Borgin ætlar að kaupa Umferðarmiðstöðina fyrir 450 milljónir Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2012 10:41 Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands. Kauptilboðið var rætt á fundi borgarráðs í morgun, en staðfestingu kauptilboðsins var frestað að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg hyggist nýta Umferðarmiðstöðina sem miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík. Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupunum þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu. Með kaupunum á Umferðarmiðstöðinni gefst borginni kostur á að deiliskipuleggja svæðið þar í heild sinni. Gerir borgin ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svæðinu enda nýtur það nálægðar við háskólasvæðið í Vatnsmýri og nýjan Landspítala. Hugmyndin er að þarna rísi blönduð byggð lítilla og meðalstórra íbúða sem muni henta ungu fólki. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hugmyndir Reykjavíkurborgar varðandi Umferðarmiðstöðina gangi út á það að leiðakerfi Strætó bs verði breytt þannig að Umferðarmiðstöðin taki að mestu við núverandi hlutverki skiptistöðvar á Hlemmi. Kaupunum fylgir leigusamningur við Kynnisferðir. Stefnt er að því að gera nýjan samning við fyrirtækið sem taki mið af breyttum aðstæðum en taki jafnframt tillit til hagsmuna fyrirtækisins. Öðrum þjónustuaðilum verður boðin aðstaða í húsinu svo það geti orðið öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur. Gert er ráð fyrir því að sala á farmiðum, ferðum, upplýsingaþjónusta um gistingu og hótel, aðstaða fyrir leigubíla, bílaleigur og hjólaleigu verði til staðar í húsinu. Þá mun verða aðstaða í húsinu fyrir ýmis konar þjónustu, t.d. litlar búðir, veitingastaði, hraðbanka, netkaffi og fleira sem geri það meira aðlaðandi. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands. Kauptilboðið var rætt á fundi borgarráðs í morgun, en staðfestingu kauptilboðsins var frestað að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg hyggist nýta Umferðarmiðstöðina sem miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík. Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupunum þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu. Með kaupunum á Umferðarmiðstöðinni gefst borginni kostur á að deiliskipuleggja svæðið þar í heild sinni. Gerir borgin ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svæðinu enda nýtur það nálægðar við háskólasvæðið í Vatnsmýri og nýjan Landspítala. Hugmyndin er að þarna rísi blönduð byggð lítilla og meðalstórra íbúða sem muni henta ungu fólki. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hugmyndir Reykjavíkurborgar varðandi Umferðarmiðstöðina gangi út á það að leiðakerfi Strætó bs verði breytt þannig að Umferðarmiðstöðin taki að mestu við núverandi hlutverki skiptistöðvar á Hlemmi. Kaupunum fylgir leigusamningur við Kynnisferðir. Stefnt er að því að gera nýjan samning við fyrirtækið sem taki mið af breyttum aðstæðum en taki jafnframt tillit til hagsmuna fyrirtækisins. Öðrum þjónustuaðilum verður boðin aðstaða í húsinu svo það geti orðið öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur. Gert er ráð fyrir því að sala á farmiðum, ferðum, upplýsingaþjónusta um gistingu og hótel, aðstaða fyrir leigubíla, bílaleigur og hjólaleigu verði til staðar í húsinu. Þá mun verða aðstaða í húsinu fyrir ýmis konar þjónustu, t.d. litlar búðir, veitingastaði, hraðbanka, netkaffi og fleira sem geri það meira aðlaðandi.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira