
Óvissa sköpuð af stjórnvöldum
Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga.
Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust.
Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi.
Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög.
Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands.
Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána.
Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum.
Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög.
Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir.
2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir.
3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir.
4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir.
Vafi mun áfram leika um:
5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt.
6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings.
7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt.
Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar.
Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja.
Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7.
Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar