Handbolti

Þessar þjóðir gætu orðið mótherjar íslensku stelpnanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir.
Rakel Dögg Bragadóttir. Mynd/Stefán
Á morgun verður dregið í umspil fyrir Heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta 2013 en keppnin fer fram í Serbíu í lok næsta árs. EHF hefur gefið það formlega út að íslenska landsliðið verði í neðri styrkleikaflokknum.

Íslenska liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Serbíu og því varð ljóst að liðið yrði í neðri styrkleikaflokknum. Íslenska liðið fær því mun sterkari mótherja í umspilinu sem fer fram í byrjun júní.

Íslensku stelpurnar munu mæta einni af þessum átta þjóðum í umspilinu: Tékkland, Danmörk, Spánn, Frakkland, Þýskaland, Rúmenía, Rússland eða Svíþjóð.

Íslenska landsliðið er í neðri styrkleikaflokknum ásamt Króatíu, Makedóníu, Úkraínu, Hollandi, Póllandi, Slóvakíu og Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×