Borgin ætlar að kaupa Umferðarmiðstöðina fyrir 450 milljónir Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2012 10:41 Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands. Kauptilboðið var rætt á fundi borgarráðs í morgun, en staðfestingu kauptilboðsins var frestað að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg hyggist nýta Umferðarmiðstöðina sem miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík. Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupunum þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu. Með kaupunum á Umferðarmiðstöðinni gefst borginni kostur á að deiliskipuleggja svæðið þar í heild sinni. Gerir borgin ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svæðinu enda nýtur það nálægðar við háskólasvæðið í Vatnsmýri og nýjan Landspítala. Hugmyndin er að þarna rísi blönduð byggð lítilla og meðalstórra íbúða sem muni henta ungu fólki. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hugmyndir Reykjavíkurborgar varðandi Umferðarmiðstöðina gangi út á það að leiðakerfi Strætó bs verði breytt þannig að Umferðarmiðstöðin taki að mestu við núverandi hlutverki skiptistöðvar á Hlemmi. Kaupunum fylgir leigusamningur við Kynnisferðir. Stefnt er að því að gera nýjan samning við fyrirtækið sem taki mið af breyttum aðstæðum en taki jafnframt tillit til hagsmuna fyrirtækisins. Öðrum þjónustuaðilum verður boðin aðstaða í húsinu svo það geti orðið öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur. Gert er ráð fyrir því að sala á farmiðum, ferðum, upplýsingaþjónusta um gistingu og hótel, aðstaða fyrir leigubíla, bílaleigur og hjólaleigu verði til staðar í húsinu. Þá mun verða aðstaða í húsinu fyrir ýmis konar þjónustu, t.d. litlar búðir, veitingastaði, hraðbanka, netkaffi og fleira sem geri það meira aðlaðandi. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands. Kauptilboðið var rætt á fundi borgarráðs í morgun, en staðfestingu kauptilboðsins var frestað að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg hyggist nýta Umferðarmiðstöðina sem miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík. Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupunum þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu. Með kaupunum á Umferðarmiðstöðinni gefst borginni kostur á að deiliskipuleggja svæðið þar í heild sinni. Gerir borgin ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svæðinu enda nýtur það nálægðar við háskólasvæðið í Vatnsmýri og nýjan Landspítala. Hugmyndin er að þarna rísi blönduð byggð lítilla og meðalstórra íbúða sem muni henta ungu fólki. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hugmyndir Reykjavíkurborgar varðandi Umferðarmiðstöðina gangi út á það að leiðakerfi Strætó bs verði breytt þannig að Umferðarmiðstöðin taki að mestu við núverandi hlutverki skiptistöðvar á Hlemmi. Kaupunum fylgir leigusamningur við Kynnisferðir. Stefnt er að því að gera nýjan samning við fyrirtækið sem taki mið af breyttum aðstæðum en taki jafnframt tillit til hagsmuna fyrirtækisins. Öðrum þjónustuaðilum verður boðin aðstaða í húsinu svo það geti orðið öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur. Gert er ráð fyrir því að sala á farmiðum, ferðum, upplýsingaþjónusta um gistingu og hótel, aðstaða fyrir leigubíla, bílaleigur og hjólaleigu verði til staðar í húsinu. Þá mun verða aðstaða í húsinu fyrir ýmis konar þjónustu, t.d. litlar búðir, veitingastaði, hraðbanka, netkaffi og fleira sem geri það meira aðlaðandi.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira