskriftir hefur almenningur á Íslandi kokgleypt og allir halda að þetta sé bara „allt í lagi“. Hvað ætlar Samkeppniseftirlitið að gera? Hvað ætlar viðskiptabanki okkar, Landsbankinn, að gera? Er þetta réttlæti? Eru þetta skilaboðin? Er þetta hinn nýi raunveruleiki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. Er Landsbankinn ekki stærsti eigandi Framtakssjóðsins á móti lífeyrissjóðunum? Ég veit að þeir sem fengu að bjóða í Plastprent þurftu að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. Hvernig gat Kvos hf. sýnt fram á slíka getu? Fyrirtæki sem var nýbúið að fá 5 milljarða niðurfellingu skulda? Þarfnast þetta ekki nánari skoðunar? Gagnsæi verður að vera til staðar, þannig að við sem skiljum ekki, sjáum hvernig töfrabrögðin eru framkvæmd. Kvos var hluthafi í Plastprenti til ársins 2009, þegar Landsbankinn leysti félagið til sín. Þá var Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, búinn að vera í stjórn Plastprents í áraraðir. Heldur Framtakssjóðurinn að eigendur Kvosar séu betur í stakk búnir til að reka Plastprent í dag en þeir voru, þegar þeir ásamt öðrum sigldu því í strand? Annað dæmi er Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og dótturfélag þess, Landsprent. Árið 2009 komu nýir eigendur inn í félagið með 300 milljónir í nýtt hlutafé og Íslandsbanki lækkaði á móti skuldir félagsins um 4,6 milljarða. Aftur árið 2011, voru skuldir félagsins lækkaðar enn meira eða um 600 milljónir til viðbótar. Ég er framkvæmdastjóri og einn af eigandum Ísafoldarprentsmiðju. Starfsmenn eiga 85% hlutafjár í fyrirtækinu. Ofangreind tvö fyrirtæki eru okkar stærstu keppinautar. Í dag er búið að afskrifa af þeim 10 milljarða. Hvernig eigum við að bregðast við? Ísafoldarprentsmiðja fékk á sig gengishögg eins og svo mörg önnur íslensk fyrirtæki. Skuldir okkar tvöfölduðust. Greiðslufrestir okkar hjá erlendum birgjum hurfu. Við brugðumst strax við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Starfsfólkið tók á sig tímabundnar launalækkanir, sem vöruðu sem betur fer ekki í langan tíma og allir settu undir sig hausinn. Við munum borga allar okkar skuldir. Núna þegar við erum að sjá fyrir endann á erfiðleikunum, komin yfir erfiðasta hjallann, hvað mætir okkur þá? Keppinautar okkar sprækir og léttir á fæti, tilbúnir í slaginn við okkur. Búnir að losna við allar byrðarnar og tilbúnir í undirboð. Ekki þurfa þeir að gera ráð fyrir afskrifuðu milljörðunum í sínum útreikningum. Þær afskriftir hefur almenningur á Íslandi kokgleypt og allir halda að þetta sé bara „allt í lagi“. Hvað ætlar Samkeppniseftirlitið að gera? Hvað ætlar viðskiptabanki okkar, Landsbankinn, að gera? Er þetta réttlæti? Eru þetta skilaboðin? Er þetta hinn nýi raunveruleiki?
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar