Handbolti

Emsdetten steinlá

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Fimm mörk Óla Bjarka dugðu ekki til.
Fimm mörk Óla Bjarka dugðu ekki til. Mynd/Valli
Emsdetten sem Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson leika með tapaði á útivelli gegn Hüttenberg, 28-22, í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld.

Hüttenberg var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en leikurinn var í jafnvægi þar til í stöðunni 21-19 þegar korter var eftir af leiknum. Þá stungu heimamenn af og gerðu út um leikinn.

Ólafur Bjarki skoraði fimm mörk fyrir Emsdetten en Ernir Hrafn komst ekki á blað.

Emsdetten er því enn í öðru sæti deildarinnar, með stigi meira en Eisenach og Hüttenberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×