Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2012 19:10 Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskipi af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. Eimskip rann í faðm kröfuhafa sinna eftir hrunið en stærstu hluthafar þessa stærsta skipafyrirtækis landsins eru í dag slitastjórn Landsbankans, sem fer með 37 prósenta hlut og bandaríska fyrirtækið Yucaipa sem á 32 prósenta hlut, sem það eignaðist 2009 eftir að Eimskip fór í gegnum fjárhagsalega endurskipulagningu. Undanfarna mánuði hafa fjárfestar sett sig í samband við þessa aðila með fyrirhuguð kaup á hlutabréfum í Eimskip í huga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa viðræður meðal annars staðið yfir við Lífeyrissjóð verzlunarmanna og hafa þessar viðræður nú borið ávöxt. Samkvæmt heimildum sem fréttastofa metur traustar hefur lífeyrissjóðurinn nú náð samkomulagi um kaup á 14 prósenta hlut í Eimskip af þessum aðilum, slitastjórn LÍ og Yucaipa og er kaupverðið rúmlega 5 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hvernig bréfin skiptast milli Yucaipa og slitastjórnar Landsbankans. Ekki er útilokað að Eimskip sé enn vænlegra en áður fyrir skráningu með traustan fjárfesti eins og einn stærsta lífeyrissjóð landsins í hluthafahópnum. Þá má gera ráð fyrir að verðmæti eignarhlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna aukist strax í haust ef skráning félagsins gengur vel. Miðað við þetta kaupverð er heildarverðmæti Eimskipafélagsins 36 milljarðar króna. Og því hefur verðmæti þess aukist verulega á undaförnum þremur árum. Telja má fullvíst að þau bréf sem seld verða í Eimskip í haust í Kauphöllinni komi frá slitastjórn Landsbankans og Yucaipa, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi sem langtímafjárfestir eftir hrun. Þeir sem standa nálægt þessum aðilum, þ.e seljendum og kaupendum, vildu ekki láta neitt hafa eftir sér um viðskiptin í dag. En samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stendur til að tilkynna formlega um viðskiptin eftir helgi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskipi af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. Eimskip rann í faðm kröfuhafa sinna eftir hrunið en stærstu hluthafar þessa stærsta skipafyrirtækis landsins eru í dag slitastjórn Landsbankans, sem fer með 37 prósenta hlut og bandaríska fyrirtækið Yucaipa sem á 32 prósenta hlut, sem það eignaðist 2009 eftir að Eimskip fór í gegnum fjárhagsalega endurskipulagningu. Undanfarna mánuði hafa fjárfestar sett sig í samband við þessa aðila með fyrirhuguð kaup á hlutabréfum í Eimskip í huga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa viðræður meðal annars staðið yfir við Lífeyrissjóð verzlunarmanna og hafa þessar viðræður nú borið ávöxt. Samkvæmt heimildum sem fréttastofa metur traustar hefur lífeyrissjóðurinn nú náð samkomulagi um kaup á 14 prósenta hlut í Eimskip af þessum aðilum, slitastjórn LÍ og Yucaipa og er kaupverðið rúmlega 5 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hvernig bréfin skiptast milli Yucaipa og slitastjórnar Landsbankans. Ekki er útilokað að Eimskip sé enn vænlegra en áður fyrir skráningu með traustan fjárfesti eins og einn stærsta lífeyrissjóð landsins í hluthafahópnum. Þá má gera ráð fyrir að verðmæti eignarhlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna aukist strax í haust ef skráning félagsins gengur vel. Miðað við þetta kaupverð er heildarverðmæti Eimskipafélagsins 36 milljarðar króna. Og því hefur verðmæti þess aukist verulega á undaförnum þremur árum. Telja má fullvíst að þau bréf sem seld verða í Eimskip í haust í Kauphöllinni komi frá slitastjórn Landsbankans og Yucaipa, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi sem langtímafjárfestir eftir hrun. Þeir sem standa nálægt þessum aðilum, þ.e seljendum og kaupendum, vildu ekki láta neitt hafa eftir sér um viðskiptin í dag. En samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stendur til að tilkynna formlega um viðskiptin eftir helgi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur