Bygging nýs Landsspítala: Umræða og upplýsingagjöf í skötulíki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun