Fyrir fimmtíu árum síðan yfirgaf Don Nelson háskólann í Iowa þó svo hann ætti mjög lítið eftir af skólanum. Nú hefur skólinn loksins ákveðið að útskrifa þennan sigursælasta þjálfara í sögu NBA-deildarinnar.
Í gær mætti Nelson í fullum herklæðum með húfuna góðu og náði í háskólagráðuna sína. Hann verður 72 ára í vikunni..
"Ég er búinn að bíða eftir þessu augnabliki lengi. Ég vildi að þetta hefði gerst fyrir 50 árum síðan," sagði Nelson glaðhlakkalegur.
Nelson vann 1.355 leiki á ferli sínum sem NBA-þjálfari en hann þjálfaði í alls 31 ár í deildinni.
Nelson útskrifast fimmtíu árum of seint úr háskóla

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



