Stuðningsgrein: Kjósum breytingar Marinó G. Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:30 Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. Við hvað eru kjósendur hræddir? Að ferskir vindar leiki um höfuðbólið? Að annar einstaklingur taki ekki upp hanskann fyrir almenning í landinu, þegar stjórnmálamenn ganga of langt? Þeim rökum hefur verið haldið vel á lofti að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni. Er eins og fólk gangi út frá því sem vísu að einhver annar forseti, sem settur hefði verið í sömu stöðu hefði ekki tekið sömu ákvörðun. Ég held að sú ályktun sé röng. Ég held að hver einasti forseti sem fengið hefði tugþúsundir undirskrifta frá almenningi í landinu hefði orðið að leggjast undir feld og íhuga þann möguleika að vísa þessum lögunum til þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að þegar Ólafur Ragnar fékk ekki tugþúsundir undirskrifta, þá samþykkti hann fyrsta Icesave-samninginn. Hann gerði einhvern fyrirvara, en hann veit og við vitum það öll, að slíkur fyrirvari er marklaust hjal. Meðal frambjóðenda er ein manneskja, sem með réttu er hægt að segja að hafi staðið með almenningi í gegn um þykkt og þunnt í þrengingum síðustu ára og þurfti ekki tugþúsundir undirskrifta til. Þá á ég við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur rekið baráttu (ásamt fjölmörgum öðrum sjálfboðaliðum), sem skilað hefur heimilum landsins vel á þriðja hundrað milljarða í leiðréttingu lána (ef ekki meira). Baráttu sem skilað hefur fyrirtækjum landsins örugglega tvöfaldri þeirri tölu í leiðréttingu sinna lána. Barátta sem gert hefur stórum hluta heimila og fyrirtækja landsins kleift að sjá fram út skuldavanda sínum. Vissulega hefur þetta m.a. gerst fyrir atbeina dómstóla, en ef Andreu, Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og fleiri baráttujaxla hefði ekki notið við, þá er ég ekki viss um að baráttan hefði staðið svona lengi og árangur verið svona góður. Ekki hafa allar kröfur um bætt umhverfi heimilanna verið uppfylltar. Treysti ég engum af frambjóðendum til forseta eins vel til að tryggja rétta niðurstöðu en einmitt Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur reynsluna, hún hefur viljann og hún hefur getuna. Kjósum nýtt Ísland – Kjósum Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem næsta forseta Íslands! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími. Við hvað eru kjósendur hræddir? Að ferskir vindar leiki um höfuðbólið? Að annar einstaklingur taki ekki upp hanskann fyrir almenning í landinu, þegar stjórnmálamenn ganga of langt? Þeim rökum hefur verið haldið vel á lofti að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni. Er eins og fólk gangi út frá því sem vísu að einhver annar forseti, sem settur hefði verið í sömu stöðu hefði ekki tekið sömu ákvörðun. Ég held að sú ályktun sé röng. Ég held að hver einasti forseti sem fengið hefði tugþúsundir undirskrifta frá almenningi í landinu hefði orðið að leggjast undir feld og íhuga þann möguleika að vísa þessum lögunum til þjóðarinnar. Gleymum því ekki, að þegar Ólafur Ragnar fékk ekki tugþúsundir undirskrifta, þá samþykkti hann fyrsta Icesave-samninginn. Hann gerði einhvern fyrirvara, en hann veit og við vitum það öll, að slíkur fyrirvari er marklaust hjal. Meðal frambjóðenda er ein manneskja, sem með réttu er hægt að segja að hafi staðið með almenningi í gegn um þykkt og þunnt í þrengingum síðustu ára og þurfti ekki tugþúsundir undirskrifta til. Þá á ég við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur rekið baráttu (ásamt fjölmörgum öðrum sjálfboðaliðum), sem skilað hefur heimilum landsins vel á þriðja hundrað milljarða í leiðréttingu lána (ef ekki meira). Baráttu sem skilað hefur fyrirtækjum landsins örugglega tvöfaldri þeirri tölu í leiðréttingu sinna lána. Barátta sem gert hefur stórum hluta heimila og fyrirtækja landsins kleift að sjá fram út skuldavanda sínum. Vissulega hefur þetta m.a. gerst fyrir atbeina dómstóla, en ef Andreu, Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og fleiri baráttujaxla hefði ekki notið við, þá er ég ekki viss um að baráttan hefði staðið svona lengi og árangur verið svona góður. Ekki hafa allar kröfur um bætt umhverfi heimilanna verið uppfylltar. Treysti ég engum af frambjóðendum til forseta eins vel til að tryggja rétta niðurstöðu en einmitt Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur. Hún hefur reynsluna, hún hefur viljann og hún hefur getuna. Kjósum nýtt Ísland – Kjósum Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem næsta forseta Íslands!
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar