Vörslusviptingar og lýðskrum Brynjar Níelsson skrifar 5. júlí 2012 06:00 Nýlega voru gerðar breytingar á innheimtulögum í þeim tilgangi að takmarka heimildir til vörslusviptinga. Byggist þessi löggjöf, eins og stundum áður, á því að hér sé um mikið réttlætismál að ræða. Í greinargerð er vísað til þess að vörslusvipting fari ekki fram nema með skriflegu samþykki umráðamanns eignar. Jafnframt er því haldið fram í þessari sömu greinargerð að ekki sé heimilt að semja um slíkar þvingunaraðgerðir fyrir fram. Eins og stundum áður þegar um mikil réttlætismál er að ræða er dálítið erfitt að átta sig á samhenginu. Þannig er því haldið fram að vörslusvipting samkvæmt aðfararlögum án atbeina dómstóla sé alltaf ólögmæt, sem vekur upp spurningar hvort þörf sé á þessari lagasetningu yfirleitt. Engu að síður er heimilt samkvæmt lögunum að fá skriflegt samþykki fyrir því að vörslusvipting, án aðkomu dómstóla, sé heimil, þvert ofan í þá umfjöllun að ekki verði samið um slík þvingunarúrræði. Á Íslandi og öðrum vestrænum ríkjum var samningsfrelsi talið mikilvægt og að um leikreglurnar væri samið fyrir fram. Einstaklingar og fyrirtæki eiga ýmsa valkosti um fjármögnun. Slík fjölbreytni er æskileg enda fyrir fram viðbúið að mismunandi fjármögnunarform henti ólíkum aðilum. Þannig er ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem ekki vilja sætta sig við ákvæði um vörslusviptingu án dómsúrskurðar velji aðra fjármögnunarleið. Slíkt er í boði hjá öllum fjármálafyrirtækjum. Samningsbundinn réttur til vörslusviptinga gefur fjármálafyrirtækinu aukið svigrúm til þess að fjármagna hærra hlutfall af verðmæti undirliggjandi eignar og veita hagstæðari vaxtakjör. Slík heimild dregur úr áhættu af því að veruleg verðrýrnun eigi sér stað á þeim tíma sem það tekur að ná fram vörslusviptingu með dómsúrskurði og skilar sér í lægri fjármögnunarkostnaði. Það er einkennilegt að löggjafinn sjái einhvern hag eða réttlæti í því að takmarka það með lögum. Mismunandi fjármögnunarform eru ekki einungis mikilvæg fyrir þá sem eru að leita eftir fjármagni heldur einnig þá sem útvega fjármagn. Fyrir smærri fjármálafyrirtæki getur verið erfitt að keppa í hefðbundnum lánveitingum við stærri aðila. Samkeppnismöguleikar smærri fyrirtækja felast í því að geta boðið upp á annars konar fjármögnunarform, þar sem styrkur þeirra nýtist betur. Allt leiðir þetta til aukinnar samkeppni á milli fjármálafyrirtækja og fjármálagerninga sem nýtist að lokum viðskiptavinum þeirra í lægri kostnaði og sveigjanlegri kjörum. Það er ekki síður einkennilegt að löggjafinn telji skynsamlegt að takmarka slíka samkeppni með lagasetningu. Langflestir reyna að standa í skilum. Ef það tekst ekki er mikill meirihluti reiðubúinn að skila eigninni. Engu að síður eru þeir til sem hafa hvorki áhuga á því að skila eign né greiða umsamin gjöld og stofna síðan nýjar kennitölur þegar þær gömlu duga ekki lengur. Þessir aðilar eru ekki einungis að ganga á rétt fjármálafyrirtækjanna heldur einnig að skekkja samkeppni við þá sem eru að reyna að standa sig. Þessi lagasetning mun svo sannarlega nýtast þessum ófyrirleitna hópi sem getur nú haldið tækjunum mun lengur en áður. Á sama tíma eru þeir í samkeppni með tilheyrandi undirboðum sem byggja á því að þeir greiða einungis brot af þeim fjármögnunarkostnaði sem aðrir þurfa að sætta sig við. Fyrir þá heiðarlegu hlýtur að vera mikil freisting að taka þátt í leiknum. Það að banna samninga um að heimila vörslusviptingar án atbeina dómstóla er þannig til þess fallið að draga úr almennu viðskiptasiðferði. Líftími þeirra tækja sem verið er að fjármagna með eignaleigusamningum er oft stuttur og verðmæti þeirra rýrnar oft mjög hratt. Ef ekki er hirt um að halda tækjunum við eða greiða tryggingar, getur slík háttsemi leitt til umtalsverðs tjóns fyrir eiganda tækjanna, sem að lokum lendir á öðrum viðskiptavinum þeirra. Það eru því miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir fjármálafyrirtækin að vörslusvipting nái fram að ganga með skjótum hætti. Það er með ólíkindum að löggjafinn vilji torvelda eigendum tækjanna að verja eignarétt sinn við þessar aðstæður. Samningsbundin heimild til vörslusviptingar byggist á eignarréttarlegum grunni sem varinn er af stjórnarskrá. Umræddri lagabreytingu er ætlað að takmarka með afturvirkum hætti möguleika fjármálafyrirtækja til að tryggja verðmæti eigna sinna og þannig valda þeim tjóni. Í þeim samningum sem gefnir voru út áður en lögin tóku gildi hafði heimildin áhrif á verðlagningu samninganna og hlutfall fjármögnunar. Af greinargerð verður ekki ráðið að athugað hafi verið hvort afturvirk takmörkun á heimild til vörslusviptingar kunni að ganga gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Niðurstaðan er því sú að hér er um að ræða löggjöf sem vafi leikur á að standist ákvæði stjórnarskrár og nýtist fyrst og fremst ófyrirleitnum og óheiðarlegum viðskiptavinum fjármálafyrirtækja, sem nú þegar hafa valdið stórkostlegu tjóni í íslensku samfélagi. Mikill er máttur hagsmunahópa þeirra sem telja það réttlætismál að nýta eignir annarra án endurgjalds. Eða er það kannski bara lýðskrum sem ræður för? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru gerðar breytingar á innheimtulögum í þeim tilgangi að takmarka heimildir til vörslusviptinga. Byggist þessi löggjöf, eins og stundum áður, á því að hér sé um mikið réttlætismál að ræða. Í greinargerð er vísað til þess að vörslusvipting fari ekki fram nema með skriflegu samþykki umráðamanns eignar. Jafnframt er því haldið fram í þessari sömu greinargerð að ekki sé heimilt að semja um slíkar þvingunaraðgerðir fyrir fram. Eins og stundum áður þegar um mikil réttlætismál er að ræða er dálítið erfitt að átta sig á samhenginu. Þannig er því haldið fram að vörslusvipting samkvæmt aðfararlögum án atbeina dómstóla sé alltaf ólögmæt, sem vekur upp spurningar hvort þörf sé á þessari lagasetningu yfirleitt. Engu að síður er heimilt samkvæmt lögunum að fá skriflegt samþykki fyrir því að vörslusvipting, án aðkomu dómstóla, sé heimil, þvert ofan í þá umfjöllun að ekki verði samið um slík þvingunarúrræði. Á Íslandi og öðrum vestrænum ríkjum var samningsfrelsi talið mikilvægt og að um leikreglurnar væri samið fyrir fram. Einstaklingar og fyrirtæki eiga ýmsa valkosti um fjármögnun. Slík fjölbreytni er æskileg enda fyrir fram viðbúið að mismunandi fjármögnunarform henti ólíkum aðilum. Þannig er ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem ekki vilja sætta sig við ákvæði um vörslusviptingu án dómsúrskurðar velji aðra fjármögnunarleið. Slíkt er í boði hjá öllum fjármálafyrirtækjum. Samningsbundinn réttur til vörslusviptinga gefur fjármálafyrirtækinu aukið svigrúm til þess að fjármagna hærra hlutfall af verðmæti undirliggjandi eignar og veita hagstæðari vaxtakjör. Slík heimild dregur úr áhættu af því að veruleg verðrýrnun eigi sér stað á þeim tíma sem það tekur að ná fram vörslusviptingu með dómsúrskurði og skilar sér í lægri fjármögnunarkostnaði. Það er einkennilegt að löggjafinn sjái einhvern hag eða réttlæti í því að takmarka það með lögum. Mismunandi fjármögnunarform eru ekki einungis mikilvæg fyrir þá sem eru að leita eftir fjármagni heldur einnig þá sem útvega fjármagn. Fyrir smærri fjármálafyrirtæki getur verið erfitt að keppa í hefðbundnum lánveitingum við stærri aðila. Samkeppnismöguleikar smærri fyrirtækja felast í því að geta boðið upp á annars konar fjármögnunarform, þar sem styrkur þeirra nýtist betur. Allt leiðir þetta til aukinnar samkeppni á milli fjármálafyrirtækja og fjármálagerninga sem nýtist að lokum viðskiptavinum þeirra í lægri kostnaði og sveigjanlegri kjörum. Það er ekki síður einkennilegt að löggjafinn telji skynsamlegt að takmarka slíka samkeppni með lagasetningu. Langflestir reyna að standa í skilum. Ef það tekst ekki er mikill meirihluti reiðubúinn að skila eigninni. Engu að síður eru þeir til sem hafa hvorki áhuga á því að skila eign né greiða umsamin gjöld og stofna síðan nýjar kennitölur þegar þær gömlu duga ekki lengur. Þessir aðilar eru ekki einungis að ganga á rétt fjármálafyrirtækjanna heldur einnig að skekkja samkeppni við þá sem eru að reyna að standa sig. Þessi lagasetning mun svo sannarlega nýtast þessum ófyrirleitna hópi sem getur nú haldið tækjunum mun lengur en áður. Á sama tíma eru þeir í samkeppni með tilheyrandi undirboðum sem byggja á því að þeir greiða einungis brot af þeim fjármögnunarkostnaði sem aðrir þurfa að sætta sig við. Fyrir þá heiðarlegu hlýtur að vera mikil freisting að taka þátt í leiknum. Það að banna samninga um að heimila vörslusviptingar án atbeina dómstóla er þannig til þess fallið að draga úr almennu viðskiptasiðferði. Líftími þeirra tækja sem verið er að fjármagna með eignaleigusamningum er oft stuttur og verðmæti þeirra rýrnar oft mjög hratt. Ef ekki er hirt um að halda tækjunum við eða greiða tryggingar, getur slík háttsemi leitt til umtalsverðs tjóns fyrir eiganda tækjanna, sem að lokum lendir á öðrum viðskiptavinum þeirra. Það eru því miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir fjármálafyrirtækin að vörslusvipting nái fram að ganga með skjótum hætti. Það er með ólíkindum að löggjafinn vilji torvelda eigendum tækjanna að verja eignarétt sinn við þessar aðstæður. Samningsbundin heimild til vörslusviptingar byggist á eignarréttarlegum grunni sem varinn er af stjórnarskrá. Umræddri lagabreytingu er ætlað að takmarka með afturvirkum hætti möguleika fjármálafyrirtækja til að tryggja verðmæti eigna sinna og þannig valda þeim tjóni. Í þeim samningum sem gefnir voru út áður en lögin tóku gildi hafði heimildin áhrif á verðlagningu samninganna og hlutfall fjármögnunar. Af greinargerð verður ekki ráðið að athugað hafi verið hvort afturvirk takmörkun á heimild til vörslusviptingar kunni að ganga gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Niðurstaðan er því sú að hér er um að ræða löggjöf sem vafi leikur á að standist ákvæði stjórnarskrár og nýtist fyrst og fremst ófyrirleitnum og óheiðarlegum viðskiptavinum fjármálafyrirtækja, sem nú þegar hafa valdið stórkostlegu tjóni í íslensku samfélagi. Mikill er máttur hagsmunahópa þeirra sem telja það réttlætismál að nýta eignir annarra án endurgjalds. Eða er það kannski bara lýðskrum sem ræður för?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun