Fræðsla fyrir alla 27. september 2012 06:00 Oft höfum við ásatrúarfólk fengið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með. Nýliðarnir eru stundum alvarlega sárir út í okkur og kenna forsvarsmönnum félagsins um að þeir hafi „misst af" mörgum árum eða áratugum í félagsskap annars heiðins fólks. Þeir átelja okkur fyrir að hafa ekki auglýst starfsemina og skýrt út fyrir almenningi um hvað heiðinn siður og félagsstarfið snýst. Við verðum jafnan svolítið kindarleg og vitum upp á okkur skömmina því sjálf höfum við flest dottið óvart inn í félagið og drepséð eftir því að hafa ekki fundið okkur þar fyrr á lífsleiðinni. En svona er þetta bara, það er einfaldlega meðvituð stefna Ásatrúarfélagsins að boða ekki trú eða troða lífsskoðun okkar upp á aðra. Það er ekki einungis talinn óþarfi, heldur beinlínis dónaskapur að mati flestra heiðinna manna. Það gilda svo allt aðrar reglur um að fræða þá sem sækjast eftir því sjálfir og við treystum því að fólk leiti og finni. Undanfarin ár hefur fjöldi unglinga leitað til félagsins af eigin hvötum og fengið að gangast undir svokallaða siðfestuathöfn sem er hliðstæða við kristna fermingu. Upphaflega var hún aðeins hugsuð fyrir fullorðið fólk sem vildi sanna fyrir sjálfu sér og öðrum að það hefði heiðinn sið að leiðarljósi í lífinu, en síðastliðin ár hafa unglingar sótt æ meira í þessa athöfn og fengið að taka siðfestu að undangenginni fræðslu og með samþykki forráðamanna. Í fyrstu var fólk á öllum aldri saman í þessari fræðslu, en nú hefur henni verið skipt í tvo hópa sem hefja starf á haustin. Í öðrum hópnum er fullorðið fólk sem vill taka siðfestu, en í hinum unglingar og oft aðstandendur þeirra með þeim. Unglingafræðslan miðast að því að kynna krökkunum goð og vættir, sagnaarf þjóðarinnar, lífsspeki Hávamála og Völuspár og ekki hvað síst ábyrgð hins heiðna lífsstíls og fullorðinsáranna. Fræðslan fer að mestu fram í heimspekilegum umræðum með léttu ívafi og lagt mikið upp úr því að allir tjái sig og viðri skoðanir sínar á þessum málefnum og er því oft glatt á hjalla. Fræðsla um heiðinn sið hefst á haustdögum og nú er tækifærið fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband. Að sjálfsögðu eru allir jafn velkomnir að sækja til okkar félagsskap og fræðslu. Okkar er ánægjan, því eins og segir í Hávamálum; maður er manns gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Oft höfum við ásatrúarfólk fengið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með. Nýliðarnir eru stundum alvarlega sárir út í okkur og kenna forsvarsmönnum félagsins um að þeir hafi „misst af" mörgum árum eða áratugum í félagsskap annars heiðins fólks. Þeir átelja okkur fyrir að hafa ekki auglýst starfsemina og skýrt út fyrir almenningi um hvað heiðinn siður og félagsstarfið snýst. Við verðum jafnan svolítið kindarleg og vitum upp á okkur skömmina því sjálf höfum við flest dottið óvart inn í félagið og drepséð eftir því að hafa ekki fundið okkur þar fyrr á lífsleiðinni. En svona er þetta bara, það er einfaldlega meðvituð stefna Ásatrúarfélagsins að boða ekki trú eða troða lífsskoðun okkar upp á aðra. Það er ekki einungis talinn óþarfi, heldur beinlínis dónaskapur að mati flestra heiðinna manna. Það gilda svo allt aðrar reglur um að fræða þá sem sækjast eftir því sjálfir og við treystum því að fólk leiti og finni. Undanfarin ár hefur fjöldi unglinga leitað til félagsins af eigin hvötum og fengið að gangast undir svokallaða siðfestuathöfn sem er hliðstæða við kristna fermingu. Upphaflega var hún aðeins hugsuð fyrir fullorðið fólk sem vildi sanna fyrir sjálfu sér og öðrum að það hefði heiðinn sið að leiðarljósi í lífinu, en síðastliðin ár hafa unglingar sótt æ meira í þessa athöfn og fengið að taka siðfestu að undangenginni fræðslu og með samþykki forráðamanna. Í fyrstu var fólk á öllum aldri saman í þessari fræðslu, en nú hefur henni verið skipt í tvo hópa sem hefja starf á haustin. Í öðrum hópnum er fullorðið fólk sem vill taka siðfestu, en í hinum unglingar og oft aðstandendur þeirra með þeim. Unglingafræðslan miðast að því að kynna krökkunum goð og vættir, sagnaarf þjóðarinnar, lífsspeki Hávamála og Völuspár og ekki hvað síst ábyrgð hins heiðna lífsstíls og fullorðinsáranna. Fræðslan fer að mestu fram í heimspekilegum umræðum með léttu ívafi og lagt mikið upp úr því að allir tjái sig og viðri skoðanir sínar á þessum málefnum og er því oft glatt á hjalla. Fræðsla um heiðinn sið hefst á haustdögum og nú er tækifærið fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband. Að sjálfsögðu eru allir jafn velkomnir að sækja til okkar félagsskap og fræðslu. Okkar er ánægjan, því eins og segir í Hávamálum; maður er manns gaman.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun