Innlent

Blómamerki UMFÍ prýðir Selfoss

BBI skrifar
Mynd/Þórir Tryggvason
Ný blómaskreyting á hringtorgi á Selfossi hefur vakið lukku. Skreytingin myndar landsmótsmerki UMFÍ, en torgið var skreytt í tilefni af Unglingalandsmóti sem fram fer á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Skreytingin á Tryggvatorgi tekur aðeins á sig rétta mynd sé horft á hana úr lofti. Þeir sem skoða hana á jörðu niðri ættu engu að síður að verða hrifnir enda er skreytingin mynduð úr um sjö hundruð plöntum. Blómaskreytarnir fengu frjálsar hendur við hönnun torgsins og til að kóróna verkið var vélsmiður fenginn til að smíða íþróttamenn úr járni til að standa við torgið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×