Er forseti Íslands valdalaus? Skúli Magnússon skrifar 15. júní 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus". Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar", en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu". Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgðalög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldisstofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embættismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild" þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg" völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forsetaembætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hugleiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hugmynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heimild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synjunarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um vanþekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum forseta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti áratugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus". Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar", en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu". Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgðalög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldisstofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embættismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild" þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg" völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forsetaembætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hugleiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hugmynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heimild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synjunarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um vanþekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum forseta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti áratugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus".
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun