Ástæðulaust að óttast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar