Illvirki inni í Þórsmörk Árni Alfreðsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun