Innlent

Samþykktu stóraukna flokkun pappírsefna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarráð samþykkti í dag tillögu umhverfis- og samgönguráðs um stóraukna flokkun og hirðingu pappírsefna og skildaskyldra umbúða. Frá og með 1. október mun ekki verða leyft að setja pappírsefni og skilaskyldar umbúðir með í ílát fyrir almennt heimilissorp.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að mikil verðmæti liggi í endurvinnsluefnum sem hægt sé að hirða úr sorpinu. Þá spari flokkun á endurvinnsluefnum sveitarfélögum stórfé í urðunarkostnaði. Aukin flokkun muni því að öllum líkindum lækka sorphirðugjöld heimila.

Í haust mun Reykjavíkurborg stórefla almenna flokkun á pappírsefnum frá heimilissorpi líkt og hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu Pappír er verðmætt endurvinnsluefni og með því að flokka hann frá almennu heimilissorpi sparar Reykjavíkurborg um 43 milljónir í móttökugjöldum vegna urðunar á blönduðu sorpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×